Svona lítur söguleg úrslitakeppni NFL-deildarinnar út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2021 11:01 Baker Mayfield, leikstjórnandi Cleveland Browns fagnar sigri á Pittsburgh Steelers og sæti í úrslitakeppninni. AP/Ron Schwane Úrslitakeppni NFL-deildarinnar hefst um næstu helgi og nú eru allar dags- og tímasetningar klárar. Deildarkeppni ameríska fótboltans lauk í nótt og um leið er endanlega ljóst hvaða lið komust í úrslitakeppnina og hvaða lið munu mætast í fyrstu umferðinni um næstu helgi. Ein stærsta frétt gærdagsins var að Cleveland Browns vann 24-22 sigur á Pittsburgh Steelers og tryggði sér þar með sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn í nítján ár eða síðan árið 2002. Tennessee Titans, Baltimore Ravens, Indianapolis Colts, Los Angeles Rams, Chicago Bears og Washington Football Team tryggðu sér líka öll sæti í úrslitakeppninni. Lið Miami Dolphins, Arizona Cardinals, New York Giants og Dallas Cowboys sátu aftur á móti eftir með sárt ennið. Kansas City Chiefs var búið að tryggja sér efsta sætið í Ameríkudeildinni en aðeins efsta sætið gefur nú frí í fyrstu umferðinni og sæti í undanúrslitum deildanna. Green Bay Packers tryggði sér efsta sætið í Þjóðardeildinni með sigri á nágrönnunum í Chicago Bears í gær. Packers með leikstjórnandann Aaron Rodgers í fararbroddi kemur inn í úrslitakeppnina á sex leikja sigurgöngu. NFL-deildin er líka búin að gefa út hvenær leikirnir fara fram í fyrstu umferð úrslitakeppninnar um næstu helgi. The #NFLPlayoffs are set! #SuperWildCard pic.twitter.com/M8oWEK6CgL— NFL (@NFL) January 4, 2021 Þetta er söguleg úrslitakeppni því það verða fjórtán lið í henni í stað tólf áður. Það þýðir jafnframt að það fara fram sex leikir á fyrstu helgi úrslitakeppninnar eða þrír á laugardegi og þrír á sunnudegi. Stöð 2 Sport mun sýna alla þessa leiki í beinni útsendingu og það er því mikil veisla framundan um komandi helgi. Hér fyrir neðan má sjá hvaða lið mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og hvenær hver leikur er á dagskrá. Fyrsta umferð úrslitakeppni NFL-deildarinnar Laugardagurinn 9. janúar Buffalo Bills - Indianapolis Colts / Klukkan 18:05 að ísl.tíma [Stöð 2 Sport 2] Seattle Seahawks - Los Angeles Rams / Kl. 21:40 að ísl. tíma [Stöð 2 Sport 2] Washington - Tampa Bay Buccaneers / Kl. 01:15 að ísl. tíma [Stöð 2 Sport 2] Sunnudagurinn 10. janúar Tennessee Titans - Baltimore Ravens / Kl. 18:05 að ísl. tíma [Stöð 2 Sport 2] New Orleans Saints - Chicago Bears / Kl. 21:40 að ísl. tíma [Stöð 2 Sport 2] Pittsburgh Steelers - Cleveland Browns / Kl. 01:15 að ísl. tíma [Stöð 2 Sport 2] We've got a #SuperWildCard Weekend! #NFLPlayoffs pic.twitter.com/oBv5TPWUtd— NFL (@NFL) January 4, 2021 NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Deildarkeppni ameríska fótboltans lauk í nótt og um leið er endanlega ljóst hvaða lið komust í úrslitakeppnina og hvaða lið munu mætast í fyrstu umferðinni um næstu helgi. Ein stærsta frétt gærdagsins var að Cleveland Browns vann 24-22 sigur á Pittsburgh Steelers og tryggði sér þar með sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn í nítján ár eða síðan árið 2002. Tennessee Titans, Baltimore Ravens, Indianapolis Colts, Los Angeles Rams, Chicago Bears og Washington Football Team tryggðu sér líka öll sæti í úrslitakeppninni. Lið Miami Dolphins, Arizona Cardinals, New York Giants og Dallas Cowboys sátu aftur á móti eftir með sárt ennið. Kansas City Chiefs var búið að tryggja sér efsta sætið í Ameríkudeildinni en aðeins efsta sætið gefur nú frí í fyrstu umferðinni og sæti í undanúrslitum deildanna. Green Bay Packers tryggði sér efsta sætið í Þjóðardeildinni með sigri á nágrönnunum í Chicago Bears í gær. Packers með leikstjórnandann Aaron Rodgers í fararbroddi kemur inn í úrslitakeppnina á sex leikja sigurgöngu. NFL-deildin er líka búin að gefa út hvenær leikirnir fara fram í fyrstu umferð úrslitakeppninnar um næstu helgi. The #NFLPlayoffs are set! #SuperWildCard pic.twitter.com/M8oWEK6CgL— NFL (@NFL) January 4, 2021 Þetta er söguleg úrslitakeppni því það verða fjórtán lið í henni í stað tólf áður. Það þýðir jafnframt að það fara fram sex leikir á fyrstu helgi úrslitakeppninnar eða þrír á laugardegi og þrír á sunnudegi. Stöð 2 Sport mun sýna alla þessa leiki í beinni útsendingu og það er því mikil veisla framundan um komandi helgi. Hér fyrir neðan má sjá hvaða lið mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og hvenær hver leikur er á dagskrá. Fyrsta umferð úrslitakeppni NFL-deildarinnar Laugardagurinn 9. janúar Buffalo Bills - Indianapolis Colts / Klukkan 18:05 að ísl.tíma [Stöð 2 Sport 2] Seattle Seahawks - Los Angeles Rams / Kl. 21:40 að ísl. tíma [Stöð 2 Sport 2] Washington - Tampa Bay Buccaneers / Kl. 01:15 að ísl. tíma [Stöð 2 Sport 2] Sunnudagurinn 10. janúar Tennessee Titans - Baltimore Ravens / Kl. 18:05 að ísl. tíma [Stöð 2 Sport 2] New Orleans Saints - Chicago Bears / Kl. 21:40 að ísl. tíma [Stöð 2 Sport 2] Pittsburgh Steelers - Cleveland Browns / Kl. 01:15 að ísl. tíma [Stöð 2 Sport 2] We've got a #SuperWildCard Weekend! #NFLPlayoffs pic.twitter.com/oBv5TPWUtd— NFL (@NFL) January 4, 2021 NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
Fyrsta umferð úrslitakeppni NFL-deildarinnar Laugardagurinn 9. janúar Buffalo Bills - Indianapolis Colts / Klukkan 18:05 að ísl.tíma [Stöð 2 Sport 2] Seattle Seahawks - Los Angeles Rams / Kl. 21:40 að ísl. tíma [Stöð 2 Sport 2] Washington - Tampa Bay Buccaneers / Kl. 01:15 að ísl. tíma [Stöð 2 Sport 2] Sunnudagurinn 10. janúar Tennessee Titans - Baltimore Ravens / Kl. 18:05 að ísl. tíma [Stöð 2 Sport 2] New Orleans Saints - Chicago Bears / Kl. 21:40 að ísl. tíma [Stöð 2 Sport 2] Pittsburgh Steelers - Cleveland Browns / Kl. 01:15 að ísl. tíma [Stöð 2 Sport 2]
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira