Hafþór ætlar að setja rosalegt heimsmet í beinni: „Þetta á ekki að vera hægt“ Sindri Sverrisson skrifar 30. apríl 2020 21:00 Hafþórs Júlíus Björnsson er bjartsýnn á að ná heimsmetinu á laugardaginn. MYND/STÖÐ 2 SPORT Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson ætlar að setja heimsmet í réttstöðulyftu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um kl. 17 á laugardaginn. Hafþór ætlar að lyfta rúmlega hálfu tonni í réttstöðulyftu fyrstur manna, eða nákvæmlega 501 kílói. Takist það útilokar hann ekki að reyna við enn meiri þyngd. Heimsmetið í réttstöðulyftu, með búnaði, er slétt 500 kíló og er í eigu Eddie Hall. Fylgst verður með tilraun Hafþórs um allan heim: „Ástæðan fyrir því að þetta er að fá svona mikla athygli er að þetta á ekki að vera hægt. Hann tók þetta einu sinni og menn voru í raun orðlausir. Þetta var mikið afrek þá, og það hafa aðrir reynt þetta án árangurs,“ segir Hafþór í Sportinu í dag. Hann hefur mest lyft 470 kílóum í réttstöðulyftu en er bjartsýnn á að heimsmetið falli á laugardaginn. „Ég reyndi þetta einu sinni, á annarri stöng og ekki með búnað, og þá náði ég vigtinni að hnjám. Vinstri löppin mín rann smá til hliðar og ég missti þetta niður. Ég er í mun betra formi núna, búinn að æfa stíft og jafnt, bara fyrir þetta, þannig að ég hef góða trú á þessu,“ segir Hafþór en nánar er rætt við hann hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Hafþór stefnir á heimsmet Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Aflraunir Sportið í dag Tengdar fréttir Hafþór Júlíus sigrar á Arnold Strongman Classic mótinu Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson sigraði á Arnold Strongman Classic-mótinu, sem fer fram í Columbus í Ohio. 8. mars 2020 12:55 Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sjá meira
Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson ætlar að setja heimsmet í réttstöðulyftu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um kl. 17 á laugardaginn. Hafþór ætlar að lyfta rúmlega hálfu tonni í réttstöðulyftu fyrstur manna, eða nákvæmlega 501 kílói. Takist það útilokar hann ekki að reyna við enn meiri þyngd. Heimsmetið í réttstöðulyftu, með búnaði, er slétt 500 kíló og er í eigu Eddie Hall. Fylgst verður með tilraun Hafþórs um allan heim: „Ástæðan fyrir því að þetta er að fá svona mikla athygli er að þetta á ekki að vera hægt. Hann tók þetta einu sinni og menn voru í raun orðlausir. Þetta var mikið afrek þá, og það hafa aðrir reynt þetta án árangurs,“ segir Hafþór í Sportinu í dag. Hann hefur mest lyft 470 kílóum í réttstöðulyftu en er bjartsýnn á að heimsmetið falli á laugardaginn. „Ég reyndi þetta einu sinni, á annarri stöng og ekki með búnað, og þá náði ég vigtinni að hnjám. Vinstri löppin mín rann smá til hliðar og ég missti þetta niður. Ég er í mun betra formi núna, búinn að æfa stíft og jafnt, bara fyrir þetta, þannig að ég hef góða trú á þessu,“ segir Hafþór en nánar er rætt við hann hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Hafþór stefnir á heimsmet Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Aflraunir Sportið í dag Tengdar fréttir Hafþór Júlíus sigrar á Arnold Strongman Classic mótinu Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson sigraði á Arnold Strongman Classic-mótinu, sem fer fram í Columbus í Ohio. 8. mars 2020 12:55 Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sjá meira
Hafþór Júlíus sigrar á Arnold Strongman Classic mótinu Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson sigraði á Arnold Strongman Classic-mótinu, sem fer fram í Columbus í Ohio. 8. mars 2020 12:55