Þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimila Eybjörg H. Hauksdóttir og Pétur Magnússon skrifa 21. apríl 2020 17:36 Þann 6. mars sl. var staðfest að smit vegna Kórónuveirunnar (COVID – 19) væri farið að berast á milli einstaklinga í þjóðfélaginu. Við það tilefni var lýst neyðarstigi almannavarna og sama dag ákváðu Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu að beina því til hjúkrunarheimila landsins að loka heimilunum fyrir heimsóknum og umferð annarra en starfsfólks. Þau tilmæli voru ekki gefin út af léttúð, heldur að vel ígrunduðu máli og í samráði við starfsfólk hjá Embætti landlæknis og fjölda fagaðila sem starfa innan hjúkrunarheimilanna og í þjónustu við einstaklinga með heilabilun. Það var samdóma álit þessara fagaðila að þörf væri á slíkri aðgerð og að grípa yrði til hennar sem fyrst. Aðgerðin var gerð með velferð íbúa heimilanna að leiðarljósi en þeir eru flestir aldraðir og/eða með ýmsa undirliggjandi sjúkdóma og eru því í sérstökum áhættuhópi tengt því að veikjast alvarlega af völdum veirunnar. Ljóst var frá upphafi að leita yrði allra leiða til að lágmarka eins og kostur var líkur á að íbúar heimilanna smituðust. Pétur Magnússon, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Nú eru um 2.800 hjúkrunarrými hér á landi. Ljóst var að bann við heimsóknum myndi hafa mikil áhrif á daglegt líf þúsunda landsmanna og yrði án efa mjög erfitt fyrir alla; íbúana sjálfa, ættingja og aðstandendur þeirra, sem og starfsfólk heimilanna. Það getur vitanlega reynst íbúum erfitt að fá ekki heimsóknir ættingja sinna og á sama hátt getur það reynst ættingjum erfitt að fá ekki að fara í heimsókn. Þann tíma sem bannið hefur varað hefur það ekki síður reynst starfsfólki hjúkrunarheimilanna erfitt, sem lagt hefur sig fram við að skipuleggja daglegt starf við breyttar aðstæður og unnið af alúð við umönnun íbúa með þeim hætti að þeir finni sem minnst fyrir breytingunum. Aðstandendur og íbúar hafa sýnt ákvörðun hjúkrunarheimilanna skilning og unnið vel með stjórnendum og starfsmönnum heimilanna. Starfsfólkið hefur unnið þrekvirki undanfarnar vikur, ekki bara við aðlögun að breytingunum á vinnustöðunum heldur einnig með því að vanda sig sérstaklega í umgengni við aðra, innan sem utan vinnutíma. Margir starfsmenn hafa sjálfir búið í ákveðinni sóttkví í margar vikur og haldið sig með sinni fjölskyldu (og jafnvel án hennar ef aðstæður hafa verið þannig) innan veggja heimilisins, á milli þess sem þeir mæta til vinnu. Stjórnendur hafa unnið sleitulaust að breytingum á starfsmannahaldi, sóttvörnum og viðbragðsáætlunum. Þetta samstarf allra aðila hefur orðið til þess að núna þegar faraldurinn er á niðurleið hefur einungis komið upp smit á einu hjúkrunarheimili á landinu og af heildarfjölda starfsmanna hjúkrunarheimila hafa einungis örfáir smitast. Þetta verður að telja góðan árangur sem vert er að þakka. Fjölmiðlar hafa á síðustu vikum flutt fréttir af harmleikjum á hjúkrunarheimilum erlendis, þar á meðal Bretlandi, Frakklandi, Ítalíu, Kanada og Bandaríkjunum þar sem málin hafa ekki verið tekin jafn föstum tökum og hér á landi. Starfsfólk Almannavarna og Embættis landlæknis ásamt heilbrigðisstarfsfólki og fjölda annarra aðila í samfélaginu eiga bestu þakkir skildar fyrir þann góða árangur sem náðst hefur í baráttunni gegn faraldrinum hér á landi. Okkur langar þó að nota þennan vettvang til að þakka sérstaklega þeim þúsundum starfsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum hér á landi fyrir að leggja sín mikilvægu lóð á vogarskálarnar í baráttunni. Ykkar framlag er ómetanlegt í þágu velferðar aldraðra hér á landi. Nú er tillögugerð að ákveðnum tilslökunum á heimsóknarbanni á hjúkrunarheimilum á lokastigum. Tilslakanirnar verða framkvæmdar í nokkrum hægum skrefum í einu og tekur fyrsta skrefið gildi mánudaginn 4. maí. Fram að þeim tíma verða engar breytingar á núverandi heimsóknarbanni. Tilslakanirnar verða kynntar síðasta vetrardag, miðvikudaginn 22. apríl. Það verður mikill léttir fyrir alla aðila þegar tilslakanirnar hefjast enda mun heimsóknarbannið hafa staðið í tæpa 60 daga þann 4. maí. Hættan er hins vegar langt frá því liðin hjá. Á næstu vikum og mánuðum þurfum við öll að sýna þolinmæði og halda þetta út því einungis með breiðri samstöðu mun okkur takast að sigla í gegnum þennan öldudal og sigrast að lokum á skaðvaldinum. Höfundar eru Pétur Magnússon, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, og Eybjörg H. Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Friðum Eyjafjörð Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Þann 6. mars sl. var staðfest að smit vegna Kórónuveirunnar (COVID – 19) væri farið að berast á milli einstaklinga í þjóðfélaginu. Við það tilefni var lýst neyðarstigi almannavarna og sama dag ákváðu Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu að beina því til hjúkrunarheimila landsins að loka heimilunum fyrir heimsóknum og umferð annarra en starfsfólks. Þau tilmæli voru ekki gefin út af léttúð, heldur að vel ígrunduðu máli og í samráði við starfsfólk hjá Embætti landlæknis og fjölda fagaðila sem starfa innan hjúkrunarheimilanna og í þjónustu við einstaklinga með heilabilun. Það var samdóma álit þessara fagaðila að þörf væri á slíkri aðgerð og að grípa yrði til hennar sem fyrst. Aðgerðin var gerð með velferð íbúa heimilanna að leiðarljósi en þeir eru flestir aldraðir og/eða með ýmsa undirliggjandi sjúkdóma og eru því í sérstökum áhættuhópi tengt því að veikjast alvarlega af völdum veirunnar. Ljóst var frá upphafi að leita yrði allra leiða til að lágmarka eins og kostur var líkur á að íbúar heimilanna smituðust. Pétur Magnússon, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Nú eru um 2.800 hjúkrunarrými hér á landi. Ljóst var að bann við heimsóknum myndi hafa mikil áhrif á daglegt líf þúsunda landsmanna og yrði án efa mjög erfitt fyrir alla; íbúana sjálfa, ættingja og aðstandendur þeirra, sem og starfsfólk heimilanna. Það getur vitanlega reynst íbúum erfitt að fá ekki heimsóknir ættingja sinna og á sama hátt getur það reynst ættingjum erfitt að fá ekki að fara í heimsókn. Þann tíma sem bannið hefur varað hefur það ekki síður reynst starfsfólki hjúkrunarheimilanna erfitt, sem lagt hefur sig fram við að skipuleggja daglegt starf við breyttar aðstæður og unnið af alúð við umönnun íbúa með þeim hætti að þeir finni sem minnst fyrir breytingunum. Aðstandendur og íbúar hafa sýnt ákvörðun hjúkrunarheimilanna skilning og unnið vel með stjórnendum og starfsmönnum heimilanna. Starfsfólkið hefur unnið þrekvirki undanfarnar vikur, ekki bara við aðlögun að breytingunum á vinnustöðunum heldur einnig með því að vanda sig sérstaklega í umgengni við aðra, innan sem utan vinnutíma. Margir starfsmenn hafa sjálfir búið í ákveðinni sóttkví í margar vikur og haldið sig með sinni fjölskyldu (og jafnvel án hennar ef aðstæður hafa verið þannig) innan veggja heimilisins, á milli þess sem þeir mæta til vinnu. Stjórnendur hafa unnið sleitulaust að breytingum á starfsmannahaldi, sóttvörnum og viðbragðsáætlunum. Þetta samstarf allra aðila hefur orðið til þess að núna þegar faraldurinn er á niðurleið hefur einungis komið upp smit á einu hjúkrunarheimili á landinu og af heildarfjölda starfsmanna hjúkrunarheimila hafa einungis örfáir smitast. Þetta verður að telja góðan árangur sem vert er að þakka. Fjölmiðlar hafa á síðustu vikum flutt fréttir af harmleikjum á hjúkrunarheimilum erlendis, þar á meðal Bretlandi, Frakklandi, Ítalíu, Kanada og Bandaríkjunum þar sem málin hafa ekki verið tekin jafn föstum tökum og hér á landi. Starfsfólk Almannavarna og Embættis landlæknis ásamt heilbrigðisstarfsfólki og fjölda annarra aðila í samfélaginu eiga bestu þakkir skildar fyrir þann góða árangur sem náðst hefur í baráttunni gegn faraldrinum hér á landi. Okkur langar þó að nota þennan vettvang til að þakka sérstaklega þeim þúsundum starfsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum hér á landi fyrir að leggja sín mikilvægu lóð á vogarskálarnar í baráttunni. Ykkar framlag er ómetanlegt í þágu velferðar aldraðra hér á landi. Nú er tillögugerð að ákveðnum tilslökunum á heimsóknarbanni á hjúkrunarheimilum á lokastigum. Tilslakanirnar verða framkvæmdar í nokkrum hægum skrefum í einu og tekur fyrsta skrefið gildi mánudaginn 4. maí. Fram að þeim tíma verða engar breytingar á núverandi heimsóknarbanni. Tilslakanirnar verða kynntar síðasta vetrardag, miðvikudaginn 22. apríl. Það verður mikill léttir fyrir alla aðila þegar tilslakanirnar hefjast enda mun heimsóknarbannið hafa staðið í tæpa 60 daga þann 4. maí. Hættan er hins vegar langt frá því liðin hjá. Á næstu vikum og mánuðum þurfum við öll að sýna þolinmæði og halda þetta út því einungis með breiðri samstöðu mun okkur takast að sigla í gegnum þennan öldudal og sigrast að lokum á skaðvaldinum. Höfundar eru Pétur Magnússon, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, og Eybjörg H. Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar