Umskurn á kynfærum kvenna og stúlkna bönnuð í Súdan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. maí 2020 09:40 Súdanskar konur mótmæla stöðu kvenna í Kartúm. EPA/MORWAN ALI Stjórnvöld í Súdan samþykktu í vikunni að banna umskurn á kynfærum kvenna. Umskurn telst nú refsivert athæfi og getur hver sem brýtur lögin átt yfir höfði sér þriggja ára fangelsisvist og sekt. Málið hefur lengi verið gagnrýnt og fagna baráttusamtök gegn umskurn og limlesti stúlkna og kvenna lögunum. Þá segir á vef Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna að breytingarnar marki tímamót í réttindamálum stúlkna í landinu. Samkvæmt gögnum frá Sameinuðu þjóðunum hafa nærri níu af hverjum tíu konum og stúlkum í Súdan verið limlestar á kynfærum. Umskurnin felur í sér að hluti eða öll ytri kynfæri kvenna eru fjarlægð og getur það valdið miklum heilsufarsvandamálum sem dæmi eru um að hafi dregið konur til dauða. Bráðabirgða- eða umskiptastjórn er við völd í Súdan en hún samþykkti breytingu á hegningarlögjöf landsins sem kveður á um að refsa skuli hverjum þeim sem limlesti kynfæri kvenna og stúlkna. Kynfæralimlestingar á stúlkum og konum eru enn stundaðar í minnst 27 ríkjum Afríku sem og í ríkjum Asíu og Mið-Austurlanda. Ástandið er einna verst í Egyptalandi og Súdan sem og Eþíópíu, Keníu, Búrkína Fasó, Nígeríu, Djibútí og Senegal. Ríkisstjórn Súdan tók við fyrir tæpu ári og í henni sitja herforingjar og umbótasinnar sem leiddu uppreisn sem leiddi til stjórnarfarsbreytinga í landinu. Stjórninni hefur verið falið það hlutverk að leiða umbætur í landinu í átt að lýðræði og undirbýr hún lýðræðislegar kosningar í landinu. Þá hefur stjórninni einnig verið falið það hlutverk að koma af stað aðgerðum sem leiða muni til umbóta, til dæmis banni á umskurn stúlkna og kvenna. Frá sjálfstæði hefur hver óstöðuga ríkisstjórnin á fætur annarri verið við völd, hvort sem það hafa verið herstjórnir eða einræðisstjórnir. Omar al-Bashir, fyrrverandi einræðisherra landsins sem steypt var af stóli í byrjun apríl 2019, hafði setið á valdastóli frá árinu 1989. Súdan Jafnréttismál Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Forsætisráðherra Súdan sýnt tilræði Forsætisráðherra Afríkuríkisins Súdan komst í dag lífs af eftir að árás var gerð á bílalest hans á leið um súdönsku höfuðborgina Kartúm. 9. mars 2020 19:37 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Stjórnvöld í Súdan samþykktu í vikunni að banna umskurn á kynfærum kvenna. Umskurn telst nú refsivert athæfi og getur hver sem brýtur lögin átt yfir höfði sér þriggja ára fangelsisvist og sekt. Málið hefur lengi verið gagnrýnt og fagna baráttusamtök gegn umskurn og limlesti stúlkna og kvenna lögunum. Þá segir á vef Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna að breytingarnar marki tímamót í réttindamálum stúlkna í landinu. Samkvæmt gögnum frá Sameinuðu þjóðunum hafa nærri níu af hverjum tíu konum og stúlkum í Súdan verið limlestar á kynfærum. Umskurnin felur í sér að hluti eða öll ytri kynfæri kvenna eru fjarlægð og getur það valdið miklum heilsufarsvandamálum sem dæmi eru um að hafi dregið konur til dauða. Bráðabirgða- eða umskiptastjórn er við völd í Súdan en hún samþykkti breytingu á hegningarlögjöf landsins sem kveður á um að refsa skuli hverjum þeim sem limlesti kynfæri kvenna og stúlkna. Kynfæralimlestingar á stúlkum og konum eru enn stundaðar í minnst 27 ríkjum Afríku sem og í ríkjum Asíu og Mið-Austurlanda. Ástandið er einna verst í Egyptalandi og Súdan sem og Eþíópíu, Keníu, Búrkína Fasó, Nígeríu, Djibútí og Senegal. Ríkisstjórn Súdan tók við fyrir tæpu ári og í henni sitja herforingjar og umbótasinnar sem leiddu uppreisn sem leiddi til stjórnarfarsbreytinga í landinu. Stjórninni hefur verið falið það hlutverk að leiða umbætur í landinu í átt að lýðræði og undirbýr hún lýðræðislegar kosningar í landinu. Þá hefur stjórninni einnig verið falið það hlutverk að koma af stað aðgerðum sem leiða muni til umbóta, til dæmis banni á umskurn stúlkna og kvenna. Frá sjálfstæði hefur hver óstöðuga ríkisstjórnin á fætur annarri verið við völd, hvort sem það hafa verið herstjórnir eða einræðisstjórnir. Omar al-Bashir, fyrrverandi einræðisherra landsins sem steypt var af stóli í byrjun apríl 2019, hafði setið á valdastóli frá árinu 1989.
Súdan Jafnréttismál Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Forsætisráðherra Súdan sýnt tilræði Forsætisráðherra Afríkuríkisins Súdan komst í dag lífs af eftir að árás var gerð á bílalest hans á leið um súdönsku höfuðborgina Kartúm. 9. mars 2020 19:37 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Forsætisráðherra Súdan sýnt tilræði Forsætisráðherra Afríkuríkisins Súdan komst í dag lífs af eftir að árás var gerð á bílalest hans á leið um súdönsku höfuðborgina Kartúm. 9. mars 2020 19:37