Mikilvægasta verkefnið að verja afkomu fólks Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. maí 2020 15:57 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að byggja þurfi upp alla almannaþjónustu eftir „áratug af niðurskurði og aðhaldsaðgerðum.“ Vísir/Vilhelm „Aukin framlög og fjárfesting í heilbrigðisþjónustu er ekki eingöngu nauðsynleg á næstunni heldur til framtíðar,“ skrifa Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, í ávarpi í tilefni af Verkalýðsdeginum. Hún segir nauðsynlegt að undið sé ofan af undirfjármögnun síðastliðins áratugar til að tryggja að þjónustan standi undir kröfum sem gerðar eru til hennar og tryggja heilbrigði þess starfsfólks sem starfar við hana. Hún segir ekki aðeins þurfa að byggja upp heilbrigðisþjónustu heldur alla almannaþjónustu eftir „áratug af niðurskurði og aðhaldsaðgerðum.“ Það þurfi nýja nálgun á opinbera þjónustu svo hún geti staðið undir kröfum sem fylgi faraldrinum og til framtíðar. Hún einblínir þó ekki aðeins á það sem betur mætti fara heldur fagnar hún nýgerðum kjarasamningum þar sem meðal annars var samið um styttingu vinnuviku um allt að hálfan dag á viku. „Við hjá BSRB erum stolt af því að hafa dregið vagninn í þessu mikilvæga verkefni.“ „En verkefnin eru auðvitað fleiri,“ skrifar hún. „Í tengslum við kjarasamninga aðildarfélaga BSRB lýsir ríkisstjórnin því yfir að hún muni vinna markvisst að því að leiðrétta kerfisbundið vanmat á störfum þar sem konur eru í meirihluta. Ríkisstjórnin mun einnig setja af stað vinnu að heildarendurskoðun á opinberum stuðningskerfum við barnafjölskyldur líkt og í barnabótakerfinu.“ Sjá einnig: Lögreglumenn fara í rafræna kröfugöngu Hún bendir á að þó svo að kjarasamningar flestra aðildarfélaga BSRB hafi verið undirritaðir og samþykktir í atkvæðagreiðslum sé einn fjölmennasti hópur innan félagsins samningslaus en það eru lögreglumenn. „Lögreglumenn, félagar okkar sem starfa í framlínunni nú sem endranær, hafa verið kjarasamningslausir í eitt ár og einn mánuð. Þetta er með öllu óásættanlegt og við krefjumst þess að þeir fái kjarasamninga strax!“ Sonja segir eitt mikilvægasta verkefnið nú að verja afkomu fólks og grípa til markvissra aðgerða með jafnrétti að leiðarljósi. Verja þurfi störfin, tryggja að hópar í viðkvæmri stöðu geti sinnt grunnþörfum sínum, gæta að afkomu fólks á atvinnuleysisbótum og tryggja afkomu fólks sem ekki getur sinnt vinnu vegna undirliggjandi sjúkdóma og umönnunar barnar vegna takmarka á skólastarfi. „Leiðin upp á við krefst opinberra framlaga og fjárfestinga sem byggja á sanngirni. Skapa þarf störf og fjárfesta í menntun til að tryggja færni í störfum á breyttum vinnumarkaði. Þá þarf að skapa tækifæri með því að efla nýsköpun og rannsóknir,“ skrifar hún. „Það mun skapa störf á fjölbreyttum sviðum og leggja grunn að verðmætasköpun til framtíðar. Sókn í húsnæðismálum til að tryggja húsnæðisöryggi og grænar lausnir stuðla enn fremur að félagslegum stöðugleika.“ „Samfélagslegar lausnir eru lykillinn að því að við komumst sem best út úr óvissunni en ekki lausnir sem byggjast á sérhagsmunum.“ Kjaramál Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar ósáttir við kjaraskerðingu og vilja álagsgreiðslu í faraldrinum Hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum eru afar ósáttir við að fá ekki vaktaálagsauka lengur. Á sumum deildum hafi aldrei verið eins mikið álag. Þeir vilja fá sérstaka álagsgreiðslu í faraldrinum. 2. apríl 2020 19:00 Lýsti yfir sérstökum áhyggjum af stöðu kjarasamninga í minnisblaði til ráðherra Landlæknir lýsir yfir „sérstökum áhyggjum af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og á kjaraskerðingu þeirri sem stéttin varð fyrir á Landspítala um liðin mánaðarmót þegar vaktaálagsauki var tekinn af,“ í minnisblaði sínu sem sent var á Heilbrigðisráðherra, Svandísi Svavarsdóttur í dag. 2. apríl 2020 18:16 Lögreglumenn fara í rafræna kröfugöngu Lögreglumenn hafa verið án kjarasamnings í ár og sér ekki fyrir endann á viðræðum. Því hefur verið blásið til rafrænnar kröfugöngu en ekki eru aðstæður til að halda kröfugöngu á staðnum líkt og tíðkast hefur. 1. maí 2020 10:00 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
„Aukin framlög og fjárfesting í heilbrigðisþjónustu er ekki eingöngu nauðsynleg á næstunni heldur til framtíðar,“ skrifa Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, í ávarpi í tilefni af Verkalýðsdeginum. Hún segir nauðsynlegt að undið sé ofan af undirfjármögnun síðastliðins áratugar til að tryggja að þjónustan standi undir kröfum sem gerðar eru til hennar og tryggja heilbrigði þess starfsfólks sem starfar við hana. Hún segir ekki aðeins þurfa að byggja upp heilbrigðisþjónustu heldur alla almannaþjónustu eftir „áratug af niðurskurði og aðhaldsaðgerðum.“ Það þurfi nýja nálgun á opinbera þjónustu svo hún geti staðið undir kröfum sem fylgi faraldrinum og til framtíðar. Hún einblínir þó ekki aðeins á það sem betur mætti fara heldur fagnar hún nýgerðum kjarasamningum þar sem meðal annars var samið um styttingu vinnuviku um allt að hálfan dag á viku. „Við hjá BSRB erum stolt af því að hafa dregið vagninn í þessu mikilvæga verkefni.“ „En verkefnin eru auðvitað fleiri,“ skrifar hún. „Í tengslum við kjarasamninga aðildarfélaga BSRB lýsir ríkisstjórnin því yfir að hún muni vinna markvisst að því að leiðrétta kerfisbundið vanmat á störfum þar sem konur eru í meirihluta. Ríkisstjórnin mun einnig setja af stað vinnu að heildarendurskoðun á opinberum stuðningskerfum við barnafjölskyldur líkt og í barnabótakerfinu.“ Sjá einnig: Lögreglumenn fara í rafræna kröfugöngu Hún bendir á að þó svo að kjarasamningar flestra aðildarfélaga BSRB hafi verið undirritaðir og samþykktir í atkvæðagreiðslum sé einn fjölmennasti hópur innan félagsins samningslaus en það eru lögreglumenn. „Lögreglumenn, félagar okkar sem starfa í framlínunni nú sem endranær, hafa verið kjarasamningslausir í eitt ár og einn mánuð. Þetta er með öllu óásættanlegt og við krefjumst þess að þeir fái kjarasamninga strax!“ Sonja segir eitt mikilvægasta verkefnið nú að verja afkomu fólks og grípa til markvissra aðgerða með jafnrétti að leiðarljósi. Verja þurfi störfin, tryggja að hópar í viðkvæmri stöðu geti sinnt grunnþörfum sínum, gæta að afkomu fólks á atvinnuleysisbótum og tryggja afkomu fólks sem ekki getur sinnt vinnu vegna undirliggjandi sjúkdóma og umönnunar barnar vegna takmarka á skólastarfi. „Leiðin upp á við krefst opinberra framlaga og fjárfestinga sem byggja á sanngirni. Skapa þarf störf og fjárfesta í menntun til að tryggja færni í störfum á breyttum vinnumarkaði. Þá þarf að skapa tækifæri með því að efla nýsköpun og rannsóknir,“ skrifar hún. „Það mun skapa störf á fjölbreyttum sviðum og leggja grunn að verðmætasköpun til framtíðar. Sókn í húsnæðismálum til að tryggja húsnæðisöryggi og grænar lausnir stuðla enn fremur að félagslegum stöðugleika.“ „Samfélagslegar lausnir eru lykillinn að því að við komumst sem best út úr óvissunni en ekki lausnir sem byggjast á sérhagsmunum.“
Kjaramál Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar ósáttir við kjaraskerðingu og vilja álagsgreiðslu í faraldrinum Hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum eru afar ósáttir við að fá ekki vaktaálagsauka lengur. Á sumum deildum hafi aldrei verið eins mikið álag. Þeir vilja fá sérstaka álagsgreiðslu í faraldrinum. 2. apríl 2020 19:00 Lýsti yfir sérstökum áhyggjum af stöðu kjarasamninga í minnisblaði til ráðherra Landlæknir lýsir yfir „sérstökum áhyggjum af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og á kjaraskerðingu þeirri sem stéttin varð fyrir á Landspítala um liðin mánaðarmót þegar vaktaálagsauki var tekinn af,“ í minnisblaði sínu sem sent var á Heilbrigðisráðherra, Svandísi Svavarsdóttur í dag. 2. apríl 2020 18:16 Lögreglumenn fara í rafræna kröfugöngu Lögreglumenn hafa verið án kjarasamnings í ár og sér ekki fyrir endann á viðræðum. Því hefur verið blásið til rafrænnar kröfugöngu en ekki eru aðstæður til að halda kröfugöngu á staðnum líkt og tíðkast hefur. 1. maí 2020 10:00 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar ósáttir við kjaraskerðingu og vilja álagsgreiðslu í faraldrinum Hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum eru afar ósáttir við að fá ekki vaktaálagsauka lengur. Á sumum deildum hafi aldrei verið eins mikið álag. Þeir vilja fá sérstaka álagsgreiðslu í faraldrinum. 2. apríl 2020 19:00
Lýsti yfir sérstökum áhyggjum af stöðu kjarasamninga í minnisblaði til ráðherra Landlæknir lýsir yfir „sérstökum áhyggjum af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og á kjaraskerðingu þeirri sem stéttin varð fyrir á Landspítala um liðin mánaðarmót þegar vaktaálagsauki var tekinn af,“ í minnisblaði sínu sem sent var á Heilbrigðisráðherra, Svandísi Svavarsdóttur í dag. 2. apríl 2020 18:16
Lögreglumenn fara í rafræna kröfugöngu Lögreglumenn hafa verið án kjarasamnings í ár og sér ekki fyrir endann á viðræðum. Því hefur verið blásið til rafrænnar kröfugöngu en ekki eru aðstæður til að halda kröfugöngu á staðnum líkt og tíðkast hefur. 1. maí 2020 10:00