Öll nema eitt á heimleið frá Póllandi Kristín Ólafsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 6. janúar 2021 16:48 Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna. Vísir/Egill Öll sem greindust með veiruna á landamærum í dag eru búsett á Íslandi og voru öll nema eitt á heimleið frá Póllandi. Yfirmaður smitrakningateymis almannavarna segir þessar sveiflur á landamærum viðbúnar þegar fólk snýr heim til Íslands eftir hátíðarnar. Átján greindust með veiruna á landamærum í gær og voru tólf með virkt smit en mótefnamælingar er beðið í tilviki sex. Ekki hafa svo margir greinst með virkt smit í fyrri landamæraskimun síðan í október og nýgengi landamærasmita er nú 21,3, hærra en nýgengi innanlandssmita í fyrsta sinn síðan í júlí. Jóhann Björn Skúlason yfirmaður smitrakningateymis almannavarna sagði í samtali við Ríkisútvarpið í dag að öll átján sem greinst hefðu í gær væru búsett hér á landi. Öll nema eitt hefðu verið að koma frá Póllandi. „Þetta er að því er virðist fólk sem búsett er hér á landi. En það var svosem ekkert óviðbúið að margir væru að skila sér heim eftir hátíðarnar. […] Það er mikið um smit í öllum löndum í kringum okkur og viðbúið að við sjáum svona sveiflu í greiningum á landamærunum,“ segir Jóhann í samtali við fréttastofu. Í haust var talsvert um að fólk á heimleið frá Póllandi greindist með veiruna á landamærunum. Nokkrir stórir hópar greindust í október. Fylgjast grannt með breska afbrigðinu Tuttugu og tveir hafa nú greinst með hið svokallaða breska afbrigði veirunnar hér á landi frá miðjum desember. „Við fylgjumst grannt með breska afbrigðinu og erum vakandi fyrir því að fylgjast með hvort verði útbreiðsla þar. Og eins og er sjáum við ekki að það sé að breiðast út í samfélagið, það er bara bundið við þessi landamærasmit sem hafa komið upp,“ segir Jóhann. Smitrakningateymið sé sérstaklega vakandi fyrir afbrigðinu. „Fólk fær þær leiðbeiningar um að fara í einangrun og oft og tíðum fer fólk í sóttvarnahúsið. Þannig að við erum að reyna að fylgja því strangt eftir að þessi einangrun sé markviss og raunveruleg.“ Þá segir Jóhann að smitrakning um hátíðarnar hafi gengið vel og tekist að rekja flest smit. „Við erum ekki að skynja neitt annað en að allir séu að fara eftir [reglum] og gefa greinargóðar upplýsingar. Þannig að öll vinnan hjá okkur hefur bara gengið mjög vel. […] Svo er það líka þannig að við erum komin með talsvert mikla reynslu svo vinnan er að ganga mjög vel.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pólland Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Kom á óvart að vera boðaður í bólusetningu Á þriðja hundrað einstaklinga hafa verið bólusettir við Covid-19 á höfuðborgarsvæðinu sem tilheyra ekki hópi heilbrigðisstarfsmanna eða íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum. 6. janúar 2021 15:52 Breytt forgangsröðun: Sjötíu ára og eldri bólusettir næst Fólk sem er sjötíu ára og eldra er í næsta forgangshópi og fær næstu bólusetningar. Í hópnum eru um 34 þúsund manns. Samkvæmt dreifingaráætlunum lyfjafyrirtækja er von á bóluefni fyrir um þrjátíu þúsund einstaklinga á fyrsta ársfjórðungi og geta aðrir því sennilega ekki búist við bólusetningu fyrr en eftir mars. 6. janúar 2021 13:44 Mögulegt að slaka á takmörkunum ef vel gengur á landamærunum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist telja að tækifæri til slökunar á samkomutakmörkunum innanlands gætu verið fyrir hendi, takist að halda utanaðkomandi veirustofnum í skefjum með landamæraskimun. 5. janúar 2021 17:54 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Sjá meira
Átján greindust með veiruna á landamærum í gær og voru tólf með virkt smit en mótefnamælingar er beðið í tilviki sex. Ekki hafa svo margir greinst með virkt smit í fyrri landamæraskimun síðan í október og nýgengi landamærasmita er nú 21,3, hærra en nýgengi innanlandssmita í fyrsta sinn síðan í júlí. Jóhann Björn Skúlason yfirmaður smitrakningateymis almannavarna sagði í samtali við Ríkisútvarpið í dag að öll átján sem greinst hefðu í gær væru búsett hér á landi. Öll nema eitt hefðu verið að koma frá Póllandi. „Þetta er að því er virðist fólk sem búsett er hér á landi. En það var svosem ekkert óviðbúið að margir væru að skila sér heim eftir hátíðarnar. […] Það er mikið um smit í öllum löndum í kringum okkur og viðbúið að við sjáum svona sveiflu í greiningum á landamærunum,“ segir Jóhann í samtali við fréttastofu. Í haust var talsvert um að fólk á heimleið frá Póllandi greindist með veiruna á landamærunum. Nokkrir stórir hópar greindust í október. Fylgjast grannt með breska afbrigðinu Tuttugu og tveir hafa nú greinst með hið svokallaða breska afbrigði veirunnar hér á landi frá miðjum desember. „Við fylgjumst grannt með breska afbrigðinu og erum vakandi fyrir því að fylgjast með hvort verði útbreiðsla þar. Og eins og er sjáum við ekki að það sé að breiðast út í samfélagið, það er bara bundið við þessi landamærasmit sem hafa komið upp,“ segir Jóhann. Smitrakningateymið sé sérstaklega vakandi fyrir afbrigðinu. „Fólk fær þær leiðbeiningar um að fara í einangrun og oft og tíðum fer fólk í sóttvarnahúsið. Þannig að við erum að reyna að fylgja því strangt eftir að þessi einangrun sé markviss og raunveruleg.“ Þá segir Jóhann að smitrakning um hátíðarnar hafi gengið vel og tekist að rekja flest smit. „Við erum ekki að skynja neitt annað en að allir séu að fara eftir [reglum] og gefa greinargóðar upplýsingar. Þannig að öll vinnan hjá okkur hefur bara gengið mjög vel. […] Svo er það líka þannig að við erum komin með talsvert mikla reynslu svo vinnan er að ganga mjög vel.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pólland Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Kom á óvart að vera boðaður í bólusetningu Á þriðja hundrað einstaklinga hafa verið bólusettir við Covid-19 á höfuðborgarsvæðinu sem tilheyra ekki hópi heilbrigðisstarfsmanna eða íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum. 6. janúar 2021 15:52 Breytt forgangsröðun: Sjötíu ára og eldri bólusettir næst Fólk sem er sjötíu ára og eldra er í næsta forgangshópi og fær næstu bólusetningar. Í hópnum eru um 34 þúsund manns. Samkvæmt dreifingaráætlunum lyfjafyrirtækja er von á bóluefni fyrir um þrjátíu þúsund einstaklinga á fyrsta ársfjórðungi og geta aðrir því sennilega ekki búist við bólusetningu fyrr en eftir mars. 6. janúar 2021 13:44 Mögulegt að slaka á takmörkunum ef vel gengur á landamærunum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist telja að tækifæri til slökunar á samkomutakmörkunum innanlands gætu verið fyrir hendi, takist að halda utanaðkomandi veirustofnum í skefjum með landamæraskimun. 5. janúar 2021 17:54 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Sjá meira
Kom á óvart að vera boðaður í bólusetningu Á þriðja hundrað einstaklinga hafa verið bólusettir við Covid-19 á höfuðborgarsvæðinu sem tilheyra ekki hópi heilbrigðisstarfsmanna eða íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum. 6. janúar 2021 15:52
Breytt forgangsröðun: Sjötíu ára og eldri bólusettir næst Fólk sem er sjötíu ára og eldra er í næsta forgangshópi og fær næstu bólusetningar. Í hópnum eru um 34 þúsund manns. Samkvæmt dreifingaráætlunum lyfjafyrirtækja er von á bóluefni fyrir um þrjátíu þúsund einstaklinga á fyrsta ársfjórðungi og geta aðrir því sennilega ekki búist við bólusetningu fyrr en eftir mars. 6. janúar 2021 13:44
Mögulegt að slaka á takmörkunum ef vel gengur á landamærunum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist telja að tækifæri til slökunar á samkomutakmörkunum innanlands gætu verið fyrir hendi, takist að halda utanaðkomandi veirustofnum í skefjum með landamæraskimun. 5. janúar 2021 17:54