Dauðsföllum fjölgar enn á Spáni og smit komin yfir hundrað þúsund Samúel Karl Ólason skrifar 1. apríl 2020 15:24 Tilkynnt var í dag að minnst 864 hafa dáið á síðasta sólarhring. Sú tala hefur aldrei verið hærri á Spáni og heilt yfir eru 9.053 dánir. AP/Manu Fernandez Yfirvöld á Spáni hafa nú staðfest rúmlega hundrað þúsund smit þar í landi og dauðsföll hafa aldrei verið fleiri á einum degi. Þrátt fyrir að dregið hafi úr fjölgun nýrra greindra smita fjölgar dauðsföllum sífellt, fyrir utan smávægilega fækkun fyrir helgi. Tilkynnt var í dag að minnst 864 hafa dáið á síðasta sólarhring. Sú tala hefur aldrei verið hærri á Spáni og heilt yfir eru 9.053 dánir. Alls hafa greinst 102.136 smit. Spánn er næst efst á lista ríkja þar sem flestir hafa dáið. Ítalía er efst en þar hafa 12.428 dáið, samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans. Flestir Spánverjar voru settir í útgöngubann þann 14. mars en nýja kórónuveiran virðist hafa haldið áfram að dreifa úr sér en þó hægar en áður. Meðal þeirra sem hafa smitast eru þrír ráðherrar og eiginkona Pedro Sanchez, forsætisráðherra. Þar að auki hafa þrír af fimm meðlimum sérstakrar nefndar sem stofnuð var til að veita þjóðinni upplýsingar um faraldurinn greinst með veiruna, samkvæmt frétt Reuters. Sjá einnig: Óttaslegin á Spáni og komast ekki heim El País segir að skimun fyrir smitum nái enn eingöngu til fólks sem sýnir mikil einkenni. Það þykir til marks um að útbreiðsla veirunnar sé í raun mun meiri en vitað sé. Til að mynda hafi greinst 29.284 smit í Madríd en þar hafa þó 3.865 dáið sem þykir óeðlilega hátt hlutfall. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira
Yfirvöld á Spáni hafa nú staðfest rúmlega hundrað þúsund smit þar í landi og dauðsföll hafa aldrei verið fleiri á einum degi. Þrátt fyrir að dregið hafi úr fjölgun nýrra greindra smita fjölgar dauðsföllum sífellt, fyrir utan smávægilega fækkun fyrir helgi. Tilkynnt var í dag að minnst 864 hafa dáið á síðasta sólarhring. Sú tala hefur aldrei verið hærri á Spáni og heilt yfir eru 9.053 dánir. Alls hafa greinst 102.136 smit. Spánn er næst efst á lista ríkja þar sem flestir hafa dáið. Ítalía er efst en þar hafa 12.428 dáið, samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans. Flestir Spánverjar voru settir í útgöngubann þann 14. mars en nýja kórónuveiran virðist hafa haldið áfram að dreifa úr sér en þó hægar en áður. Meðal þeirra sem hafa smitast eru þrír ráðherrar og eiginkona Pedro Sanchez, forsætisráðherra. Þar að auki hafa þrír af fimm meðlimum sérstakrar nefndar sem stofnuð var til að veita þjóðinni upplýsingar um faraldurinn greinst með veiruna, samkvæmt frétt Reuters. Sjá einnig: Óttaslegin á Spáni og komast ekki heim El País segir að skimun fyrir smitum nái enn eingöngu til fólks sem sýnir mikil einkenni. Það þykir til marks um að útbreiðsla veirunnar sé í raun mun meiri en vitað sé. Til að mynda hafi greinst 29.284 smit í Madríd en þar hafa þó 3.865 dáið sem þykir óeðlilega hátt hlutfall.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira