Lýsir ekki yfir neyðarástandi en gefur grímur Samúel Karl Ólason skrifar 2. apríl 2020 11:06 Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, með grímu. Hann vill gefa öllum heimilum í Japan tvær svona grímur. AP/Yoshitaka Sugawara Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, er andsnúinn því að lýsa yfir neyðarástandi þar í landi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Þó áköll eftir því verði sífellt háværari hefur Abe staðið fast á sínu. Í dag hefur forsætisráðherrann orðið fyrir mikilli gagnrýni fyrir að gefa öllum heimilum Japan tvær andlitsgrímur. Staðfestum smitum í Japan hefur fjölgað töluvert á undanförnum dögum. Samkvæmt frétt Reuters hafa sérfræðingar varað við því að landið sé að nálgast hættuástand og þá sérstaklega í Tókíó. Rúmlega 2.500 hafa greinst með veiruna og 71 hefur dáið. Síðasta sólarhringinn greindust 97 ný tilfelli í Tókýó en þau hafa aldrei verið fleiri. Sjálfur sagði Abe í gær að Japan héldi rétt svo velli gegn veirunni. Þrátt fyrir það hefur hann ekki viljað lýsa yfir neyðarástandi, sem gæfi yfirvöldum völd til þess að skikka fólk til að halda sig heima, loka skólum og grípa til annarra aðgerða. Þess í stað tilkynnti Abe að öllum heimilum Japan yrði gefnar tvær andlitsgrímur sem hægt væri að þvo í þvotti. Þær verða sendar út í þar næstu viku og fyrst til svæða þar sem veiran hefur greinst. Framtakið hefur verið harðlega gagnrýnt á samfélagsmiðlum í Japan og er sagt vera sóun á almannafé. Sérfræðingaráð ríkisstjórnarinnar varaði við því í gær að heilbrigðiskerfi Japan gæti hrunið ef fjölgun smita í þéttbýli verði ekki stöðvuð. Ráðið ítrekaði að fólk þyrfti að stunda félagsforðun og sagði að grípa þyrfti til aðgerða til að styðja við bakið á heilbrigðiskerfinu. Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Sjá meira
Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, er andsnúinn því að lýsa yfir neyðarástandi þar í landi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Þó áköll eftir því verði sífellt háværari hefur Abe staðið fast á sínu. Í dag hefur forsætisráðherrann orðið fyrir mikilli gagnrýni fyrir að gefa öllum heimilum Japan tvær andlitsgrímur. Staðfestum smitum í Japan hefur fjölgað töluvert á undanförnum dögum. Samkvæmt frétt Reuters hafa sérfræðingar varað við því að landið sé að nálgast hættuástand og þá sérstaklega í Tókíó. Rúmlega 2.500 hafa greinst með veiruna og 71 hefur dáið. Síðasta sólarhringinn greindust 97 ný tilfelli í Tókýó en þau hafa aldrei verið fleiri. Sjálfur sagði Abe í gær að Japan héldi rétt svo velli gegn veirunni. Þrátt fyrir það hefur hann ekki viljað lýsa yfir neyðarástandi, sem gæfi yfirvöldum völd til þess að skikka fólk til að halda sig heima, loka skólum og grípa til annarra aðgerða. Þess í stað tilkynnti Abe að öllum heimilum Japan yrði gefnar tvær andlitsgrímur sem hægt væri að þvo í þvotti. Þær verða sendar út í þar næstu viku og fyrst til svæða þar sem veiran hefur greinst. Framtakið hefur verið harðlega gagnrýnt á samfélagsmiðlum í Japan og er sagt vera sóun á almannafé. Sérfræðingaráð ríkisstjórnarinnar varaði við því í gær að heilbrigðiskerfi Japan gæti hrunið ef fjölgun smita í þéttbýli verði ekki stöðvuð. Ráðið ítrekaði að fólk þyrfti að stunda félagsforðun og sagði að grípa þyrfti til aðgerða til að styðja við bakið á heilbrigðiskerfinu.
Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Sjá meira