„Hann vill helst að ég eigi fjögur börn og öll með eyrnabólgu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 11. janúar 2021 10:30 Árið 2021 mun fara af stað með hvelli hjá fjölmiðlamanninum Auðunni Blöndal en hann fór af stað með þættina Tónlistamennirnir okkar á Stöð 2 í gær, verður tveggja barna faðir síðar á árinu og önnur þáttaröðin af Eurogarðinum fer í loftið. Tónlistarmennirnir okkar eru þættir í anda Atvinnumönnunum okkar sem nutu mikilla vinsælda á Stöð 2. Sindri Sindrason hitti Auðunn og fór yfir feril hans í fjölmiðlum og þennan nýja þátt í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Auðunn fer einnig með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Leynilöggan sem verður frumsýnd á þessu ári og er tökum lokið. „Þetta fjallar um Bússa sem er ég og er lögga og ég er í smá baráttu við sjálfan mig. Þar er ég með mína kvilla og galla. Þetta er hasarmynd en grínið er að við erum að gera Hollywood hasarmynd á Íslandi,“ segir Auðunn Blöndal. „Þetta er svona Die Hard, Tango & Cash og allar þessar myndir settar í íslenskan búning.“ Auðunn og Egill Einarsson fara með aðalhlutverkin í kvikmyndinni. Auðunn Blöndal leikur karakter sem er samkynhneigður en er inni í skápnum. „Hann vill ekki koma úr skápnum því hann er harðasta löggan í bænum.“ „Mér hefur alltaf fundist gaman að gera þættina Atvinnumennirnir okkar og svo kom góð hugmynd upp á fundi hjá mér og Allan þar sem okkur langaði að víkka þetta aðeins og prófa að taka tónlistarfólk og vera bara á Íslandi en hinir þættirnir gerast allir erlendis.“ Hann segir að það sé til mjög mikið af stórkostlegur tónlistarfólki á Íslandi og því verða vonandi fleiri þáttaraðir. Eins og áður segir á Auðunn von á öðru barni í maí á þessu ári. „Ég er orðinn frekar stressaður það eru allir að spyrja mig hvað það sé mikið á milli þeirra, ég svari eitt og hálft ár og þá kemur úff þetta verður erfitt. Ég er orðinn pínu stressaður en þetta verður gaman. En það er enginn jafn ánægður með þetta og Sveppi, hann vill helst að ég eigi fjögur börn og öll með eyrnabólgu,“ segir Auðunn um vin sinn Sverri Þór Sverrisson. Hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni. Ísland í dag Hollywood Bíó og sjónvarp Tónlistarmennirnir okkar Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Tónlistarmennirnir okkar eru þættir í anda Atvinnumönnunum okkar sem nutu mikilla vinsælda á Stöð 2. Sindri Sindrason hitti Auðunn og fór yfir feril hans í fjölmiðlum og þennan nýja þátt í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Auðunn fer einnig með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Leynilöggan sem verður frumsýnd á þessu ári og er tökum lokið. „Þetta fjallar um Bússa sem er ég og er lögga og ég er í smá baráttu við sjálfan mig. Þar er ég með mína kvilla og galla. Þetta er hasarmynd en grínið er að við erum að gera Hollywood hasarmynd á Íslandi,“ segir Auðunn Blöndal. „Þetta er svona Die Hard, Tango & Cash og allar þessar myndir settar í íslenskan búning.“ Auðunn og Egill Einarsson fara með aðalhlutverkin í kvikmyndinni. Auðunn Blöndal leikur karakter sem er samkynhneigður en er inni í skápnum. „Hann vill ekki koma úr skápnum því hann er harðasta löggan í bænum.“ „Mér hefur alltaf fundist gaman að gera þættina Atvinnumennirnir okkar og svo kom góð hugmynd upp á fundi hjá mér og Allan þar sem okkur langaði að víkka þetta aðeins og prófa að taka tónlistarfólk og vera bara á Íslandi en hinir þættirnir gerast allir erlendis.“ Hann segir að það sé til mjög mikið af stórkostlegur tónlistarfólki á Íslandi og því verða vonandi fleiri þáttaraðir. Eins og áður segir á Auðunn von á öðru barni í maí á þessu ári. „Ég er orðinn frekar stressaður það eru allir að spyrja mig hvað það sé mikið á milli þeirra, ég svari eitt og hálft ár og þá kemur úff þetta verður erfitt. Ég er orðinn pínu stressaður en þetta verður gaman. En það er enginn jafn ánægður með þetta og Sveppi, hann vill helst að ég eigi fjögur börn og öll með eyrnabólgu,“ segir Auðunn um vin sinn Sverri Þór Sverrisson. Hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni.
Ísland í dag Hollywood Bíó og sjónvarp Tónlistarmennirnir okkar Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira