Banna Hezbollah í Þýskalandi Samúel Karl Ólason og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 30. apríl 2020 09:08 Lögreglumaður stendur vörð við stað þar sem húsleit var gerð í morgun. AP/Christoph Soeder Þjóðverjar tilkynntu í morgun að héðan í frá yrðu Hezbollah samtökin bönnuð þar í landi og hafa þau verið skilgreind sem hryðjuverkasamtök. Þetta tilkynnti innanríkisráðherra Þjóðverja nú í morgun um leið og lögregla fór í húsleit í nokkrum moskum í fjórum borgum Þýskalands. Öryggislögreglan í Þýskalandi telur að rúmlega eitt þúsund manns taki þátt í starfsemi Hezbollah í Þýskalandi. Ákvörðun Þjóðverja kemur eftir þrýsting frá Ísrael og Bandaríkjamönnum en hingað til höfðu Þjóðverjar gert greinarmun á stjórnmálaarmi samtakanna og hersveita þeirra, sem meðal annars hafa barist með Assad forseta Sýrlands í borgarastríðinu þar í landi. Hezbollah styður einnig náið við bakið á Hassan Diab, forsætisráðherra Líbanon, sem tók við völdum í janúar og njóta samtökin stuðnings Íran. Breytingin felur í sér að merki Hezbollah eru bönnuð á samkomum og í fjölmiðlum. Þar að auki getur þýska ríkið lagt hald á eigur samtakanna. Yfirvöld Bretlands gripu til samskonar aðgerða í febrúar í fyrra. Evrópusambandið bannaði hernaðararm Hezbolla árið 2013 en ekki stjórnmálaarm samtakanna. Reuters fréttaveitan hefur eftir Israel Katz, utanríkisráðherra Ísrael, að um mikilvæga ákvörðun sé að ræða. „Ég kalla á önnur ríki Evrópu og Evrópusambandið að gera hið sama. Allir hlutar Hezbollah eru hryðjuverkasamtök og koma á fram við þá eftir því,“ sagði Katz. Þýskaland Sýrland Líbanon Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Þjóðverjar tilkynntu í morgun að héðan í frá yrðu Hezbollah samtökin bönnuð þar í landi og hafa þau verið skilgreind sem hryðjuverkasamtök. Þetta tilkynnti innanríkisráðherra Þjóðverja nú í morgun um leið og lögregla fór í húsleit í nokkrum moskum í fjórum borgum Þýskalands. Öryggislögreglan í Þýskalandi telur að rúmlega eitt þúsund manns taki þátt í starfsemi Hezbollah í Þýskalandi. Ákvörðun Þjóðverja kemur eftir þrýsting frá Ísrael og Bandaríkjamönnum en hingað til höfðu Þjóðverjar gert greinarmun á stjórnmálaarmi samtakanna og hersveita þeirra, sem meðal annars hafa barist með Assad forseta Sýrlands í borgarastríðinu þar í landi. Hezbollah styður einnig náið við bakið á Hassan Diab, forsætisráðherra Líbanon, sem tók við völdum í janúar og njóta samtökin stuðnings Íran. Breytingin felur í sér að merki Hezbollah eru bönnuð á samkomum og í fjölmiðlum. Þar að auki getur þýska ríkið lagt hald á eigur samtakanna. Yfirvöld Bretlands gripu til samskonar aðgerða í febrúar í fyrra. Evrópusambandið bannaði hernaðararm Hezbolla árið 2013 en ekki stjórnmálaarm samtakanna. Reuters fréttaveitan hefur eftir Israel Katz, utanríkisráðherra Ísrael, að um mikilvæga ákvörðun sé að ræða. „Ég kalla á önnur ríki Evrópu og Evrópusambandið að gera hið sama. Allir hlutar Hezbollah eru hryðjuverkasamtök og koma á fram við þá eftir því,“ sagði Katz.
Þýskaland Sýrland Líbanon Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira