Olís opnar hraðhleðslustöð á Reyðarfirði Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 18. janúar 2021 07:00 Örn Franzson, Jón Ólafur Halldórsson, Sigurður Ástgeirsson og Jón Árni Ólafsson við hraðhleðslustöð Olís. Olís hefur opnað nýja hraðhleðslustöð fyrir rafbíla á þjónustustöð félagsins á Reyðarfirði. Hraðhleðslustöðvar Olís eru þar með orðnar fjórar; í Álfheimum í Reykjavík, á Höfn í Hornafirði, Siglufirði og Reyðarfirði. Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá Olís. „Fjölgun hraðhleðslustöðva er liður í aukinni þjónustu fyrir okkar viðskiptavini. Rafbílum fer ört fjölgandi og við viljum að sjálfsögðu fylgja rafbílaþróuninni eftir og geta boðið rafbílaeigendum að hlaða bíla sína á þjónustustöðvum Olís. Við bjóðum upp á hraðvirkir og notendavænar hraðhleðslustöðvar þar sem aðgengi er þægilegt og snyrtilegt. Það er ánægjulegt að opna nýja hraðhleðslustöð á Reyðarfirði sem er mikilvæg stöð fyrir okkur. Með henni komum við til móts við rafbílaeigendur á Reyðarfirði og nágrenni og fleiri sem munu ferðast á rafbílum um Austurland. Olís hefur um árabil unnið skipulega að umhverfismálum og fjölgun hraðhleðslustöðva er hluti af Grænum skrefum Olís,“ segir Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís. Tímagjaldið á hraðhleðslustöðvum Olís (50 kW) er nú 45 kr. kWst. Mínútugjaldið byrjar að telja eftir 30 mínútur frá upphafi hleðslu og er þá 10 kr./mín. Tímagjaldið á hæghleðslustöðvum Olís (22kW) er nú 23 kr. kWst og mínútugjaldið er 1 kr./mín. eftir fyrstu 30 mínúturnar. Mínútugjaldið byrjar því ekki að telja fyrstu 30 mínúturnar í hleðslu bæði á hrað- og hæghleðslustöðvum Olís. Vistvænir bílar Fjarðabyggð Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Erlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent
Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá Olís. „Fjölgun hraðhleðslustöðva er liður í aukinni þjónustu fyrir okkar viðskiptavini. Rafbílum fer ört fjölgandi og við viljum að sjálfsögðu fylgja rafbílaþróuninni eftir og geta boðið rafbílaeigendum að hlaða bíla sína á þjónustustöðvum Olís. Við bjóðum upp á hraðvirkir og notendavænar hraðhleðslustöðvar þar sem aðgengi er þægilegt og snyrtilegt. Það er ánægjulegt að opna nýja hraðhleðslustöð á Reyðarfirði sem er mikilvæg stöð fyrir okkur. Með henni komum við til móts við rafbílaeigendur á Reyðarfirði og nágrenni og fleiri sem munu ferðast á rafbílum um Austurland. Olís hefur um árabil unnið skipulega að umhverfismálum og fjölgun hraðhleðslustöðva er hluti af Grænum skrefum Olís,“ segir Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís. Tímagjaldið á hraðhleðslustöðvum Olís (50 kW) er nú 45 kr. kWst. Mínútugjaldið byrjar að telja eftir 30 mínútur frá upphafi hleðslu og er þá 10 kr./mín. Tímagjaldið á hæghleðslustöðvum Olís (22kW) er nú 23 kr. kWst og mínútugjaldið er 1 kr./mín. eftir fyrstu 30 mínúturnar. Mínútugjaldið byrjar því ekki að telja fyrstu 30 mínúturnar í hleðslu bæði á hrað- og hæghleðslustöðvum Olís.
Vistvænir bílar Fjarðabyggð Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Erlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent