Hundrað ár síðan að „Ísland“ vann Ólympíugull Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2020 11:00 Fyrstu Ólympíumeistararnir í íshokkí sem voru „íslensku“ Fálkarnir frá Winnipeg í Manitoba fylki í Kanada. Mynd/The Winnipeg Falcons Ísland hefur vissulega aldrei unnið til gullverðlauna á Ólympíuleikum en lið skipað Vestur-Íslendingum vann hins vegar Ólympíugull á leikunum í Antwerpen í Belgíu árið 1920. Vestur-Íslendingarnir hjálpuðu þá Kanada þá að vinna fyrsta Ólympíumeistaratitilinn í íshokkí. Keppnin fór þá fram á sumarleikunum og er eina íshokkíkeppni sögunnar sem var ekki á vetrarólympíuleikunum. Fálkarnir frá Winnipeg voru skipaðir leikmönnum af annarri kynslóð Vestur-Íslendinga en þeir áttu allir íslenska foreldra. Allir leikmenn liðsins voru þannig ættaðir frá Íslandi fyrir utan einn kanadískan varamann. Today marks 100 years since the Winnipeg Falcons won gold during the first Olympic ice hockey tournament! #DYK that the team was was made up almost solely of players of Icelandic heritage? Learn more with our article: https://t.co/JIrneykZRa— CanadianEncyclopedia (@CdnEncyclopedia) April 26, 2020 Liðið var skipað vinum sem komu úr litlu samfélagi Vestur-Íslendinga en þeim var meinað að taka þátt í aðalíshokkídeild Winnipeg. Það er eina aðalástæðan fyrir því að það voru nær eingöngu afkomendur Vestur-Íslendinga í þessu liði. Þjálfari Fálkanna var síðan Íslendingurinn Guðmundur Sigurjónsson, Gordon Sigurjonsson, sem hafði farið fyrir hönd Íslands á leikana í London 2008 þar sem hann og fleiri sýndu íslenska glímu. Þrátt fyrir að fá ekki að spila með öðrum liðum vegna ætternis síns þá gáfu þeir næstum því allir kost á sér í kanadíska herinn. Sjö af átta leikmönnum Fálkanna börðust í fyrri heimsstyrjöldinni og tveir leikmenn létust í stríðinu. Hinir snéru til baka og settu liðið aftur saman. #DYK the Winnipeg Falcons lost two teammates during the First World War? #OnThisDay in 1920, the team won the first gold medal in Olympic hockey. Watch their #HeritageMinute today: pic.twitter.com/Vb69jACAh6— Historica Canada (@HistoricaCanada) April 26, 2020 Íslenska liðið var frábært og stóð uppi sem sigurvegari í Allan-bikarnum tímabilið 1919-20 sem var kanadíska meistaramótið. Fyrir vikið fóru þeir til Antwerpen sem fulltrúar Kanada. Lykilsigur „íslenska“ liðsins var á móti því bandaríska í undanúrslitunum en hann unnu Fálkarnir 2-0 með mörkum Frank Fredrickson og Konrad Johannesson. Winnipeg Fálkarnir unnu annars alla leiki sína á Ólympíuleikunum þar af 12-1 sigur á Svíum í úrslitaleiknum. Mörk „íslenska“ liðsins í úrslitaleiknum skoruðu þeir Frank Fredrickson (7), Haldor Halderson (2), Chris Fridfinnson, Magnus Goodman og Robert Benson. Auk þerra voru í liðinu þeir Walter Byron (markvörður), Konrad Johannesson og Allan Woodman. Frank Fredrickson [Sigurður Franklín Friðriksson] sem skoraði 12 mörk og Haldor Halderson [Halldór Halldórsson] sem skoraði 9 mörk voru þannig með 21 af 29 marki liðsins á leikunum í Antwerpen.bÞeir áttu báðir eftir að vinna Stanley bikarinn með liði Victoria Cougars og Frank Fredrickson er í heiðurshöllinni. Today we remember an incredible achievement in Canada s @Olympics history. 100yrs ago today the Winnipeg Falcons won the 1st ever Gold Medal in Hockey. We are the original Olympic Ice Hockey champions! Learn more about this amazing story>> https://t.co/duTsWRWr6I #WinnipegFalcons pic.twitter.com/tp1axYKkHJ— Mayor Brian Bowman (@Mayor_Bowman) April 26, 2020 Sigurður Franklin Friðriksson, Frank Fredrickson, var fyrirliði liðsins og aðalmarkaskorari. Hann var sonur Jóns Vídalíns Friðrikssonar (1867-1922) og Guðlaugar Snjólflínu Sigurðardóttur (1861-1928). Á leið sinni heim til Kanada eftir Ólympíuleikana þá stoppaði hann á Íslandi og tók þátt í tilraunaflugi þá nýstofnaðs Flugfélag Íslands. Hann varð einnig Íslandsmeistari í kúluvarpi áður en hann fór aftur til Kanada. 100 years ago today the Winnipeg Falcons made Olympic history, winning the first gold medal in hockey. A special message from Tom Renney: @hockeymanitoba | @TeamCanada | @Molson_Canadian pic.twitter.com/TXa2mNJMkm— Hockey Canada (@HockeyCanada) April 26, 2020 Íshokkí Ólympíuleikar Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Enski boltinn Fleiri fréttir Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Sjá meira
Ísland hefur vissulega aldrei unnið til gullverðlauna á Ólympíuleikum en lið skipað Vestur-Íslendingum vann hins vegar Ólympíugull á leikunum í Antwerpen í Belgíu árið 1920. Vestur-Íslendingarnir hjálpuðu þá Kanada þá að vinna fyrsta Ólympíumeistaratitilinn í íshokkí. Keppnin fór þá fram á sumarleikunum og er eina íshokkíkeppni sögunnar sem var ekki á vetrarólympíuleikunum. Fálkarnir frá Winnipeg voru skipaðir leikmönnum af annarri kynslóð Vestur-Íslendinga en þeir áttu allir íslenska foreldra. Allir leikmenn liðsins voru þannig ættaðir frá Íslandi fyrir utan einn kanadískan varamann. Today marks 100 years since the Winnipeg Falcons won gold during the first Olympic ice hockey tournament! #DYK that the team was was made up almost solely of players of Icelandic heritage? Learn more with our article: https://t.co/JIrneykZRa— CanadianEncyclopedia (@CdnEncyclopedia) April 26, 2020 Liðið var skipað vinum sem komu úr litlu samfélagi Vestur-Íslendinga en þeim var meinað að taka þátt í aðalíshokkídeild Winnipeg. Það er eina aðalástæðan fyrir því að það voru nær eingöngu afkomendur Vestur-Íslendinga í þessu liði. Þjálfari Fálkanna var síðan Íslendingurinn Guðmundur Sigurjónsson, Gordon Sigurjonsson, sem hafði farið fyrir hönd Íslands á leikana í London 2008 þar sem hann og fleiri sýndu íslenska glímu. Þrátt fyrir að fá ekki að spila með öðrum liðum vegna ætternis síns þá gáfu þeir næstum því allir kost á sér í kanadíska herinn. Sjö af átta leikmönnum Fálkanna börðust í fyrri heimsstyrjöldinni og tveir leikmenn létust í stríðinu. Hinir snéru til baka og settu liðið aftur saman. #DYK the Winnipeg Falcons lost two teammates during the First World War? #OnThisDay in 1920, the team won the first gold medal in Olympic hockey. Watch their #HeritageMinute today: pic.twitter.com/Vb69jACAh6— Historica Canada (@HistoricaCanada) April 26, 2020 Íslenska liðið var frábært og stóð uppi sem sigurvegari í Allan-bikarnum tímabilið 1919-20 sem var kanadíska meistaramótið. Fyrir vikið fóru þeir til Antwerpen sem fulltrúar Kanada. Lykilsigur „íslenska“ liðsins var á móti því bandaríska í undanúrslitunum en hann unnu Fálkarnir 2-0 með mörkum Frank Fredrickson og Konrad Johannesson. Winnipeg Fálkarnir unnu annars alla leiki sína á Ólympíuleikunum þar af 12-1 sigur á Svíum í úrslitaleiknum. Mörk „íslenska“ liðsins í úrslitaleiknum skoruðu þeir Frank Fredrickson (7), Haldor Halderson (2), Chris Fridfinnson, Magnus Goodman og Robert Benson. Auk þerra voru í liðinu þeir Walter Byron (markvörður), Konrad Johannesson og Allan Woodman. Frank Fredrickson [Sigurður Franklín Friðriksson] sem skoraði 12 mörk og Haldor Halderson [Halldór Halldórsson] sem skoraði 9 mörk voru þannig með 21 af 29 marki liðsins á leikunum í Antwerpen.bÞeir áttu báðir eftir að vinna Stanley bikarinn með liði Victoria Cougars og Frank Fredrickson er í heiðurshöllinni. Today we remember an incredible achievement in Canada s @Olympics history. 100yrs ago today the Winnipeg Falcons won the 1st ever Gold Medal in Hockey. We are the original Olympic Ice Hockey champions! Learn more about this amazing story>> https://t.co/duTsWRWr6I #WinnipegFalcons pic.twitter.com/tp1axYKkHJ— Mayor Brian Bowman (@Mayor_Bowman) April 26, 2020 Sigurður Franklin Friðriksson, Frank Fredrickson, var fyrirliði liðsins og aðalmarkaskorari. Hann var sonur Jóns Vídalíns Friðrikssonar (1867-1922) og Guðlaugar Snjólflínu Sigurðardóttur (1861-1928). Á leið sinni heim til Kanada eftir Ólympíuleikana þá stoppaði hann á Íslandi og tók þátt í tilraunaflugi þá nýstofnaðs Flugfélag Íslands. Hann varð einnig Íslandsmeistari í kúluvarpi áður en hann fór aftur til Kanada. 100 years ago today the Winnipeg Falcons made Olympic history, winning the first gold medal in hockey. A special message from Tom Renney: @hockeymanitoba | @TeamCanada | @Molson_Canadian pic.twitter.com/TXa2mNJMkm— Hockey Canada (@HockeyCanada) April 26, 2020
Íshokkí Ólympíuleikar Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Enski boltinn Fleiri fréttir Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Sjá meira