Síðasta uppgjör gömlu goðsagnanna Brady og Bress verður sögulegt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2021 12:30 Drew Brees hefur fagnað sigri í leikjunum á móti Tom Brady í vetur. Getty/Cliff Welch Eftir daginn í dag verða aðeins fjögur lið á lífi í úrslitakeppni NFL-deildarinnar og seinni leikur kvöldsins er uppgjör milli tveggja af farsælustu leikstjórnendunum í sögu deildarinnar. Tom Brady og Drew Brees eru enn að spila þrátt fyrir að vera komnir vel inn á fimmtugsaldurinn en þeir mætast mögulega í síðasta sinn í kvöld. Leikir kvöldsins eru annars vegar leikur á milli NFL-meistara Kansas City Chiefs og Cleveland Browns en hins vegar leikur á milli New Orleans Saints og Tampa Bay Buccaneers. More from #Browns Kareem Hunt on #Chiefs matchup:"I got a lot of people on that team [who] look out for me, care for me as a person and I care for them too." @41actionnews pic.twitter.com/4DclzAeAyn— Aaron Ladd (@aaronladd0) January 11, 2021 Kansas City Chiefs var með besta árangurinn í Ameríkudeildinni en hefur ekki fagnað sigri í þrjár vikur. Chiefs liðið tapaði síðasta deildarleiknum sínum, sem skipti liðið reyndar ekki máli, og sat svo sjá um síðustu helgi. Patrick Mahomes hvíldi í þeim leik en hann og félagar hans eru líklegir til að endurtaka leikinn frá því í fyrra enda með frábært lið. Á sama tíma hefur öskubuskuævintýri fæðst hjá Cleveland Browns sem hefur unnið tvo stóra sigra liði Pittsburgh Steelers síðustu tvær helgar. Fyrri leikurinn skipti Pittsburgh Steelers engu máli en þar tryggði Cleveland sér sæti í úrslitakeppninni. Cleveland Browns fór síðan til Pittsburgh Steelers helgina og sló liðið út úr úrslitakeppninni. "Sure enough, as soon as we found out on Sunday who we were playing, he was right there and had a whole notebook ready for the Cleveland Browns. -- Travis Kelce on Patrick Mahomes@ArrowheadPride https://t.co/V71yBUpHhD— SB Nation (@SBNation) January 14, 2021 Cleveland Browns var aðhlátursefni í deildinni í mörg ár eftir skelfilegt gengi en liðið komst nú í ár loksins í úrslitakeppnina eftir átján ára fjarveru. Liðið var án þjálfar síns og nokkurra leikmanna vegna kórónuveirusmits um síðustu helgi en unnu engu að síður magnaðan sigur. Það bíða því margir eftir að sjá hvort ævintýrið geti haldið áfram á móti meisturunum. Seinni leikur kvöldsins er söguleg viðureign ellismellanna Drew Brees og Tom Brady sem eru 42 ára og 43 ára gamlir. Aldrei áður hafa eldri eða reyndari leikstjórnendur mæst í úrslitakeppni NFL-deildarinnar. .@TomBrady and @drewbrees through the years : #TBvsNO | Sunday 6:40pm ET on FOX : NFL app // Yahoo Sports app pic.twitter.com/iJZ3s416ao— NFL (@NFL) January 15, 2021 Þetta verður líklega síðasta uppgjöri þeirra því Drew Brees mun væntanlega leggja skóna á hilluna eftir tímabilið. Tom Brady er kominn í nýtt félag og er strax búinn að koma Tampa Bay Buccaneers í úrslitakeppnina. Hann er á eftir sínum sjöunda meistaratitli eftir að hafa unnið sex með New England Patriots liðinu. Það mun reyna á Tom Brady í kvöld enda mótherjarnir gríðarlega sterkir og virðast auk þess vera hreinlega með tak á Tampa Bay Buccaneers liðinu ef marka má úrslit tímabilsins til þessa. New Orleans Saints hefur líka endurheimt lykilmenn úr meiðslum og eftir naum og svekkjandi töp í úrslitakeppnum síðustu ára þá er kannski komið að því að hlutirnir gangi upp á þessu kveðjutímabili Brees. Hann hefur minnsta kosti hæfileikaríka menn með sér í liði. "Tom and I have a friendship and mutual respect. We were texting back and forth on Monday, chuckling at this whole scenario," - Drew BreesBrees said once Brady signed with the Bucs I envisioned this game happening"#TBvsNO pic.twitter.com/9uMh5pqRWy— New Orleans Saints (@Saints) January 13, 2021 New Orleans Saints hefur þegar unnið Tampa Bay Buccaneers tvisvar sinnum í vetur þar á meðal 38-3 í síðasta leik liðanna. Tampa Bay vann hins vegar fjóra síðustu deildarleiki sína auk þess að slá Washington Football Team út úr úrslitakeppninni um síðustu helgi. Það hefur verið mjög gaman að fylgjast með Tom Brady síðustu vikur en þar hefur hann sýnt af hverju hann er í flestra augum besti NFL-leikmaður allra tíma. Hann er með nóg af vopnum til að gefa á og kann það betur en allir að leiða lið til sigurs í úrslitakeppni NFL-deildarinnar. Tom Brady and Drew Brees have started a combined 585 reg season games in their career. Sunday will be the 1st playoff game in which opposing QBs have a combined 500 reg season starts h/t @EliasSports pic.twitter.com/gF0YKvO07Y— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) January 14, 2021 Útsending frá leik Kansas City Chiefs og Cleveland Browns hefst klukkan 20.00 á Stöð 2 Sport 2 en klukkan 23.30 hefst síðan útsending frá leik New Orleans Saints og Tampa Bay Buccaneers á sömu stöð. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Ísland aldrei sent jafn fjölmennt lið á HM í utanvegahlaupum Áfall fyrir Houston Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Madueke frá í tvo mánuði Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð Kári Kristján semur við Þór Akureyri De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Sjá meira
Tom Brady og Drew Brees eru enn að spila þrátt fyrir að vera komnir vel inn á fimmtugsaldurinn en þeir mætast mögulega í síðasta sinn í kvöld. Leikir kvöldsins eru annars vegar leikur á milli NFL-meistara Kansas City Chiefs og Cleveland Browns en hins vegar leikur á milli New Orleans Saints og Tampa Bay Buccaneers. More from #Browns Kareem Hunt on #Chiefs matchup:"I got a lot of people on that team [who] look out for me, care for me as a person and I care for them too." @41actionnews pic.twitter.com/4DclzAeAyn— Aaron Ladd (@aaronladd0) January 11, 2021 Kansas City Chiefs var með besta árangurinn í Ameríkudeildinni en hefur ekki fagnað sigri í þrjár vikur. Chiefs liðið tapaði síðasta deildarleiknum sínum, sem skipti liðið reyndar ekki máli, og sat svo sjá um síðustu helgi. Patrick Mahomes hvíldi í þeim leik en hann og félagar hans eru líklegir til að endurtaka leikinn frá því í fyrra enda með frábært lið. Á sama tíma hefur öskubuskuævintýri fæðst hjá Cleveland Browns sem hefur unnið tvo stóra sigra liði Pittsburgh Steelers síðustu tvær helgar. Fyrri leikurinn skipti Pittsburgh Steelers engu máli en þar tryggði Cleveland sér sæti í úrslitakeppninni. Cleveland Browns fór síðan til Pittsburgh Steelers helgina og sló liðið út úr úrslitakeppninni. "Sure enough, as soon as we found out on Sunday who we were playing, he was right there and had a whole notebook ready for the Cleveland Browns. -- Travis Kelce on Patrick Mahomes@ArrowheadPride https://t.co/V71yBUpHhD— SB Nation (@SBNation) January 14, 2021 Cleveland Browns var aðhlátursefni í deildinni í mörg ár eftir skelfilegt gengi en liðið komst nú í ár loksins í úrslitakeppnina eftir átján ára fjarveru. Liðið var án þjálfar síns og nokkurra leikmanna vegna kórónuveirusmits um síðustu helgi en unnu engu að síður magnaðan sigur. Það bíða því margir eftir að sjá hvort ævintýrið geti haldið áfram á móti meisturunum. Seinni leikur kvöldsins er söguleg viðureign ellismellanna Drew Brees og Tom Brady sem eru 42 ára og 43 ára gamlir. Aldrei áður hafa eldri eða reyndari leikstjórnendur mæst í úrslitakeppni NFL-deildarinnar. .@TomBrady and @drewbrees through the years : #TBvsNO | Sunday 6:40pm ET on FOX : NFL app // Yahoo Sports app pic.twitter.com/iJZ3s416ao— NFL (@NFL) January 15, 2021 Þetta verður líklega síðasta uppgjöri þeirra því Drew Brees mun væntanlega leggja skóna á hilluna eftir tímabilið. Tom Brady er kominn í nýtt félag og er strax búinn að koma Tampa Bay Buccaneers í úrslitakeppnina. Hann er á eftir sínum sjöunda meistaratitli eftir að hafa unnið sex með New England Patriots liðinu. Það mun reyna á Tom Brady í kvöld enda mótherjarnir gríðarlega sterkir og virðast auk þess vera hreinlega með tak á Tampa Bay Buccaneers liðinu ef marka má úrslit tímabilsins til þessa. New Orleans Saints hefur líka endurheimt lykilmenn úr meiðslum og eftir naum og svekkjandi töp í úrslitakeppnum síðustu ára þá er kannski komið að því að hlutirnir gangi upp á þessu kveðjutímabili Brees. Hann hefur minnsta kosti hæfileikaríka menn með sér í liði. "Tom and I have a friendship and mutual respect. We were texting back and forth on Monday, chuckling at this whole scenario," - Drew BreesBrees said once Brady signed with the Bucs I envisioned this game happening"#TBvsNO pic.twitter.com/9uMh5pqRWy— New Orleans Saints (@Saints) January 13, 2021 New Orleans Saints hefur þegar unnið Tampa Bay Buccaneers tvisvar sinnum í vetur þar á meðal 38-3 í síðasta leik liðanna. Tampa Bay vann hins vegar fjóra síðustu deildarleiki sína auk þess að slá Washington Football Team út úr úrslitakeppninni um síðustu helgi. Það hefur verið mjög gaman að fylgjast með Tom Brady síðustu vikur en þar hefur hann sýnt af hverju hann er í flestra augum besti NFL-leikmaður allra tíma. Hann er með nóg af vopnum til að gefa á og kann það betur en allir að leiða lið til sigurs í úrslitakeppni NFL-deildarinnar. Tom Brady and Drew Brees have started a combined 585 reg season games in their career. Sunday will be the 1st playoff game in which opposing QBs have a combined 500 reg season starts h/t @EliasSports pic.twitter.com/gF0YKvO07Y— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) January 14, 2021 Útsending frá leik Kansas City Chiefs og Cleveland Browns hefst klukkan 20.00 á Stöð 2 Sport 2 en klukkan 23.30 hefst síðan útsending frá leik New Orleans Saints og Tampa Bay Buccaneers á sömu stöð. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Ísland aldrei sent jafn fjölmennt lið á HM í utanvegahlaupum Áfall fyrir Houston Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Madueke frá í tvo mánuði Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð Kári Kristján semur við Þór Akureyri De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Sjá meira