Versta hugmynd allra tíma…? Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 23. apríl 2020 13:00 „Þetta er einhver versta hugmynd sem ég heyrt“. Þetta sagði formaður Sjálfstæðisflokksins í andsvari við mig á Alþingi í vikunni þegar ég stakk upp á því að við ættum að fjölga hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum, kennurum, skólaliðum, lögreglumönnum, barnaverndarfólki, sálfræðingum, sjúkraþjálfurum, vísindamönnum og fleirum opinberum starfsmönnum. Það er góð hugmyndafræði og góð hagfræði að fjölga opinberum störfum, ekki síst í núverandi ástandi. Ég er ekki einn um þá skoðun. Það fannst Keynes líka, þekktasta hagfræðingi 20. aldar. Og ekki hafði Roosevelt, forseti Bandaríkjanna, heyrt frá Engeyingum fyrir næstum hundrað árum að þetta væri versta hugmynd sem hægt væri að hugsa sér til að bregðast við atvinnuleysi, þegar Roosevelt fjölgaði m.a. einmitt opinberum starfsmönnum til að bregðast við kreppunni miklu á fjórða áratug síðustu aldar. Nú stefnir í að fjórða hvern Íslending vanti meiri vinnu og aldrei hefur sá fjöldi verið jafnmikill. Auðvitað þarf líka að fjölga og verja störf í einkageiranum. En fjölgun opinberra starfa er á valdi stjórnvalda sem þau kjósa að gera ekki og tala jafnvel um sem „verstu hugmynd“ allra tíma. Gott og vel. Það er ágætt fyrir opinbera starfsmenn að sjá þessa afstöðu yfirmanns þeirra til opinberra starfsmanna. Þessi ummæli endurspegla vel tortryggni Bjarna Benediktssonar gagnvart opinberum starfsmönnum. Hvað gerir eiginlega opinber starfsmaður? Það er ágætt að rifja upp hvað opinber starfsmaður gerir fyrir Bjarna Ben og alla Bjarna og Birnur þessa lands. Það er opinber starfsmaður sem tekur á móti þér þegar þú fæðist. Það er opinber starfsmaður sem kennir börnunum þínum. Það er opinber starfsmaður sem sér um þarfir fatlaðra og eldri borgara. Það er opinber starfsmaður sem er í framlínunni gegn heimsfaraldri. Það er líka opinber starfsmaður sem rannsakar jarðfræði Íslands, vaktar snjóflóðahættu, leggur vegina sem þú keyrir, sígur úr þyrlu til að bjarga sjómanni, greiðir þér áunnar bætur og kemur í veg fyrir að á þér sé brotið sem neytenda en líka sem manneskju. Loks er það opinber starfsmaður sem hjúkrar þér á dánarbeði þínu. Einkageirinn reiðir sig á opinbera starfsmenn Bjarni Benediktsson talaði líka um að verðmætasköpunin eigi sér fyrst og fremst stað í einkageiranum. Það er einfaldlega rangt. Það er eins og sumir hægri menn átti sig ekki á að opinberir starfsmenn skapa einnig mjög mikil verðmæti og greiða skatta. Það er ekki síst vegna tilstilli opinberra starfsmanna að stór hluti af verðmætasköpun einkageirans getur átt sér stað. Einkafyrirtæki reiða sig á að opinberir starfsmenn kenni verðandi starfsmönnum einkageirans, hjúkri starfsmönnum þeirra og komi þeim aftur til vinnu í einkageiranum, byggi upp fjarskiptakerfi og samgönguæðar sem einkageirinn reiðir sig, haldi uppi röð og reglu, verndi eignarrétt einkafyrirtækja, framfylgi samkeppnislögum svo hinn stóri svíni ekki á hinum smáa, geri fríverslunarsamninga sem einkageirinn nýtir sér og svona mætti lengi telja. Við eigum ekki að sætta okkur endalaust við að hið opinbera kerfi og starfsmenn þess séu talaðir niður af stjórnmálamönnum, eins og Bjarni Benediktsson og fleiri sjálfstæðismenn gera. Þegar neyðin er mest hvert er leitað? Það er ekki síst á tímum neyðarástands, þegar einmitt skoðanabræður fjármálaráðherrans til hægri leita í faðm ríkisins og vilja aðstoð frá hinum opinberum starfsmönnum. Sumir hægri menn vilja líka haga hlutum þannig að þeir geti greitt sér arð fyrir að veita almenningi nauðsynlega þjónustu sem ríkið á síðan að borga fyrir. Þeir biðja um skattlækkanir sér til handa, en ekki fyrir fólkið sem starfar hjá þeim. Kjarni málsins er þessi. Það er bæði samfélagslega og efnahagslega miklu skynsamlegri leið að fólk sé með atvinnu en á atvinnuleysisbótum. Við getum og eigum að fjölga opinberum störfum á sama tíma og við bætum þjónustuna við okkur sjálf, hvort sem það er aukin heilbrigðis- eða félagsþjónusta, bætt menntun, nýsköpun og löggæsla eða hvað eina sem við reiðum okkur á. Við megum ekki og eigum ekki að láta hægri kreddu ráða hér ríkjum því hún er bæði óskynsamleg og kostnaðarsöm. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
„Þetta er einhver versta hugmynd sem ég heyrt“. Þetta sagði formaður Sjálfstæðisflokksins í andsvari við mig á Alþingi í vikunni þegar ég stakk upp á því að við ættum að fjölga hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum, kennurum, skólaliðum, lögreglumönnum, barnaverndarfólki, sálfræðingum, sjúkraþjálfurum, vísindamönnum og fleirum opinberum starfsmönnum. Það er góð hugmyndafræði og góð hagfræði að fjölga opinberum störfum, ekki síst í núverandi ástandi. Ég er ekki einn um þá skoðun. Það fannst Keynes líka, þekktasta hagfræðingi 20. aldar. Og ekki hafði Roosevelt, forseti Bandaríkjanna, heyrt frá Engeyingum fyrir næstum hundrað árum að þetta væri versta hugmynd sem hægt væri að hugsa sér til að bregðast við atvinnuleysi, þegar Roosevelt fjölgaði m.a. einmitt opinberum starfsmönnum til að bregðast við kreppunni miklu á fjórða áratug síðustu aldar. Nú stefnir í að fjórða hvern Íslending vanti meiri vinnu og aldrei hefur sá fjöldi verið jafnmikill. Auðvitað þarf líka að fjölga og verja störf í einkageiranum. En fjölgun opinberra starfa er á valdi stjórnvalda sem þau kjósa að gera ekki og tala jafnvel um sem „verstu hugmynd“ allra tíma. Gott og vel. Það er ágætt fyrir opinbera starfsmenn að sjá þessa afstöðu yfirmanns þeirra til opinberra starfsmanna. Þessi ummæli endurspegla vel tortryggni Bjarna Benediktssonar gagnvart opinberum starfsmönnum. Hvað gerir eiginlega opinber starfsmaður? Það er ágætt að rifja upp hvað opinber starfsmaður gerir fyrir Bjarna Ben og alla Bjarna og Birnur þessa lands. Það er opinber starfsmaður sem tekur á móti þér þegar þú fæðist. Það er opinber starfsmaður sem kennir börnunum þínum. Það er opinber starfsmaður sem sér um þarfir fatlaðra og eldri borgara. Það er opinber starfsmaður sem er í framlínunni gegn heimsfaraldri. Það er líka opinber starfsmaður sem rannsakar jarðfræði Íslands, vaktar snjóflóðahættu, leggur vegina sem þú keyrir, sígur úr þyrlu til að bjarga sjómanni, greiðir þér áunnar bætur og kemur í veg fyrir að á þér sé brotið sem neytenda en líka sem manneskju. Loks er það opinber starfsmaður sem hjúkrar þér á dánarbeði þínu. Einkageirinn reiðir sig á opinbera starfsmenn Bjarni Benediktsson talaði líka um að verðmætasköpunin eigi sér fyrst og fremst stað í einkageiranum. Það er einfaldlega rangt. Það er eins og sumir hægri menn átti sig ekki á að opinberir starfsmenn skapa einnig mjög mikil verðmæti og greiða skatta. Það er ekki síst vegna tilstilli opinberra starfsmanna að stór hluti af verðmætasköpun einkageirans getur átt sér stað. Einkafyrirtæki reiða sig á að opinberir starfsmenn kenni verðandi starfsmönnum einkageirans, hjúkri starfsmönnum þeirra og komi þeim aftur til vinnu í einkageiranum, byggi upp fjarskiptakerfi og samgönguæðar sem einkageirinn reiðir sig, haldi uppi röð og reglu, verndi eignarrétt einkafyrirtækja, framfylgi samkeppnislögum svo hinn stóri svíni ekki á hinum smáa, geri fríverslunarsamninga sem einkageirinn nýtir sér og svona mætti lengi telja. Við eigum ekki að sætta okkur endalaust við að hið opinbera kerfi og starfsmenn þess séu talaðir niður af stjórnmálamönnum, eins og Bjarni Benediktsson og fleiri sjálfstæðismenn gera. Þegar neyðin er mest hvert er leitað? Það er ekki síst á tímum neyðarástands, þegar einmitt skoðanabræður fjármálaráðherrans til hægri leita í faðm ríkisins og vilja aðstoð frá hinum opinberum starfsmönnum. Sumir hægri menn vilja líka haga hlutum þannig að þeir geti greitt sér arð fyrir að veita almenningi nauðsynlega þjónustu sem ríkið á síðan að borga fyrir. Þeir biðja um skattlækkanir sér til handa, en ekki fyrir fólkið sem starfar hjá þeim. Kjarni málsins er þessi. Það er bæði samfélagslega og efnahagslega miklu skynsamlegri leið að fólk sé með atvinnu en á atvinnuleysisbótum. Við getum og eigum að fjölga opinberum störfum á sama tíma og við bætum þjónustuna við okkur sjálf, hvort sem það er aukin heilbrigðis- eða félagsþjónusta, bætt menntun, nýsköpun og löggæsla eða hvað eina sem við reiðum okkur á. Við megum ekki og eigum ekki að láta hægri kreddu ráða hér ríkjum því hún er bæði óskynsamleg og kostnaðarsöm. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun