Auðjöfrar ósammála: Musk segir félagsforðun vera fasisma Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2020 11:27 Mark Zuckerberg og Elon Musk. Vísir/EPA Auðjöfurinn Elon Musk var harðorður gagnvart félagsforðun og útgöngubönnum vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar í samtali við fjárfesta og blaðamenn eftir útgáfu ársfjórðungsuppgjörs Tesla í gær. Meðal annars sagði hann það vera fasisma og ólýðræðislegt að skipa fólki að halda sér heima. Hann hefur sömuleiðis verið gagnrýninn á félagsforðun á samfélagsmiðlum og kallað eftir „frelsun“ Bandaríkjanna. „Að segja að þau geti ekki yfirgefið heimili sín og þau verði handtekin geri þau það, þetta er fasismi. Þetta er ekki lýðræði, þetta er ekki frelsi, gefið fólki djöfuls frelsi þeirra aftur,“ sagði Musk samkvæmt frétt Washington Post. Hann hélt því sömuleiðis fram að verið væri að fangelsa fólk ólöglega á heimilum þeirra. Musk þurfti að loka nýrri verksmiðju Tesla í Fremont í Kaliforníu á sama tíma og verið var að auka framleiðslu á Model Y, sem talið er að muni seljast mjög vel á næstu árum. Síðasti ársfjórðungur var sá þriðji í röð þar sem Tesla skilar hagnaði. Áður en hann hóf eldræðu sína gegn félagsforðun sagði hann það að ekki væri hægt að opna verksmiðjuna á nýjan leik vegna útgöngubanns í Fremont, vera alvarlega ógn gagnvart fyrirtækinu. Það útgöngubann var nýlega framlengt. Í kjölfar símtalsins í gær sneri Musk sér að Twitter þar sem hann sagði sjúkrahús í Kaliforníu hafa verið hálftóm undanfarnar vikur. Hér má sjá tístið þar sem hann kallaði eftir „frelsun“ Bandaríkjanna. Undir því svaraði hann konu sem sagði það hræðilegasta við faraldurinn vera hve auðveldlega Bandaríkjamenn hefðu gefið eftir frelsi sitt til spilltra pólitíkusa. „Satt,“ sagði auðjöfurinn. FREE AMERICA NOW— Elon Musk (@elonmusk) April 29, 2020 Bandaríkin eru það land sem hefur orðið hvað verst úti vegna faraldursins. Þar hafa minnst 1.040.488 manns greinst með nýju kórónuveiruna og minnst 60.999 hafa dáið. Sérfræðingur sem Washington Post ræddi við segir að 2020 hefði með réttu átt að vera ár Tesla. Grunnurinn hefði verið lagður að mjög góðu ári með aukinni framleiðslu og aukinni sölu. Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hafi komið í veg fyrir það og því taldi umræddur sérfræðingur skiljanlegt að Musk væri reiður. Zuckerberg hefur áhyggjur Mark Zuckerberg, einn stofnanda og forstjóri Facebook, tók þátt í samskonar símtali og Musk í gær. Hann var hins vegar á öndverðum meiði og Musk og sagðist hafa áhyggjur af tilslökunum á félagsforðun og að mögulega væri verið að gera það of snemma. Önnur útbreiðsla smita gæti hæft slæm og langvarandi áhrif á bæði heilsu fólks og stöðu fyrirtækja, samkvæmt Business Insider. Zuckerberg sagðist einnig óttast að áhrif faraldursins myndu vara lengur en fólk áttaði sig á. Forsvarsmenn Facebook sögðu faraldurinn hafa komið verulega niður á auglýsingatekjum samfélagsmiðla fyrirtækisins. Hins vegar fjölgaði notendum verulega. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tesla Facebook Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Sjá meira
Auðjöfurinn Elon Musk var harðorður gagnvart félagsforðun og útgöngubönnum vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar í samtali við fjárfesta og blaðamenn eftir útgáfu ársfjórðungsuppgjörs Tesla í gær. Meðal annars sagði hann það vera fasisma og ólýðræðislegt að skipa fólki að halda sér heima. Hann hefur sömuleiðis verið gagnrýninn á félagsforðun á samfélagsmiðlum og kallað eftir „frelsun“ Bandaríkjanna. „Að segja að þau geti ekki yfirgefið heimili sín og þau verði handtekin geri þau það, þetta er fasismi. Þetta er ekki lýðræði, þetta er ekki frelsi, gefið fólki djöfuls frelsi þeirra aftur,“ sagði Musk samkvæmt frétt Washington Post. Hann hélt því sömuleiðis fram að verið væri að fangelsa fólk ólöglega á heimilum þeirra. Musk þurfti að loka nýrri verksmiðju Tesla í Fremont í Kaliforníu á sama tíma og verið var að auka framleiðslu á Model Y, sem talið er að muni seljast mjög vel á næstu árum. Síðasti ársfjórðungur var sá þriðji í röð þar sem Tesla skilar hagnaði. Áður en hann hóf eldræðu sína gegn félagsforðun sagði hann það að ekki væri hægt að opna verksmiðjuna á nýjan leik vegna útgöngubanns í Fremont, vera alvarlega ógn gagnvart fyrirtækinu. Það útgöngubann var nýlega framlengt. Í kjölfar símtalsins í gær sneri Musk sér að Twitter þar sem hann sagði sjúkrahús í Kaliforníu hafa verið hálftóm undanfarnar vikur. Hér má sjá tístið þar sem hann kallaði eftir „frelsun“ Bandaríkjanna. Undir því svaraði hann konu sem sagði það hræðilegasta við faraldurinn vera hve auðveldlega Bandaríkjamenn hefðu gefið eftir frelsi sitt til spilltra pólitíkusa. „Satt,“ sagði auðjöfurinn. FREE AMERICA NOW— Elon Musk (@elonmusk) April 29, 2020 Bandaríkin eru það land sem hefur orðið hvað verst úti vegna faraldursins. Þar hafa minnst 1.040.488 manns greinst með nýju kórónuveiruna og minnst 60.999 hafa dáið. Sérfræðingur sem Washington Post ræddi við segir að 2020 hefði með réttu átt að vera ár Tesla. Grunnurinn hefði verið lagður að mjög góðu ári með aukinni framleiðslu og aukinni sölu. Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hafi komið í veg fyrir það og því taldi umræddur sérfræðingur skiljanlegt að Musk væri reiður. Zuckerberg hefur áhyggjur Mark Zuckerberg, einn stofnanda og forstjóri Facebook, tók þátt í samskonar símtali og Musk í gær. Hann var hins vegar á öndverðum meiði og Musk og sagðist hafa áhyggjur af tilslökunum á félagsforðun og að mögulega væri verið að gera það of snemma. Önnur útbreiðsla smita gæti hæft slæm og langvarandi áhrif á bæði heilsu fólks og stöðu fyrirtækja, samkvæmt Business Insider. Zuckerberg sagðist einnig óttast að áhrif faraldursins myndu vara lengur en fólk áttaði sig á. Forsvarsmenn Facebook sögðu faraldurinn hafa komið verulega niður á auglýsingatekjum samfélagsmiðla fyrirtækisins. Hins vegar fjölgaði notendum verulega.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tesla Facebook Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Sjá meira