Sýndu slímuga krakkaútgáfu af einum NFL-leiknum um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2021 16:00 Snertimörkin í leik Saints og Bears voru svolítið slímug á Nickelodeon stöðinni í gær. Twitter/@Saints NFL-deildin er greinilega að reyna að fá börnin í Bandaríkjunum til að hafa meiri áhuga á ameríska fótboltanum ef marka má mjög sérstaka útsendingu í gær. Úrslitakeppni ameríska fótboltans var áberandi í bandarísku íþróttalífi um helgina þegar úrslitakeppni NFL-deildarinnar fór af stað. Stóru stöðvarnar í Bandaríkjunum eins og CBS, NBC og Fox keppast um að sýna leikina en að þessu sinni var NFL-leikur sýndur líka á barnastöðinni Nickelodeon. Leikur New Orleans Saints og Chicago Bears var sýndur hér á Stöð 2 Sport en þar var um að ræða útsendinguna frá CBS. Á sama tíma var einnig sýnd sérstök barnaútgáfa á Nickelodeon stöðinni. Nickelodeon var með sína eigin lýsendur og þar á bæ fóru menn líka nýjar leiðir í framsetningu. Það vakti þannig sérstaklega athygli á samfélagsmiðlum hvernig sjónvarpsgrafíkin var þegar New Orleans Saints skoraði sitt fyrsta snertimark í leiknum. Það má sjá það hér fyrir neðan. We NEED slime for every td moving forward tbh : #CHIvsNO on @Nickelodeon pic.twitter.com/lhajus9Ezw— NFL Up (@NFLUpOfficial) January 10, 2021 Michael Thomas skoraði þá snertimark eftir sendingu frá Drew Brees og í kjölfarið fylltist allt af slími á skjáum krakkanna. Þetta gerðist alltaf þegar snertimark var skorað í leiknum. Upplýsingar um leikmennina sjálfa voru líka látnar höfða sérstaklega til krakkanna eins og hver væri uppáhaldsís leikmanna. Eftir leik fagnaði líka Sean Payton, þjálfari New Orleans Saints, sigrinum með því að fara í slímsturtu eins og sjá má hér fyrir neðan. Sean Payton is a man of his word pic.twitter.com/IO8oalZdLG— CBS Sports (@CBSSports) January 11, 2021 NFL Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ Sjá meira
Úrslitakeppni ameríska fótboltans var áberandi í bandarísku íþróttalífi um helgina þegar úrslitakeppni NFL-deildarinnar fór af stað. Stóru stöðvarnar í Bandaríkjunum eins og CBS, NBC og Fox keppast um að sýna leikina en að þessu sinni var NFL-leikur sýndur líka á barnastöðinni Nickelodeon. Leikur New Orleans Saints og Chicago Bears var sýndur hér á Stöð 2 Sport en þar var um að ræða útsendinguna frá CBS. Á sama tíma var einnig sýnd sérstök barnaútgáfa á Nickelodeon stöðinni. Nickelodeon var með sína eigin lýsendur og þar á bæ fóru menn líka nýjar leiðir í framsetningu. Það vakti þannig sérstaklega athygli á samfélagsmiðlum hvernig sjónvarpsgrafíkin var þegar New Orleans Saints skoraði sitt fyrsta snertimark í leiknum. Það má sjá það hér fyrir neðan. We NEED slime for every td moving forward tbh : #CHIvsNO on @Nickelodeon pic.twitter.com/lhajus9Ezw— NFL Up (@NFLUpOfficial) January 10, 2021 Michael Thomas skoraði þá snertimark eftir sendingu frá Drew Brees og í kjölfarið fylltist allt af slími á skjáum krakkanna. Þetta gerðist alltaf þegar snertimark var skorað í leiknum. Upplýsingar um leikmennina sjálfa voru líka látnar höfða sérstaklega til krakkanna eins og hver væri uppáhaldsís leikmanna. Eftir leik fagnaði líka Sean Payton, þjálfari New Orleans Saints, sigrinum með því að fara í slímsturtu eins og sjá má hér fyrir neðan. Sean Payton is a man of his word pic.twitter.com/IO8oalZdLG— CBS Sports (@CBSSports) January 11, 2021
NFL Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ Sjá meira