Lúpína og lífhagkerfi Páll Árnason skrifar 5. maí 2020 11:00 Nýsköpunarmiðstöð leiðir hóp 14 evrópskra háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja um ræktun lúpínu frá Andesfjöllum á rýru landi í Evrópu og fékk til þess 5 m€ styrk frá Evrópusambandinu. Plantan er valin vegna mikillar uppskeru af rýru landi og jarðvegsbætandi virkni fyrir aðra ræktun sem á eftir gæti komið. Árangur hefur verið góður víða um Evrópu, tekist hefur á stuttum tíma að aðlaga plöntuna aðstæðum og vélvæddum evrópskum landbúnaði. Útlit er fyrir að fræframleiðsla verði komin á skrið á næsta ári (2021) og ræktunin orðin samkeppnishæf við aðra ræktum á sumum svæðum álfunar. Sumarið á Íslandi hefur hins vegar reynst of stutt til að plantan beri hér fræ. Unnið er í verkefninu að þróun leysiefnalausrar vinnslutækni mismunandi efna úr plöntunni og þróaðar hafa verið allnokkrar frumgerðir af vörum, snyrtivörum, matvælum, fóðri og orkugjafa úr restunum. Það má því segja að unnið er að þróun allrar virðiskeðjunnar frá fræframleiðslu til neysluvara. Með þeim móti er lagður grunnur að því að þegar bændur hefja ræktun þá sé markaður tilbúinn fyrri afurðir þeirra. Frekari upplýsingar um verkefnið eru á www.libbio.net Tilraunaræktun á Andeslúpínu á rýru landi á Rangárvöllum. Verkefni framundan Áskoranir lífhagkerfisins eru miklar. Það er aukning í ræktun líf-eldsneytis, líf-plastefna og náttúrulegra trefja í plast á sama tíma og við horfum fram á að þurfa að brauðfæða 10 milljarða manna árið 2050. Hvernig er þetta hægt án þess að ryðja skóga og ræsa fram land, sem hvoru tveggja hefur mjög neikvæð loftslagsáhrif? Lausnin byggir á aukinni nýtingu rýrs lands og betri nýtingu afurða, þar sem eldsneyti, plast of aðrar iðnaðarvörur yrðu fyrst og fremst framleiddar úr frákasti við matvælaframleiðslu. Við Íslendingar eigum nóg af rýru landi. Þrátt fyrir rysjótt veður síðastliðinn vetur þá bendir flest til hægrar hlýnunar og aukinna möguleika til ræktunar. Menn hafa sýnt vilja til að prófa ýmsa ræktun sem ekki var möguleg fyrir 30 árum, hör, repju, hamp og fleira. Sumt gengur vel, annað gengur kannski ekki fyrr en eftir 30 ár. Áræðnin til að prófa nýja ræktun og framleiðslu er aðdáunarverð og og líkleg til að skila okkur nýjum viðskiptatækifærum og framlegi okkar Íslendinga til þróunar lífhagkerfisins. Höfundur er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skógrækt og landgræðsla Nýsköpun og rannsóknir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nýsköpunarmiðstöð leiðir hóp 14 evrópskra háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja um ræktun lúpínu frá Andesfjöllum á rýru landi í Evrópu og fékk til þess 5 m€ styrk frá Evrópusambandinu. Plantan er valin vegna mikillar uppskeru af rýru landi og jarðvegsbætandi virkni fyrir aðra ræktun sem á eftir gæti komið. Árangur hefur verið góður víða um Evrópu, tekist hefur á stuttum tíma að aðlaga plöntuna aðstæðum og vélvæddum evrópskum landbúnaði. Útlit er fyrir að fræframleiðsla verði komin á skrið á næsta ári (2021) og ræktunin orðin samkeppnishæf við aðra ræktum á sumum svæðum álfunar. Sumarið á Íslandi hefur hins vegar reynst of stutt til að plantan beri hér fræ. Unnið er í verkefninu að þróun leysiefnalausrar vinnslutækni mismunandi efna úr plöntunni og þróaðar hafa verið allnokkrar frumgerðir af vörum, snyrtivörum, matvælum, fóðri og orkugjafa úr restunum. Það má því segja að unnið er að þróun allrar virðiskeðjunnar frá fræframleiðslu til neysluvara. Með þeim móti er lagður grunnur að því að þegar bændur hefja ræktun þá sé markaður tilbúinn fyrri afurðir þeirra. Frekari upplýsingar um verkefnið eru á www.libbio.net Tilraunaræktun á Andeslúpínu á rýru landi á Rangárvöllum. Verkefni framundan Áskoranir lífhagkerfisins eru miklar. Það er aukning í ræktun líf-eldsneytis, líf-plastefna og náttúrulegra trefja í plast á sama tíma og við horfum fram á að þurfa að brauðfæða 10 milljarða manna árið 2050. Hvernig er þetta hægt án þess að ryðja skóga og ræsa fram land, sem hvoru tveggja hefur mjög neikvæð loftslagsáhrif? Lausnin byggir á aukinni nýtingu rýrs lands og betri nýtingu afurða, þar sem eldsneyti, plast of aðrar iðnaðarvörur yrðu fyrst og fremst framleiddar úr frákasti við matvælaframleiðslu. Við Íslendingar eigum nóg af rýru landi. Þrátt fyrir rysjótt veður síðastliðinn vetur þá bendir flest til hægrar hlýnunar og aukinna möguleika til ræktunar. Menn hafa sýnt vilja til að prófa ýmsa ræktun sem ekki var möguleg fyrir 30 árum, hör, repju, hamp og fleira. Sumt gengur vel, annað gengur kannski ekki fyrr en eftir 30 ár. Áræðnin til að prófa nýja ræktun og framleiðslu er aðdáunarverð og og líkleg til að skila okkur nýjum viðskiptatækifærum og framlegi okkar Íslendinga til þróunar lífhagkerfisins. Höfundur er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun