Í lífshættu eftir grófa líkamsárás í gærkvöldi: Lögregla hefur áhyggjur af þróuninni Nadine Guðrún Yaghi skrifar 24. apríl 2020 18:30 Fjórir eru í haldi lögreglu vegna meintra árása vísir/jóhannk Karlmaður á fimmtugsaldri er nú í lífshættu með mikla höfuðáverka eftir grófa líkamsárás í Kópavogi í gærkvöldi. Þá er unglingspiltur á spítala eftir að hafa verið stunginn tvisvar í lífshættulegri árás í gær. Yfirlögregluþjónn hefur áhyggjur af fjölda alvarlegra mála og segir ekki útilokað að það tengist ástandinu vegna kórónuveirunnar. Fjórir eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna meintra árása sem eiga það sameiginlegt að vera mjög alvarlegar og lífshættulegar. „Síðasti sólarhringur hefur verið okkur frekar erfiður. Annars vegar er það atvik þar sem að er ráðist að ungum pilti og hann er stunginn með hníf tveimur stungum og viðkomandi var fluttur á sjúkrahús,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ungi maðurinn, sem er 17 ára, er nú á batavegi en árásin sem átti sér stað í Breiðholti. Ungur maður er í haldi vegna málsins og hafa yfirheyrslur farið fram í dag. Þá var ráðist á karlmann á sextugsaldri á heimili hans í Kópavogi í gærkvöldi. „Og honum veittir lífshættulegir áverkar og eins og staðan er núna er viðkomandi ennþá í lífshættu. Við erum með þrjá einstaklinga í haldi tengt þeirri rannsókn og það hafa yfirheyrslur verið í gangi í allan dag og vinna í málinu, bæði tæknivinna og annað. Bæði þessi mál eru þess eðlis að ég útiloka bara alls ekki að það verði farið fram á gæsluvarðhald. Mér finnst það frekar líklegt miðað við hvernig þetta lítur út,“ segir Karl Steinar. Hann geti þó ekki gefið það upp að svo stöddu hve margir verðir leiddir fyrir dómara. Það muni skýrast með kvöldinu. Karl Steinar segir að síðustu vikur hafi óvenju mikið af alvarlegum árásum átt sér stað. Hann útilokar ekki að það tengist ástandinu vegna kórónuveirunnar. „Ég verð bara að segja að við höfum talsverðar áhyggjur af þessari þróun sem er að birtast í okkar tölum og okkar verkefnum. Hvort við getum endilega tengt það við Covid eða það ástand sem er í þjófélaginu í dag, það kannski treystum við okkur ekki til að fullyrða akkúrat núna, eða hvort það ástand sé að leysa úr læðingi þá þróun sem okkur sýnist að hafa verið að byrja um áramótin,“ segir Karl Steinar. Lögreglumál Kópavogur Tengdar fréttir Tvær alvarlegar líkamsárásir á borði lögreglu Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar tvær alvarlegar líkamsárásir, eina í Breiðholti síðdegis í gær og aðra sem gerð var í Kópavogi skömmu fyrir miðnætti. 24. apríl 2020 09:55 Meintur árásarmaður og þolandi ungir að árum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar tvær mjög alvarlegar líkamsárásir, eina í Breiðholti síðdegis í gær og aðra sem gerð var í Kópavogi skömmu fyrir miðnætti. 24. apríl 2020 11:30 Mest lesið Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Sjá meira
Karlmaður á fimmtugsaldri er nú í lífshættu með mikla höfuðáverka eftir grófa líkamsárás í Kópavogi í gærkvöldi. Þá er unglingspiltur á spítala eftir að hafa verið stunginn tvisvar í lífshættulegri árás í gær. Yfirlögregluþjónn hefur áhyggjur af fjölda alvarlegra mála og segir ekki útilokað að það tengist ástandinu vegna kórónuveirunnar. Fjórir eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna meintra árása sem eiga það sameiginlegt að vera mjög alvarlegar og lífshættulegar. „Síðasti sólarhringur hefur verið okkur frekar erfiður. Annars vegar er það atvik þar sem að er ráðist að ungum pilti og hann er stunginn með hníf tveimur stungum og viðkomandi var fluttur á sjúkrahús,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ungi maðurinn, sem er 17 ára, er nú á batavegi en árásin sem átti sér stað í Breiðholti. Ungur maður er í haldi vegna málsins og hafa yfirheyrslur farið fram í dag. Þá var ráðist á karlmann á sextugsaldri á heimili hans í Kópavogi í gærkvöldi. „Og honum veittir lífshættulegir áverkar og eins og staðan er núna er viðkomandi ennþá í lífshættu. Við erum með þrjá einstaklinga í haldi tengt þeirri rannsókn og það hafa yfirheyrslur verið í gangi í allan dag og vinna í málinu, bæði tæknivinna og annað. Bæði þessi mál eru þess eðlis að ég útiloka bara alls ekki að það verði farið fram á gæsluvarðhald. Mér finnst það frekar líklegt miðað við hvernig þetta lítur út,“ segir Karl Steinar. Hann geti þó ekki gefið það upp að svo stöddu hve margir verðir leiddir fyrir dómara. Það muni skýrast með kvöldinu. Karl Steinar segir að síðustu vikur hafi óvenju mikið af alvarlegum árásum átt sér stað. Hann útilokar ekki að það tengist ástandinu vegna kórónuveirunnar. „Ég verð bara að segja að við höfum talsverðar áhyggjur af þessari þróun sem er að birtast í okkar tölum og okkar verkefnum. Hvort við getum endilega tengt það við Covid eða það ástand sem er í þjófélaginu í dag, það kannski treystum við okkur ekki til að fullyrða akkúrat núna, eða hvort það ástand sé að leysa úr læðingi þá þróun sem okkur sýnist að hafa verið að byrja um áramótin,“ segir Karl Steinar.
Lögreglumál Kópavogur Tengdar fréttir Tvær alvarlegar líkamsárásir á borði lögreglu Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar tvær alvarlegar líkamsárásir, eina í Breiðholti síðdegis í gær og aðra sem gerð var í Kópavogi skömmu fyrir miðnætti. 24. apríl 2020 09:55 Meintur árásarmaður og þolandi ungir að árum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar tvær mjög alvarlegar líkamsárásir, eina í Breiðholti síðdegis í gær og aðra sem gerð var í Kópavogi skömmu fyrir miðnætti. 24. apríl 2020 11:30 Mest lesið Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Sjá meira
Tvær alvarlegar líkamsárásir á borði lögreglu Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar tvær alvarlegar líkamsárásir, eina í Breiðholti síðdegis í gær og aðra sem gerð var í Kópavogi skömmu fyrir miðnætti. 24. apríl 2020 09:55
Meintur árásarmaður og þolandi ungir að árum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar tvær mjög alvarlegar líkamsárásir, eina í Breiðholti síðdegis í gær og aðra sem gerð var í Kópavogi skömmu fyrir miðnætti. 24. apríl 2020 11:30