Enginn nýr ökumaður hefur komið út í umferðina í samkomubanni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 25. apríl 2020 14:00 Lítið hefur verið að gera hjá ökukennurum frá því að samkomubann var sett á. Það gæti hins vegar snúist við þegar samkomubanni verður aflétt. Vísir/Jóhann K. Enginn nýr ökumaður hefur komið út í umferðina frá því samkomubann var sett á. Björgvin Þór Guðnason,formaður Ökukennarafélagsins, segir uppsafnaða þörf mikla og að líklega verði brjálað að gera þegar höftum verði aflétt. Um tvö hundruð og fimmtíu ökukennarar sem starfa hér á landi hafa ekki farið varhluta af þeim hömlum sem hafa verið í íslensku þjóðfélagi síðustu vikur. Frá 16. mars hafa ökukennarar ekki getað sinnt starfi sínu.„Það er bara allt lokað hjá okkur. Við tökum þátt í þessu og höldum okkur bara heima,“ segir Björgvin. Um fimmþúsund og fimm hundruð ökunemar þreyta ökupróf á ári hverju. Frá því að samkomutakmarkanir voru settar á hefur enginn nýr ökumaður komið á göturnar. Klippa: Enginn nýr ökumaður hefur komið út í umferðina í samkomubanni Uppsöfnuð þörf fyrir að komast í verklegt ökupróf mikil „Það hefur safnast upp því að bóklegu prófin þau hafa getað haldið áfram á mörgum stöðum, þar sem hægt hefur verið að halda þessari tveggja metra fjarlægð. Þannig að það er að safnast upp heilmikið af ökunemum sem eru búnir með skriflega prófið og þurfa að komast í verklegt próf,“ segir Björgvin. Þar af leiðandi er líklegt að álag eigi eftir að skapast hjá ökukennurum og prófdeild Frumhelja þegar óþreyjufullir ökunemar vilja komast undir stýri. Björgvin Þór Guðnason, formaður Ökukennarafélags Íslands.Vísir/Jóhann K. Ökukennarar hafa orðið fyrir tekjuskerðinu í samkomubanni Björgvin segir marga ökukennara í hlutastarfi en þó séu þeir fjölmargir í fullu starfi sem hafa verið tekjulausir núna í nokkrar vikur. „Það auðvitað færist til álagið. Krakkarnir sem eru að taka prófin þurfa að taka próf og taka flest próf í sumar. Þannig að það má segja að við séum að taka sumarfríið svolítið snemma þetta árið,“ segir Björgin. Björgvin segir að þar sem búið sé að ákveða að slaka á takmörkunum 4. maí geti ökukennarar tekið aftur til starfa. „Þannig að á von á því bara núna að strax í þessari viku að þá verði hægt að bóka í verkleg próf að nýju. Þannig að þeir nemendur setja sig bara í samband við sína kennara,“ segir Björgvin. Umferðaröryggi Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samgöngur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Enginn nýr ökumaður hefur komið út í umferðina frá því samkomubann var sett á. Björgvin Þór Guðnason,formaður Ökukennarafélagsins, segir uppsafnaða þörf mikla og að líklega verði brjálað að gera þegar höftum verði aflétt. Um tvö hundruð og fimmtíu ökukennarar sem starfa hér á landi hafa ekki farið varhluta af þeim hömlum sem hafa verið í íslensku þjóðfélagi síðustu vikur. Frá 16. mars hafa ökukennarar ekki getað sinnt starfi sínu.„Það er bara allt lokað hjá okkur. Við tökum þátt í þessu og höldum okkur bara heima,“ segir Björgvin. Um fimmþúsund og fimm hundruð ökunemar þreyta ökupróf á ári hverju. Frá því að samkomutakmarkanir voru settar á hefur enginn nýr ökumaður komið á göturnar. Klippa: Enginn nýr ökumaður hefur komið út í umferðina í samkomubanni Uppsöfnuð þörf fyrir að komast í verklegt ökupróf mikil „Það hefur safnast upp því að bóklegu prófin þau hafa getað haldið áfram á mörgum stöðum, þar sem hægt hefur verið að halda þessari tveggja metra fjarlægð. Þannig að það er að safnast upp heilmikið af ökunemum sem eru búnir með skriflega prófið og þurfa að komast í verklegt próf,“ segir Björgvin. Þar af leiðandi er líklegt að álag eigi eftir að skapast hjá ökukennurum og prófdeild Frumhelja þegar óþreyjufullir ökunemar vilja komast undir stýri. Björgvin Þór Guðnason, formaður Ökukennarafélags Íslands.Vísir/Jóhann K. Ökukennarar hafa orðið fyrir tekjuskerðinu í samkomubanni Björgvin segir marga ökukennara í hlutastarfi en þó séu þeir fjölmargir í fullu starfi sem hafa verið tekjulausir núna í nokkrar vikur. „Það auðvitað færist til álagið. Krakkarnir sem eru að taka prófin þurfa að taka próf og taka flest próf í sumar. Þannig að það má segja að við séum að taka sumarfríið svolítið snemma þetta árið,“ segir Björgin. Björgvin segir að þar sem búið sé að ákveða að slaka á takmörkunum 4. maí geti ökukennarar tekið aftur til starfa. „Þannig að á von á því bara núna að strax í þessari viku að þá verði hægt að bóka í verkleg próf að nýju. Þannig að þeir nemendur setja sig bara í samband við sína kennara,“ segir Björgvin.
Umferðaröryggi Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samgöngur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira