Frægur lögfræðingur til liðs við lögmannateymi Gunnars Jóhanns Atli Ísleifsson skrifar 5. janúar 2021 16:01 Gunnar Jóhann Gunnarsson var dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir að hafa banað hálfbróður sínum í Mehamn í apríl 2019. Lögmenn Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, sem hlaut í október síðastliðinn þrettán ára fangelsisdóm fyrir að hafa banað bróður sínum í norska bænum Mehamn í apríl 2019, hafa fengið lögmanninn Brynjar Meling til liðs við sig. Meling er vel þekktur í Noregi, fyrst og fremst fyrir að vera lögmaður Mulla Krekar, dæmds hryðjuverkamanns. Verjendur Gunnars Jóhanns áfrýjuðu dómnum sem féll í héraðsdómi Austur-Finnmerkur í október, og verður málið tekið fyrir í lögmannsrétti Hálogalands þann 22. febrúar næstkomandi, að því er fram kemur í frétt iFinnmark. Norski miðillinn vekur athygli á liðsstyrk lögmannateymis Gunnar Jóhanns í formi hins vel þekkta lögmanns. Gunnar Jóhann var dæmdur fyrir að hafa skotið hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana í Mehamn í apríl 2019. Var dómurinn í samræmi við kröfur saksóknara í málinu, sem sögðu drápið hafa verið framið að yfirlögðu ráði. Lögmaðurinn Brynjar Meling og Mulla Krekar í dómsal október 2019.EPA Dómnum áfrýjað Dómarinn sagðist ekki geta útilokað að skot úr haglabyssunni sem Gunnar notaði hafi hlaupið úr byssunni án þess að þrýst hafi verið á gikkinn. Hegðun og athæfi Gunnars umrætt kvöld hafi hins vegar orsakað andlát Gísla. Gunnar Jóhann hlyti að hafa áttað sig á því að það að fara heim til Gísla Þórs með hlaðna haglabyssu með að markmiði að ógna honum gæti á einn eða annan hátt leitt til dauða Gísla. Bjørn Andre Gulstad, verjandi Gunnars Jóhanns, sagðist á sínum tíma óánægður með niðurstöðu dómara og var dómnum áfrýjað þegar í stað. Hélt Gulstad því fram að um slysaskot hafi verið að ræða og því ætti að dæma Gunnar í fjögurra til fimm ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Hann sagðist ósáttur við hvernig dómarinn hafi metið orsakasamhengi atburða umrædds kvölds. Verjandi Mulla Krekar Meling hefur verið lögmaður Mulla Krekar sem kom frá Írak og til Noregs sem flóttamaður árið 1991. Til stóð að honum yrði vísað úr landi árið 2003 og aftur 2007, þar sem hann var talinn ógn við þjóðaröryggi, en hann var lengur í Noregi þar sem yfirvöld þar töldu sig ekki geta tryggt að hann hlyti ekki dauðadóm í heimalandi sínu Írak. Hann var þó framseldur til Ítalíu árið 2020 eftir að hafa verið dæmdur af ítölskum dómstól í tólf ára fangelsi þar í landi fyrir að hafa sem forsprakki hryðjuverkasamtaka, skipulagt hryðjuverk. Hann afplánar nú dóm sinn í fangelsi á Sardiníu. Noregur Manndráp í Mehamn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Verjendur Gunnars Jóhanns áfrýjuðu dómnum sem féll í héraðsdómi Austur-Finnmerkur í október, og verður málið tekið fyrir í lögmannsrétti Hálogalands þann 22. febrúar næstkomandi, að því er fram kemur í frétt iFinnmark. Norski miðillinn vekur athygli á liðsstyrk lögmannateymis Gunnar Jóhanns í formi hins vel þekkta lögmanns. Gunnar Jóhann var dæmdur fyrir að hafa skotið hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana í Mehamn í apríl 2019. Var dómurinn í samræmi við kröfur saksóknara í málinu, sem sögðu drápið hafa verið framið að yfirlögðu ráði. Lögmaðurinn Brynjar Meling og Mulla Krekar í dómsal október 2019.EPA Dómnum áfrýjað Dómarinn sagðist ekki geta útilokað að skot úr haglabyssunni sem Gunnar notaði hafi hlaupið úr byssunni án þess að þrýst hafi verið á gikkinn. Hegðun og athæfi Gunnars umrætt kvöld hafi hins vegar orsakað andlát Gísla. Gunnar Jóhann hlyti að hafa áttað sig á því að það að fara heim til Gísla Þórs með hlaðna haglabyssu með að markmiði að ógna honum gæti á einn eða annan hátt leitt til dauða Gísla. Bjørn Andre Gulstad, verjandi Gunnars Jóhanns, sagðist á sínum tíma óánægður með niðurstöðu dómara og var dómnum áfrýjað þegar í stað. Hélt Gulstad því fram að um slysaskot hafi verið að ræða og því ætti að dæma Gunnar í fjögurra til fimm ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Hann sagðist ósáttur við hvernig dómarinn hafi metið orsakasamhengi atburða umrædds kvölds. Verjandi Mulla Krekar Meling hefur verið lögmaður Mulla Krekar sem kom frá Írak og til Noregs sem flóttamaður árið 1991. Til stóð að honum yrði vísað úr landi árið 2003 og aftur 2007, þar sem hann var talinn ógn við þjóðaröryggi, en hann var lengur í Noregi þar sem yfirvöld þar töldu sig ekki geta tryggt að hann hlyti ekki dauðadóm í heimalandi sínu Írak. Hann var þó framseldur til Ítalíu árið 2020 eftir að hafa verið dæmdur af ítölskum dómstól í tólf ára fangelsi þar í landi fyrir að hafa sem forsprakki hryðjuverkasamtaka, skipulagt hryðjuverk. Hann afplánar nú dóm sinn í fangelsi á Sardiníu.
Noregur Manndráp í Mehamn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira