Telja sóttkví falla undir veikindarétt Kjartan Kjartansson skrifar 2. mars 2020 14:22 Þurfi starfsfólk að fara í sóttkví vegna kórónuveiru eiga þeir rétt á veikindaleyfi, að mati verkalýðsfélaga. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Ákvæði kjarasamninga um veikindi ná til þeirra sem er gert að halda sig heima vegna kórónuveirunnar, að mati lögfræðings Alþýðusambands Íslands. Margar fyrirspurnir hafa borist Sameyki um rétt félagsmanna vegna sóttkvíar. Þrír Íslendingar hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur COVID-19-sjúkdómnum til þessa og hátt í þrjú hundruð manns eru í sóttkví vegna hennar. Sóttvarnalæknir hvetur fólk sem hefur verið á skilgreindum hættusvæðum vegna veirunnar, þar á meðal á Norður-Ítalíu, um að halda sig heima í fjórtán daga eftir að það yfirgefur svæðin. Magnús Norðdal, deildarstjóri lögfræðideildar Alþýðusambands Íslands, telur að fólk sem þarf að fara í slíka sóttkví eigi veikindarétt, óháð því hvort það veikist sjálft. „Ef að samkvæmt opinberum fyrirmælum og læknisráði starfsfólki er gert að halda sig heima vegna þess að það sé annað hvort sjúkt eða hugsanlegir smitberar þá sé það veikt í skilningi kjarasamninga,“ segir hann í samtali við Vísi. Sjá einnig: Spurt og svarað um kórónuveiruna Í yfirlýsingu sem ASÍ sendi frá sér í dag kemur fram að miðstjórn þess ætli að fjalla um stöðuna og viðbrögð við henni á fundi á miðvikudag. Sambandið telji að forföll vegna sóttkvíar séu greiðsluskyld samkvæmt ákvæðum kjarasamninga og laga. Sami skilningur ríkir hjá Sameyki, stærsta stéttarfélaginu innan vébanda BSRB, að sögn Írisar Gefnardóttur, verkefnastjóra félagsins. Það hafi fengið fjölda fyrirspurna frá félagsmönnum um rétt þeirra í tengslum við sóttkví. „Það er okkur skilningur að þú eigir rétt á veikindadögum greiddum á meðan þú þarft að vera heima í sóttkví. Ef þú klárar veikindaréttinn hjá vinnuveitanda þá er náttúrulega sjúkrasjóður hér,“ segir Íris. Wuhan-veiran Kjaramál Tengdar fréttir Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis ótryggðir Þeir sem þurfa í sóttkví erlendis vegna kórónuveirunnar en veikjast ekki sjálfir gætu þurft að standa sjálfir undir kostnaði sem hlýst af því, samkvæmt upplýsingum íslenskra tryggingafélaga. 2. mars 2020 13:46 Hafa enn ekki náð sambandi við alla sem voru í vélinni frá München Enn hefur ekki náðst í nítján farþega sem flugu með vél Icelandair frá München á laugardag en kona á fimmtugsaldri reyndist sýkt með Covid-19. 2. mars 2020 12:09 Bjarni Áka lætur vel af sér í sóttkví Kom ásamt fjölskyldunni frá Veróna á laugardaginn og beint í sóttkví. 2. mars 2020 11:00 Starfsmenn Landspítala nýkomnir frá Ítalíu á leið í sóttkví Starfsmenn Landspítala sem hafa komið til Íslands síðan á föstudag eftir veru á Ítalíu eiga að fara í fjórtán daga heimasóttkví frá heimkomu. 2. mars 2020 08:39 Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 19:55 Hátt í 300 manns í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. 1. mars 2020 17:43 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Ákvæði kjarasamninga um veikindi ná til þeirra sem er gert að halda sig heima vegna kórónuveirunnar, að mati lögfræðings Alþýðusambands Íslands. Margar fyrirspurnir hafa borist Sameyki um rétt félagsmanna vegna sóttkvíar. Þrír Íslendingar hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur COVID-19-sjúkdómnum til þessa og hátt í þrjú hundruð manns eru í sóttkví vegna hennar. Sóttvarnalæknir hvetur fólk sem hefur verið á skilgreindum hættusvæðum vegna veirunnar, þar á meðal á Norður-Ítalíu, um að halda sig heima í fjórtán daga eftir að það yfirgefur svæðin. Magnús Norðdal, deildarstjóri lögfræðideildar Alþýðusambands Íslands, telur að fólk sem þarf að fara í slíka sóttkví eigi veikindarétt, óháð því hvort það veikist sjálft. „Ef að samkvæmt opinberum fyrirmælum og læknisráði starfsfólki er gert að halda sig heima vegna þess að það sé annað hvort sjúkt eða hugsanlegir smitberar þá sé það veikt í skilningi kjarasamninga,“ segir hann í samtali við Vísi. Sjá einnig: Spurt og svarað um kórónuveiruna Í yfirlýsingu sem ASÍ sendi frá sér í dag kemur fram að miðstjórn þess ætli að fjalla um stöðuna og viðbrögð við henni á fundi á miðvikudag. Sambandið telji að forföll vegna sóttkvíar séu greiðsluskyld samkvæmt ákvæðum kjarasamninga og laga. Sami skilningur ríkir hjá Sameyki, stærsta stéttarfélaginu innan vébanda BSRB, að sögn Írisar Gefnardóttur, verkefnastjóra félagsins. Það hafi fengið fjölda fyrirspurna frá félagsmönnum um rétt þeirra í tengslum við sóttkví. „Það er okkur skilningur að þú eigir rétt á veikindadögum greiddum á meðan þú þarft að vera heima í sóttkví. Ef þú klárar veikindaréttinn hjá vinnuveitanda þá er náttúrulega sjúkrasjóður hér,“ segir Íris.
Wuhan-veiran Kjaramál Tengdar fréttir Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis ótryggðir Þeir sem þurfa í sóttkví erlendis vegna kórónuveirunnar en veikjast ekki sjálfir gætu þurft að standa sjálfir undir kostnaði sem hlýst af því, samkvæmt upplýsingum íslenskra tryggingafélaga. 2. mars 2020 13:46 Hafa enn ekki náð sambandi við alla sem voru í vélinni frá München Enn hefur ekki náðst í nítján farþega sem flugu með vél Icelandair frá München á laugardag en kona á fimmtugsaldri reyndist sýkt með Covid-19. 2. mars 2020 12:09 Bjarni Áka lætur vel af sér í sóttkví Kom ásamt fjölskyldunni frá Veróna á laugardaginn og beint í sóttkví. 2. mars 2020 11:00 Starfsmenn Landspítala nýkomnir frá Ítalíu á leið í sóttkví Starfsmenn Landspítala sem hafa komið til Íslands síðan á föstudag eftir veru á Ítalíu eiga að fara í fjórtán daga heimasóttkví frá heimkomu. 2. mars 2020 08:39 Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 19:55 Hátt í 300 manns í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. 1. mars 2020 17:43 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis ótryggðir Þeir sem þurfa í sóttkví erlendis vegna kórónuveirunnar en veikjast ekki sjálfir gætu þurft að standa sjálfir undir kostnaði sem hlýst af því, samkvæmt upplýsingum íslenskra tryggingafélaga. 2. mars 2020 13:46
Hafa enn ekki náð sambandi við alla sem voru í vélinni frá München Enn hefur ekki náðst í nítján farþega sem flugu með vél Icelandair frá München á laugardag en kona á fimmtugsaldri reyndist sýkt með Covid-19. 2. mars 2020 12:09
Bjarni Áka lætur vel af sér í sóttkví Kom ásamt fjölskyldunni frá Veróna á laugardaginn og beint í sóttkví. 2. mars 2020 11:00
Starfsmenn Landspítala nýkomnir frá Ítalíu á leið í sóttkví Starfsmenn Landspítala sem hafa komið til Íslands síðan á föstudag eftir veru á Ítalíu eiga að fara í fjórtán daga heimasóttkví frá heimkomu. 2. mars 2020 08:39
Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 19:55
Hátt í 300 manns í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. 1. mars 2020 17:43