Logi Ólafs: Á minni samvisku að feðgarnir spiluðu aldrei saman landsleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2020 10:30 Arnór Guðjohnsen kyssir son sinn Eið Smára Guðjohnsen um leið og hann fer útaf fyrir hann. Skjámynd/Youtube Knattspyrnuþjálfarinn Logi Ólafsson var gestur Ríkharðs Guðnasonar í Sportinu í kvöld á Stöð 2 Sport í gær og fór þar yfir langan og glæsilegan þjálfaraferil sinn. Logi ræddi meðal annars landsliðsþjálfarastarfið og þá sérstaklega ákvörðun sem hann tók í Tallin í Eistlandi 24. apríl 1996. Logi valdi þá feðgana Arnór Guðjohnsen og Eið Smára Guðjohnsen í landsliðshópinn. Arnór var í byrjunarliðinu en Eiður Smári á bekknum. Á 62. mínútu kallaði Logi á Eið Smára og sendi hann inn á völlinn. Hann ákvað hins vegar að skipta honum inn á fyrir pabba sinn. „Ég er reyndar með það á samviskunni að láta þá aldrei spila saman í alvöru landsleik,“ sagði Logi Ólafsson við Ríkharð í Sportinu í kvöld á Stöð 2 Sport í gær. Ísland fékk tækifæri til að skrifa knattspyrnusöguna því aldrei áður höfðu feðgar spilað saman í alvöru landsleik. Fréttin um leikinn og skiptinguna í DV daginn eftir.Skjámynd/DV Arnór Guðjohnsen var þarna leikmaður Örebro SK í Svíþjóð og að spila sinn 65. A-landsleik á ferlinum. Eiður Smári var aftur á móti kominn til hollenska liðsins PSV Eindhoven og var að spila sinn fyrsta landsleik. „Það gerðist nú bara þannig að við vildum hafa þetta þannig að fyrsti landsleikur þeirra saman væri á Íslandi. Hann kom inn á fyrir pabba sinn á móti Eistlandi. Síðan ákveður KSÍ það að Eiður eigi að fara með undir átján ára landsliði Íslands til Írlands,“ sagði Logi Ólafsson. Þar gripu örlögin í taumana og Logi fékk ekki tækifæri til að velja Eið Smára í næsta verkefni. „Þar ökklabrotnar Eiður og var frá knattspyrnu í nokkur ár. Þá var Arnór fallinn á tíma. Því miður. Þetta var leiðinlegt og það er stundum erfitt að sjá ekki fyrir óorna hluti því þá lendur maður í svona,“ sagði Logi eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Logi: Vildum að fyrsti landsleikur þeirra saman væri á Íslandi Arnór Guðjohnsen lék sinn 73. og síðasta A-landsleik á Laugardalsvellinum 11.október 1997 og skoraði þá sitt fjórtánda mark fyrir landsliðið í sigri á Liechtenstein. Næsti landsleikur Eiðs Smára var hins vegar ekki fyrr tæpum tveimur árum síðar eða á móti Andorra á Laugardalsvellinum 4. september 1999. Eiður Smári kom þá inn á sem varamaður og skoraði. Eiður Smári var þá kominn aftur af stað en nú hjá enska liðinu Bolton. watch on YouTube Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Sjá meira
Knattspyrnuþjálfarinn Logi Ólafsson var gestur Ríkharðs Guðnasonar í Sportinu í kvöld á Stöð 2 Sport í gær og fór þar yfir langan og glæsilegan þjálfaraferil sinn. Logi ræddi meðal annars landsliðsþjálfarastarfið og þá sérstaklega ákvörðun sem hann tók í Tallin í Eistlandi 24. apríl 1996. Logi valdi þá feðgana Arnór Guðjohnsen og Eið Smára Guðjohnsen í landsliðshópinn. Arnór var í byrjunarliðinu en Eiður Smári á bekknum. Á 62. mínútu kallaði Logi á Eið Smára og sendi hann inn á völlinn. Hann ákvað hins vegar að skipta honum inn á fyrir pabba sinn. „Ég er reyndar með það á samviskunni að láta þá aldrei spila saman í alvöru landsleik,“ sagði Logi Ólafsson við Ríkharð í Sportinu í kvöld á Stöð 2 Sport í gær. Ísland fékk tækifæri til að skrifa knattspyrnusöguna því aldrei áður höfðu feðgar spilað saman í alvöru landsleik. Fréttin um leikinn og skiptinguna í DV daginn eftir.Skjámynd/DV Arnór Guðjohnsen var þarna leikmaður Örebro SK í Svíþjóð og að spila sinn 65. A-landsleik á ferlinum. Eiður Smári var aftur á móti kominn til hollenska liðsins PSV Eindhoven og var að spila sinn fyrsta landsleik. „Það gerðist nú bara þannig að við vildum hafa þetta þannig að fyrsti landsleikur þeirra saman væri á Íslandi. Hann kom inn á fyrir pabba sinn á móti Eistlandi. Síðan ákveður KSÍ það að Eiður eigi að fara með undir átján ára landsliði Íslands til Írlands,“ sagði Logi Ólafsson. Þar gripu örlögin í taumana og Logi fékk ekki tækifæri til að velja Eið Smára í næsta verkefni. „Þar ökklabrotnar Eiður og var frá knattspyrnu í nokkur ár. Þá var Arnór fallinn á tíma. Því miður. Þetta var leiðinlegt og það er stundum erfitt að sjá ekki fyrir óorna hluti því þá lendur maður í svona,“ sagði Logi eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Logi: Vildum að fyrsti landsleikur þeirra saman væri á Íslandi Arnór Guðjohnsen lék sinn 73. og síðasta A-landsleik á Laugardalsvellinum 11.október 1997 og skoraði þá sitt fjórtánda mark fyrir landsliðið í sigri á Liechtenstein. Næsti landsleikur Eiðs Smára var hins vegar ekki fyrr tæpum tveimur árum síðar eða á móti Andorra á Laugardalsvellinum 4. september 1999. Eiður Smári kom þá inn á sem varamaður og skoraði. Eiður Smári var þá kominn aftur af stað en nú hjá enska liðinu Bolton. watch on YouTube
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Sjá meira