Alþjóðasamstarf ekki þungamiðja viðbragða við faraldrinum: „Virðist vera þannig að hver þjóð þarf að sjá um sig sjálfa“ Andri Eysteinsson skrifar 1. maí 2020 16:15 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Mynd/Lögreglan „Þegar á reynir virðist þetta vera þannig að hver þjóð þarf eiginlega að sjá um sig sjálfa að mestu leyti,“ sagði sóttvarnalæknir Þórólfur Guðnason á 61. upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Þórólfur ræddi alþjóðlegt samstarf og hvernig Ísland hafði undirbúið sig fyrir komandi faraldra í langan tíma. Sjá einnig: Svona var 61. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar „Auðvitað þarf alþjóðasamfélagið að skoða þessu mál í sameiningu en menn hafa verið að gera það á undanförnum árum og áratugum. Það er mjög mikil samvinna innan Evrópu og innan Norðurlandanna þar sem menn eru að ræða þessa hluti fram og til baka.“ „Það er bara mjög erfitt að koma með einhvern alþjóðlegt samkomulag um viðbrögð og hvernig menn ætla að snúa sér og hvað menn ætla að gera. Jafnvel þó að menn tali mikið saman á fundum og búi til skýrslur og slíkt,“ sagði Þórólfur. Veiran hefur haft mismiklar afleiðingar í ríkjum heimsins og hafa viðbrögð stjórnvalda verið jafn mismunandi og þau eru mörg. Stjórnvöld sumra ríkja hafa gagnrýnt störf alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og aðrir hafa kallað eftir frekari viðbrögðum Evrópusambandsins í faraldrinum. Þórólfur segir að reynsla okkar af faraldri kórónuveirunnar sýni okkur að mikilvægt sé að sinna enn eigin undirbúningi fyrir komandi faraldra og farsóttir. „Ég held að þetta sýni að við þurfum áfram að gæta okkar eigin viðbrögðum og okkar eigin áætlunum í svona málum. Auðvitað þurfum við að halda áfram að leggja áherslu á þetta alþjóðlega samstarfs,“ sagði Þórólfur og bætti við að honum fyndist sem svo að alþjóðlegt samstarf hafi ekki verið þungamiðjan í viðbrögðum þjóða við kórónuveirunni. „Það er margvíslegur lærdómur sem við höfum dregið af þessu og hvað okkur varðar þá hafa Íslendingar verið að undirbúa okkur fyrir faraldur lengi,“ sagði Þórólfur. Allskyns áætlanir hafi verið búnar til, lagaumhverfi og „infrastrúktúr“ hefði verið klár og miklum tíma hafi verið varið í að slípa saman samstarf innan heilbrigðiskerfisins og á milli heilbrigðiskerfisins og almannavarna. „Ég myndi segja að við vorum mjög vel undirbúin, eins vel undirbúin og við gátum verið. Síðan er það alltaf útfærslan. Hvernig ætlar maður að framkvæmda viðbrögðin þegar til kastanna kemur. Það má alltaf læra margt og kannski hefði sumt átt að vera öðruvísi en í grófum dráttum helt ég að við höfum fylgt þeirri áætlun sem var lagt upp með og hún hafi skilað árangri,“ sagði sóttvarnalæknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent Fleiri fréttir Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Sjá meira
„Þegar á reynir virðist þetta vera þannig að hver þjóð þarf eiginlega að sjá um sig sjálfa að mestu leyti,“ sagði sóttvarnalæknir Þórólfur Guðnason á 61. upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Þórólfur ræddi alþjóðlegt samstarf og hvernig Ísland hafði undirbúið sig fyrir komandi faraldra í langan tíma. Sjá einnig: Svona var 61. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar „Auðvitað þarf alþjóðasamfélagið að skoða þessu mál í sameiningu en menn hafa verið að gera það á undanförnum árum og áratugum. Það er mjög mikil samvinna innan Evrópu og innan Norðurlandanna þar sem menn eru að ræða þessa hluti fram og til baka.“ „Það er bara mjög erfitt að koma með einhvern alþjóðlegt samkomulag um viðbrögð og hvernig menn ætla að snúa sér og hvað menn ætla að gera. Jafnvel þó að menn tali mikið saman á fundum og búi til skýrslur og slíkt,“ sagði Þórólfur. Veiran hefur haft mismiklar afleiðingar í ríkjum heimsins og hafa viðbrögð stjórnvalda verið jafn mismunandi og þau eru mörg. Stjórnvöld sumra ríkja hafa gagnrýnt störf alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og aðrir hafa kallað eftir frekari viðbrögðum Evrópusambandsins í faraldrinum. Þórólfur segir að reynsla okkar af faraldri kórónuveirunnar sýni okkur að mikilvægt sé að sinna enn eigin undirbúningi fyrir komandi faraldra og farsóttir. „Ég held að þetta sýni að við þurfum áfram að gæta okkar eigin viðbrögðum og okkar eigin áætlunum í svona málum. Auðvitað þurfum við að halda áfram að leggja áherslu á þetta alþjóðlega samstarfs,“ sagði Þórólfur og bætti við að honum fyndist sem svo að alþjóðlegt samstarf hafi ekki verið þungamiðjan í viðbrögðum þjóða við kórónuveirunni. „Það er margvíslegur lærdómur sem við höfum dregið af þessu og hvað okkur varðar þá hafa Íslendingar verið að undirbúa okkur fyrir faraldur lengi,“ sagði Þórólfur. Allskyns áætlanir hafi verið búnar til, lagaumhverfi og „infrastrúktúr“ hefði verið klár og miklum tíma hafi verið varið í að slípa saman samstarf innan heilbrigðiskerfisins og á milli heilbrigðiskerfisins og almannavarna. „Ég myndi segja að við vorum mjög vel undirbúin, eins vel undirbúin og við gátum verið. Síðan er það alltaf útfærslan. Hvernig ætlar maður að framkvæmda viðbrögðin þegar til kastanna kemur. Það má alltaf læra margt og kannski hefði sumt átt að vera öðruvísi en í grófum dráttum helt ég að við höfum fylgt þeirri áætlun sem var lagt upp með og hún hafi skilað árangri,“ sagði sóttvarnalæknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent Fleiri fréttir Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Sjá meira