Íranir færa út kvíarnar í úranauðgun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. janúar 2021 22:20 Ali Khamenei , æðsti leiðtogi Íran, og Hassan Rouhani, forseti landsins. Getty/leader.ir Íranir hyggjast hefja framleiðslu á 20 prósenta auðguðu úrani sem brýtur í bága við alþjóðlegan kjarnorkusamning sem undirritaður var af ríkinu árið 2015. Frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti dró ríkið einhliða úr samningnum sem undirritaður var 2015 hafa Íranir fært sig upp á skaftið og aukið framleiðsluna talsvert. Samningurinn segir til um að úranið sem auðgað er í Íran skuli ekki fara yfir 3,67 prósenta hreinleika, en áætlanir Írans eru að framleiða 20 prósenta auðgað úran. En hvað þýðir þetta? Á Vísindavefnum kemur fram að í náttúrulegu úrangrýti er að finna tvær samsætur Úrans, U-238 og U-235. Úran með hlutfall U-235 upp á þrjú prósent hentar vel til notkunar við raforkuframleiðslu í kjarnaofni og er það ekki nægilega virkt til þess að framleiða kjarnorkusprengju. Í slíkum vopnum þarf hlutfall U-235 að vera 80-90 prósent. Því vantar enn nokkuð upp á að Íranir geti framleitt kjarnavopn. Þrátt fyrir það brýtur þetta í bága við samninginn sem undirritaður var árið 2015. Hin aðildarríki samningsins, Bretland, Frakkland, Þýskaland, Rússland og Kína hafa lýst yfir vilja til að endurvekja samninginn og Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, sömuleiðis, að gefnum ákveðnum skilyrðum. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin, IAEA, hefur greint frá því að írönsk yfirvöld hefðu tilkynnt áætlanir um að auka auðgun úrans upp í 20 prósent. Í bréfi íranskra stjórnvalda til stofnunarinnar kom hins vegar ekki fram hvenær þessar áætlanir fari í framkvæmd. Framleiðsla Íran á auðguðu úrani fór fyrst yfir mörk samningsins frá 2015 árið 2019 en síðan þá hefur auðgunarhlutfallið verið í kring um 4,5 prósent. Áætlanirnar um að auka framleiðsluna voru samþykktar í lögum sem íranska þingið samþykkti í síðasta mánuði í kjölfar þess að einn helsti kjarnorkuvísindamaður landsins, Mohsen Fakhrizadeh, var ráðinn af dögum. Í lögunum kemur skýrt fram að auðgun úrans skuli aukin upp í 20 prósent verði viðskiptaþvingunum á olíu- og fjármálageira landsins ekki aflétt innan tveggja mánaða. Þá gefa lögin einnig heimild fyrir því að eftirlitsaðilum á vegum Sameinuðu þjóðanna verði meinaður aðgangur að kjarnorkuverunum í Natanz og Fordow. Íran Orkumál Tengdar fréttir Íran hafnar skilyrðum Bidens fyrir kjarnorkusamningi Íran hefur hafnað skilyrðum sem ný stjórn Joe Bidens, verðandi Bandaríkjaforseta, hefur sett vegna endurupptöku kjarnorkusamnings milli ríkjanna. 3. desember 2020 18:26 Vilja losna við þvinganir, annars verði eftirlitsmenn reknir úr landi Þingmenn í Íran samþykktu á dögunum frumvarp um að meina eftirlitsaðilum Sameinuðu þjóðanna aðgang að kjarnorkustöðvum þeirra og að auka auðgun úrans. Það var gert í kjölfar morðs eins helsta kjarnorkuvísindamanns Írans í síðustu viku. 3. desember 2020 11:43 Hvetur Biden að blása ekki lífi í kjarnorkusamninginn við Íran Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í ræðu sem hann flutti í dag að ekki ætti að blása aftur lífi í kjarnorkusamninginn við Íran sem gerður var árið 2015 og Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði upp. 22. nóvember 2020 21:00 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti dró ríkið einhliða úr samningnum sem undirritaður var 2015 hafa Íranir fært sig upp á skaftið og aukið framleiðsluna talsvert. Samningurinn segir til um að úranið sem auðgað er í Íran skuli ekki fara yfir 3,67 prósenta hreinleika, en áætlanir Írans eru að framleiða 20 prósenta auðgað úran. En hvað þýðir þetta? Á Vísindavefnum kemur fram að í náttúrulegu úrangrýti er að finna tvær samsætur Úrans, U-238 og U-235. Úran með hlutfall U-235 upp á þrjú prósent hentar vel til notkunar við raforkuframleiðslu í kjarnaofni og er það ekki nægilega virkt til þess að framleiða kjarnorkusprengju. Í slíkum vopnum þarf hlutfall U-235 að vera 80-90 prósent. Því vantar enn nokkuð upp á að Íranir geti framleitt kjarnavopn. Þrátt fyrir það brýtur þetta í bága við samninginn sem undirritaður var árið 2015. Hin aðildarríki samningsins, Bretland, Frakkland, Þýskaland, Rússland og Kína hafa lýst yfir vilja til að endurvekja samninginn og Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, sömuleiðis, að gefnum ákveðnum skilyrðum. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin, IAEA, hefur greint frá því að írönsk yfirvöld hefðu tilkynnt áætlanir um að auka auðgun úrans upp í 20 prósent. Í bréfi íranskra stjórnvalda til stofnunarinnar kom hins vegar ekki fram hvenær þessar áætlanir fari í framkvæmd. Framleiðsla Íran á auðguðu úrani fór fyrst yfir mörk samningsins frá 2015 árið 2019 en síðan þá hefur auðgunarhlutfallið verið í kring um 4,5 prósent. Áætlanirnar um að auka framleiðsluna voru samþykktar í lögum sem íranska þingið samþykkti í síðasta mánuði í kjölfar þess að einn helsti kjarnorkuvísindamaður landsins, Mohsen Fakhrizadeh, var ráðinn af dögum. Í lögunum kemur skýrt fram að auðgun úrans skuli aukin upp í 20 prósent verði viðskiptaþvingunum á olíu- og fjármálageira landsins ekki aflétt innan tveggja mánaða. Þá gefa lögin einnig heimild fyrir því að eftirlitsaðilum á vegum Sameinuðu þjóðanna verði meinaður aðgangur að kjarnorkuverunum í Natanz og Fordow.
Íran Orkumál Tengdar fréttir Íran hafnar skilyrðum Bidens fyrir kjarnorkusamningi Íran hefur hafnað skilyrðum sem ný stjórn Joe Bidens, verðandi Bandaríkjaforseta, hefur sett vegna endurupptöku kjarnorkusamnings milli ríkjanna. 3. desember 2020 18:26 Vilja losna við þvinganir, annars verði eftirlitsmenn reknir úr landi Þingmenn í Íran samþykktu á dögunum frumvarp um að meina eftirlitsaðilum Sameinuðu þjóðanna aðgang að kjarnorkustöðvum þeirra og að auka auðgun úrans. Það var gert í kjölfar morðs eins helsta kjarnorkuvísindamanns Írans í síðustu viku. 3. desember 2020 11:43 Hvetur Biden að blása ekki lífi í kjarnorkusamninginn við Íran Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í ræðu sem hann flutti í dag að ekki ætti að blása aftur lífi í kjarnorkusamninginn við Íran sem gerður var árið 2015 og Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði upp. 22. nóvember 2020 21:00 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Íran hafnar skilyrðum Bidens fyrir kjarnorkusamningi Íran hefur hafnað skilyrðum sem ný stjórn Joe Bidens, verðandi Bandaríkjaforseta, hefur sett vegna endurupptöku kjarnorkusamnings milli ríkjanna. 3. desember 2020 18:26
Vilja losna við þvinganir, annars verði eftirlitsmenn reknir úr landi Þingmenn í Íran samþykktu á dögunum frumvarp um að meina eftirlitsaðilum Sameinuðu þjóðanna aðgang að kjarnorkustöðvum þeirra og að auka auðgun úrans. Það var gert í kjölfar morðs eins helsta kjarnorkuvísindamanns Írans í síðustu viku. 3. desember 2020 11:43
Hvetur Biden að blása ekki lífi í kjarnorkusamninginn við Íran Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í ræðu sem hann flutti í dag að ekki ætti að blása aftur lífi í kjarnorkusamninginn við Íran sem gerður var árið 2015 og Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði upp. 22. nóvember 2020 21:00