„Stundum tölum við um Covid-byltinguna“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. apríl 2020 14:35 Hildur Ingvarsdóttir er skólameistari Tækniskólans. Mynd/Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans, telur að framhaldsskólarnir muni koma sterkari út úr kórónuveirufaraldrinum heldur en áður. Ástæðan er að stigin hafa verið stór skref í að nýta tæknilausnir til að efla kennslu. Hildur var ein af gestum daglegs upplýsingafundar almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins en áherslan í dag var lögð á skólamál. Hildur var þar fulltrúi framhaldsskólanna og sagði hún að framundan væri tímamót á mánudaginn þegar um 800 nemendur muni mæta í skólann á ný til þess að ljúka önninni. Búið er að klára flest allt bóklegt nám með fjarkennslu. „En svo eru ákveðnir þættir sem verða ekki gerðir við stofuborðið. Þar skortir yfirleitt rennibekki og málmsuðubása og gufupressur og vélsagir og fleira. Nú höfum við þá tækifæri til að hleypa nemendum inn til þess að klára þá þætti sem ekki verða gerðir heima fyrir og sjálfsögðu eftir stífustu reglum,“ sagði Hildur. Framhaldsskólar hafa verið lokaðir frá því að samkomubann var sett á en skólastarf hefur engu að síður haldið áfram. Sagði Hildur að nemendur og kennarar hafi verið einstaklega útsjónarsamir í að finna lausnir á því hvernig væri hægt að stunda námið áfram, og yfirleitt var það gert í gegnum tölvu. „Við höfum lært gríðarlega mikið á þessum öllu saman og eiginlega frá því að við fórum að hugsa þennan möguleika að kannski yrði skólum lokað, stundum tölum við um Covid-byltinguna í kennsluháttum,“ sagði Hildur. Hún fælist í að nýta sér tæknina, tækni sem hafi verið til staðar en ekki kannski nýtt til fulls. „Ég held að við höfum tekið stórt stökk á svipstundu við að nýta okkur tækni, tækni sem að var til en við vorum að nota mismikið en urðum að nota núna. Námið heyri ég, bæði í mínum skólum og frá öðrum skólameisturum framhaldsskóla landsins, hefur gengið vonum framar en að sjálfsögðu ekki vandkvæðalaust,“ sagði Hildur. Þetta myndi skila sér inn í skólastarf í framtíðinni. „Ég held að við verðum með öflugri framhaldsskóla vegna þess að við komum með alls konar hluti út úr þessu sem við getum tekið inn í áframhaldandi nám.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Sjá meira
Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans, telur að framhaldsskólarnir muni koma sterkari út úr kórónuveirufaraldrinum heldur en áður. Ástæðan er að stigin hafa verið stór skref í að nýta tæknilausnir til að efla kennslu. Hildur var ein af gestum daglegs upplýsingafundar almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins en áherslan í dag var lögð á skólamál. Hildur var þar fulltrúi framhaldsskólanna og sagði hún að framundan væri tímamót á mánudaginn þegar um 800 nemendur muni mæta í skólann á ný til þess að ljúka önninni. Búið er að klára flest allt bóklegt nám með fjarkennslu. „En svo eru ákveðnir þættir sem verða ekki gerðir við stofuborðið. Þar skortir yfirleitt rennibekki og málmsuðubása og gufupressur og vélsagir og fleira. Nú höfum við þá tækifæri til að hleypa nemendum inn til þess að klára þá þætti sem ekki verða gerðir heima fyrir og sjálfsögðu eftir stífustu reglum,“ sagði Hildur. Framhaldsskólar hafa verið lokaðir frá því að samkomubann var sett á en skólastarf hefur engu að síður haldið áfram. Sagði Hildur að nemendur og kennarar hafi verið einstaklega útsjónarsamir í að finna lausnir á því hvernig væri hægt að stunda námið áfram, og yfirleitt var það gert í gegnum tölvu. „Við höfum lært gríðarlega mikið á þessum öllu saman og eiginlega frá því að við fórum að hugsa þennan möguleika að kannski yrði skólum lokað, stundum tölum við um Covid-byltinguna í kennsluháttum,“ sagði Hildur. Hún fælist í að nýta sér tæknina, tækni sem hafi verið til staðar en ekki kannski nýtt til fulls. „Ég held að við höfum tekið stórt stökk á svipstundu við að nýta okkur tækni, tækni sem að var til en við vorum að nota mismikið en urðum að nota núna. Námið heyri ég, bæði í mínum skólum og frá öðrum skólameisturum framhaldsskóla landsins, hefur gengið vonum framar en að sjálfsögðu ekki vandkvæðalaust,“ sagði Hildur. Þetta myndi skila sér inn í skólastarf í framtíðinni. „Ég held að við verðum með öflugri framhaldsskóla vegna þess að við komum með alls konar hluti út úr þessu sem við getum tekið inn í áframhaldandi nám.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent