„Snjórinn er fallegur. Að renna sér á fjöldagröfum er ekki fallegt“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. janúar 2021 13:08 Buchenwald-búðirnar náðu yfir afar stórt og skóglent svæði, sem heimamenn nota nú til íþróttaiðkunar í Covid-19 faraldrinum. epa/Filip Singer Forsvarsmenn Buchenwald-safnsins í Þýskalandi hafa varað heimamenn við því að þeir sem verða uppvísir að því að stunda vetraríþróttir nálægt helgum reitum innan svæðisins verða tilkynntir til lögreglu. Frá þessu greinir meðal annars Der Spigel. Öryggisgæsla hefur verið aukin í kjölfar aukinnar umferðar íþróttaiðkenda um svæðið en þeir hafa meðal annars skilið eftir skíða- og sleðaför á fjöldagröfum. Aðstandendur stofnunarinnar sem heldur utan um rekstur fanga- og þrælkunarbúðanna fyrrverandi segja bílastæði hafa verið full undanfarið og rekja það til þess að nálæg útivistarsvæði hafa verið lokuð vegna Covid-19 faraldursins. Þeir biðla hins vegar til fólks að sýna hinum látnu virðingu og iðka ekki íþróttir á staðnum. Schnee ist schön. Rodeln an Massengräbern in @buchenwald_dora ist nicht schön.https://t.co/cDVlYDWx60— Stift. Gedenkstätten Buchenwald und Mittelbau-Dora (@Buchenwald_Dora) January 14, 2021 Aldrei séð jafn sláandi sýn Buchenwald nær yfir stórt og skóglent svæði en búðunum tilheyrðu meðal annars aðrar minni búðir. Þar er nú að finna safn og minnisvarða, svo eitthvað sé nefnt. Um 280 þúsund menn, konur og börn voru fangelsuð í Buchenwald á árunum 1937 til 1945 og fleiri en 56 þúsund létust í búðunum. Þeir voru annað hvort myrtir eða létust úr næringarskorti og öðrum sjúkdómum. Þeir sem lifðu voru frelsaðir af bandaríska hernum í apríl 1945 en við hermönnunum blöstu hrúgur af líkamsleifum, pyntingaklefar, brennsluofnar og illa leiknir fangar. Dwight D. Eisenhower sagði á sínum tíma að engin sýn hefði haft jafn mikil áhrif á hann. Að sögn sagnfræðingsins Rikola-Gunnar Lüttgenau hefur ávallt verið bannað að stunda íþróttir á svæðinu en það hafi færst í aukanna og fólk fari jafnvel um svæðið á mótorhjólum og hestum án nokkurs tillits til hinna látnu. Steinvölur eru lagðar á minnisvarða og leiði til að minnast látnu og votta þeim virðingu.epa/Martin Schutt Hernaður Skíðaíþróttir Þýskaland Söfn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sjá meira
Frá þessu greinir meðal annars Der Spigel. Öryggisgæsla hefur verið aukin í kjölfar aukinnar umferðar íþróttaiðkenda um svæðið en þeir hafa meðal annars skilið eftir skíða- og sleðaför á fjöldagröfum. Aðstandendur stofnunarinnar sem heldur utan um rekstur fanga- og þrælkunarbúðanna fyrrverandi segja bílastæði hafa verið full undanfarið og rekja það til þess að nálæg útivistarsvæði hafa verið lokuð vegna Covid-19 faraldursins. Þeir biðla hins vegar til fólks að sýna hinum látnu virðingu og iðka ekki íþróttir á staðnum. Schnee ist schön. Rodeln an Massengräbern in @buchenwald_dora ist nicht schön.https://t.co/cDVlYDWx60— Stift. Gedenkstätten Buchenwald und Mittelbau-Dora (@Buchenwald_Dora) January 14, 2021 Aldrei séð jafn sláandi sýn Buchenwald nær yfir stórt og skóglent svæði en búðunum tilheyrðu meðal annars aðrar minni búðir. Þar er nú að finna safn og minnisvarða, svo eitthvað sé nefnt. Um 280 þúsund menn, konur og börn voru fangelsuð í Buchenwald á árunum 1937 til 1945 og fleiri en 56 þúsund létust í búðunum. Þeir voru annað hvort myrtir eða létust úr næringarskorti og öðrum sjúkdómum. Þeir sem lifðu voru frelsaðir af bandaríska hernum í apríl 1945 en við hermönnunum blöstu hrúgur af líkamsleifum, pyntingaklefar, brennsluofnar og illa leiknir fangar. Dwight D. Eisenhower sagði á sínum tíma að engin sýn hefði haft jafn mikil áhrif á hann. Að sögn sagnfræðingsins Rikola-Gunnar Lüttgenau hefur ávallt verið bannað að stunda íþróttir á svæðinu en það hafi færst í aukanna og fólk fari jafnvel um svæðið á mótorhjólum og hestum án nokkurs tillits til hinna látnu. Steinvölur eru lagðar á minnisvarða og leiði til að minnast látnu og votta þeim virðingu.epa/Martin Schutt
Hernaður Skíðaíþróttir Þýskaland Söfn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sjá meira