Segir að Klopp hafi breyst úr „Herra hvatamanni“ í „Herra vælukjóa“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2021 12:31 Jürgen Klopp hefur haft yfir mörgu að kvarta undanfarnar vikur og á sama tíma er liðið hans ekki líkt sjálfu sér inn á vellinum. EPA-EFE/Peter Powell Það hefur verið mikið basl á Englandsmeisturum Liverpool að undanförnu og þýski knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp þykir orðið kvarta heldur mikið að mati margra sem fylgjast með enska boltanum. Knattspyrnusérfræðingurinn Chris Sutton lætur Jürgen Klopp líka aðeins heyra það i nýjasta pistli sínum. Sutton segir að „Mr Motivator“ sé nú orðinn „Mr Moaner“ eins og hann kemst að orði. Að „Herra hvatamaður“ sé búinn að breytast í „Herra vælukjóa“ ef við reynum að færa þetta yfir á íslensku. Undanfarin tímabil hefur Jürgen Klopp heillað flesta með skemmtilegri framkomu sínu á sama tíma og hann breytti Liverpool liðinu bæði í besta lið Evrópu og besta lið Englands. Nú í fyrstu titilvörninni hans í ensku úrvalsdeildinni þá hefur hert að bæði hvað varðar gengi liðsins en einnig hvað varðar meiðsli og veikindi í leikmannahópnum. Liverpool hefur vissulega orðið fyrir áföllum en var að standa sig mjög vel framan af móti. Jurgen Klopp has gone from Mr Motivator to Mr Moaner | @Chris_Sutton73 https://t.co/91LapT6Mfa— MailOnline Sport (@MailSport) January 6, 2021 Undanfarið hefur aftur á móti allt farið í hálfgerðan baklás og sóknarleikurinn er orðinn nær alveg bitlaus. Liverpool er reyndar enn á toppnum en eftir tvö stig í undanförnum þremur leikjum þá er það líklegt til að breytast á næstunni. Deildin er jöfn og með sama áframhaldi þá verða bæði Manchester liðin komin upp fyrir Klopp og félaga. „Á þessu tímabili hefur Jürgen Klopp ekki verið þessi svali karakter sem lætur ekkert hafa áhrif á sig. Í staðinn er hann farinn að kvarta yfir öllu,“ skrifaði Chris Sutton í Daily Mail. „Hvort sem það er að þurfa að spila klukkan 12.30 á laugardegi, að fá ekki að nota fimm varamenn eða hversu mörg víti Manchester United fær í samanburði við Liverpool. Hann hefur kvartað yfir öllu,“ skrifaði Sutton í pistil sinn. „Hann er pirraður í hvert sinn sem hann talar við fjölmiðla. Hann er búinn að breytast úr „Herra hvatamanni“ í „Herra vælukjóa“. Samt sem áður er Liverpool enn í toppsætinu,“ skrifaði Sutton. Chris Sutton er síðan á því að á þessu erfiða og krefjandi tímabili í miðjum heimsfaraldri snúist þetta ekki um það að spila fallegasta fótboltann heldur að ná að vinna sem best út úr nýjum og mjög krefjandi aðstæðum. Enski boltinn Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira
Knattspyrnusérfræðingurinn Chris Sutton lætur Jürgen Klopp líka aðeins heyra það i nýjasta pistli sínum. Sutton segir að „Mr Motivator“ sé nú orðinn „Mr Moaner“ eins og hann kemst að orði. Að „Herra hvatamaður“ sé búinn að breytast í „Herra vælukjóa“ ef við reynum að færa þetta yfir á íslensku. Undanfarin tímabil hefur Jürgen Klopp heillað flesta með skemmtilegri framkomu sínu á sama tíma og hann breytti Liverpool liðinu bæði í besta lið Evrópu og besta lið Englands. Nú í fyrstu titilvörninni hans í ensku úrvalsdeildinni þá hefur hert að bæði hvað varðar gengi liðsins en einnig hvað varðar meiðsli og veikindi í leikmannahópnum. Liverpool hefur vissulega orðið fyrir áföllum en var að standa sig mjög vel framan af móti. Jurgen Klopp has gone from Mr Motivator to Mr Moaner | @Chris_Sutton73 https://t.co/91LapT6Mfa— MailOnline Sport (@MailSport) January 6, 2021 Undanfarið hefur aftur á móti allt farið í hálfgerðan baklás og sóknarleikurinn er orðinn nær alveg bitlaus. Liverpool er reyndar enn á toppnum en eftir tvö stig í undanförnum þremur leikjum þá er það líklegt til að breytast á næstunni. Deildin er jöfn og með sama áframhaldi þá verða bæði Manchester liðin komin upp fyrir Klopp og félaga. „Á þessu tímabili hefur Jürgen Klopp ekki verið þessi svali karakter sem lætur ekkert hafa áhrif á sig. Í staðinn er hann farinn að kvarta yfir öllu,“ skrifaði Chris Sutton í Daily Mail. „Hvort sem það er að þurfa að spila klukkan 12.30 á laugardegi, að fá ekki að nota fimm varamenn eða hversu mörg víti Manchester United fær í samanburði við Liverpool. Hann hefur kvartað yfir öllu,“ skrifaði Sutton í pistil sinn. „Hann er pirraður í hvert sinn sem hann talar við fjölmiðla. Hann er búinn að breytast úr „Herra hvatamanni“ í „Herra vælukjóa“. Samt sem áður er Liverpool enn í toppsætinu,“ skrifaði Sutton. Chris Sutton er síðan á því að á þessu erfiða og krefjandi tímabili í miðjum heimsfaraldri snúist þetta ekki um það að spila fallegasta fótboltann heldur að ná að vinna sem best út úr nýjum og mjög krefjandi aðstæðum.
Enski boltinn Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira