Leggur aftur til að afnema sóttkvíarmöguleikann og skikka alla í tvöfalda skimun Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. janúar 2021 11:46 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur áður lagt til við ráðherra að tvöföld skimun á landamærum verði gerð skylda. Stjórnvöld ákváðu þá að fylgja annarri tillögu hans og gerðu skimun gjaldfrjálsa. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir hefur lagt til við stjórnvöld að allir sem koma til landsins verði skyldaðir í tvöfalda skimun fyrir kórónuveirunni. Þá er einnig til skoðunar að þeir sem greinast með hið svokallaða breska afbrigði veirunnar fari í farsóttarhús þar sem hægt er að fylgjast vel með þeim. Breska afbrigðið hefur valdið miklum usla í Bretlandi síðustu vikur. Nokkur lönd hafa gripið til þess ráðs að banna komur ferðalanga frá Bretlandi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður að því á upplýsingafundi almannavarna í dag hvort til greina kæmi að gera slíkt hið sama hér á landi, eða í það minnsta skylda fólk sem kemur frá Bretlandi í tvöfalda skimun. Þórólfur benti á að hann hefði áður lagt til að gera tvöfalda skimun við landamæri að skyldu og afnema sóttkvíarmöguleikann. Stjórnvöld afréðu hins vegar að fylgja annarri tillögu Þórólfs og gera skimun gjaldfrjálsa. Þórólfur kvaðst þó nú hafa lagt það aftur til við stjórnvöld að skylda alla ferðalanga í tvöfalda skimun. „Ég hef tekið þetta upp aftur og lagt þessa tillögu aftur fyrir ráðherra með akkúrat þessum rökum. Og ég veit að það verður tekið til umfjöllunar innan ráðuneytisins. Ég held þetta sé mjög mikilvægt. Hins vegar eru það mjög fáir sem velja það núna að fara í fjórtán daga sóttkví en ég held það sé mjög mikilvægt að ná nánast öllum,“ sagði Þórólfur. Ferðalangar frá Bretlandi fari í farsóttarhús Þá hefði líka verið reynt að efla eftirlit með fólki í sóttkví, bæði þeim sem greinast á landamærum og þeim sem velja að fara í tveggja vikna sóttkví í stað seinni skimunar. „Við erum að gera allt sem hægt er til að lágmarka áhættuna eins og mögulegt er á því að bæði þetta afbrigði og önnur afbrigði komi hérna inn í landið,“ sagði Þórólfur. Þá væri til skoðunar að þeir sem greinast með breska afbrigðið fari í farsóttarhús og verji einangruninni þar. „Önnur hugmynd hefur verið sú að þeir sem greinast með þetta breska afbrigði gætu verið í farsóttarhúsi þar sem er meira eftirlit með þeim, eða á einhverjum öðrum stað. Þetta er ein af þeim tillögum sem ég hef komið með og við verðum bara að skoða það. Þannig ég held að við þurfum að gera allt sem við getum til að hafa eftirlitið eins virkt og gott eins og mögulegt er.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Óvissa hvort aukaaðalfundur standist lög Pírata Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Sjá meira
Breska afbrigðið hefur valdið miklum usla í Bretlandi síðustu vikur. Nokkur lönd hafa gripið til þess ráðs að banna komur ferðalanga frá Bretlandi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður að því á upplýsingafundi almannavarna í dag hvort til greina kæmi að gera slíkt hið sama hér á landi, eða í það minnsta skylda fólk sem kemur frá Bretlandi í tvöfalda skimun. Þórólfur benti á að hann hefði áður lagt til að gera tvöfalda skimun við landamæri að skyldu og afnema sóttkvíarmöguleikann. Stjórnvöld afréðu hins vegar að fylgja annarri tillögu Þórólfs og gera skimun gjaldfrjálsa. Þórólfur kvaðst þó nú hafa lagt það aftur til við stjórnvöld að skylda alla ferðalanga í tvöfalda skimun. „Ég hef tekið þetta upp aftur og lagt þessa tillögu aftur fyrir ráðherra með akkúrat þessum rökum. Og ég veit að það verður tekið til umfjöllunar innan ráðuneytisins. Ég held þetta sé mjög mikilvægt. Hins vegar eru það mjög fáir sem velja það núna að fara í fjórtán daga sóttkví en ég held það sé mjög mikilvægt að ná nánast öllum,“ sagði Þórólfur. Ferðalangar frá Bretlandi fari í farsóttarhús Þá hefði líka verið reynt að efla eftirlit með fólki í sóttkví, bæði þeim sem greinast á landamærum og þeim sem velja að fara í tveggja vikna sóttkví í stað seinni skimunar. „Við erum að gera allt sem hægt er til að lágmarka áhættuna eins og mögulegt er á því að bæði þetta afbrigði og önnur afbrigði komi hérna inn í landið,“ sagði Þórólfur. Þá væri til skoðunar að þeir sem greinast með breska afbrigðið fari í farsóttarhús og verji einangruninni þar. „Önnur hugmynd hefur verið sú að þeir sem greinast með þetta breska afbrigði gætu verið í farsóttarhúsi þar sem er meira eftirlit með þeim, eða á einhverjum öðrum stað. Þetta er ein af þeim tillögum sem ég hef komið með og við verðum bara að skoða það. Þannig ég held að við þurfum að gera allt sem við getum til að hafa eftirlitið eins virkt og gott eins og mögulegt er.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Óvissa hvort aukaaðalfundur standist lög Pírata Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Sjá meira