„Menn eru að taka hana í sátt í dag“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 31. mars 2020 09:00 Sigurgeir Sigurjónsson ljósmyndari hefur gefið út margar myndabækur, þar af tvær tileinkaðar hestum. Vísir/Hestalífið Ein frægasta ljósmyndin úr íslenska hestaheiminum er eftir Sigurgeir Sigurjónsson. Hún er af Nös frá Urriðavatni og knapa hennar, tekin á Melgerðismelum snemma á níunda áratugnum. ,,Við erum að upplifa ótrúlegt augnablik, stórkostlegt náttúrutalent, frægasta og fljótasta hrossið á Íslandi. Sjáið teikninguna í myndinni. Birtan. Spenna en samt yfirvegun. Glampinn í hægra auga Nasar. Stæltur, ungur knapinn, með axlarsítt hárið, ber að ofan. Svona mynd verður aldrei tekin aftur,” sagði Ragnar Tómasson lögmaður, hestamaður og samstarfsmaður Sigurgeirs um myndina frægu. Telma Lucinda Tómasson heimsótti Sigurgeir í þriðja þætti af mannlífsþættinum Hestalífið. Þar ræddu þau meðal annars um þessa merkilegu mynd. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Vertu ber á hestinum „Við finnum knapa og Nös, þessa spretthörðu meri sem er svo æðisleg. Við fáum hana á keppnisbrautina sem er þarna fyrir ofan. Sama dag vorum við búin hreinsa út bíla og hjólhýsi þarna fyrir aftan. Ragnar var búinn að hlaupa eftir brautinni og við stilltum fókusinn inn nákvæmlega þar sem átti að smella af. Og svo kemur strákurinn. Hann heitir Jón Ólafsson frá Urriðavatni, held ég,“ segir Sigurgeir. Hann heldur að faðir knapans hafi átt hryssuna Nös. Og þegar hann skipti um bol fékk Sigurgeir hugmyndina að hafa knapann beran að ofan á hestbaki. „Þegar ég sé hvað hann er flottur segi ég: Vertu ber á hestinum. Hann skellir sér síðan á þennan sprett og myndin var tekin akkúrat á þessu augnabliki. Ég gat smellt þrisvar sinnum af. Þarna er enginn Auto focus og ég held að ég hafi ekki verið með mótor á vélinni. En svo kom þetta fína augnablik, en auðvitað hjálpar heppnin líka. Og myndin verður goðsagnakennd. Enginn myndi muna eftir þessum spretti nema út af myndinni.“ Myndin fræga af Nös.Sigurgeir Sigurjónsson Eins og amerískur indíáni Sigurgeir og Ragnar fóru í margar ferðir til þess að ná góðum hestamyndum. Myndin af Nös fékk þó misjafnar viðtökur til að byrja með, sumum fannst hún ekki endurspegla íslenskan hestaveruleika. „En hún hefur bara elst vel, menn eru að taka hana í sátt í dag. Menn voru á móti henni til að byrja með af því hún var svo af því hún var eins og Tonto, amerískur indíáni.“ Margar aðrar myndir Sigurgeirs lifa sem ómetanleg söguskoðun um horfna tíma, en hann hefur gefið út fjölda ljósmyndabóka um Ísland og Íslendinga. Bækur hans eins og Yfirsýn, Lost in Iceland og Made in Iceland. Einnig urðu til tvær bækur sérstaklega tileinkaðar íslenska hestinum. „Þegar ég byrjaði á seinni bókinni sá ég strax eftir því af því þetta var svo mikil vinna, það þarf að fara erlendis og það þarf að fylgjast með mótum erlendis. En þetta skilur eftir sig og þetta er heimild.“ Þáttinn í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan. Mannlífsþátturinn Hestalífið birtist á Vísi og Stöð 2 Maraþon aðra hverja viku en með umsjón þáttar fer Telma Lucinda Tómasson. Þættirnir eru unnir fyrir Vísi í samstarfi við BL, Slippfélagið, Lífland og framleiðslufyrirtækið Beit. Hestar Hestalífið Ljósmyndun Tengdar fréttir Einstakar hestamyndir Gígju enduðu á lúxushóteli og tískufatnaði Ljósmyndarinn Gígja Einarsdóttir hefur síðustu ár fagnað einstök augnablik af íslenska hestinum í sínu náttúrulega umhverfi. Myndir hennar hafa meðal annars birst á veggjum lúxushótela og fatnaði og vörum frá þekktum tískuvörumerkjum 25. mars 2020 11:00 Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
Ein frægasta ljósmyndin úr íslenska hestaheiminum er eftir Sigurgeir Sigurjónsson. Hún er af Nös frá Urriðavatni og knapa hennar, tekin á Melgerðismelum snemma á níunda áratugnum. ,,Við erum að upplifa ótrúlegt augnablik, stórkostlegt náttúrutalent, frægasta og fljótasta hrossið á Íslandi. Sjáið teikninguna í myndinni. Birtan. Spenna en samt yfirvegun. Glampinn í hægra auga Nasar. Stæltur, ungur knapinn, með axlarsítt hárið, ber að ofan. Svona mynd verður aldrei tekin aftur,” sagði Ragnar Tómasson lögmaður, hestamaður og samstarfsmaður Sigurgeirs um myndina frægu. Telma Lucinda Tómasson heimsótti Sigurgeir í þriðja þætti af mannlífsþættinum Hestalífið. Þar ræddu þau meðal annars um þessa merkilegu mynd. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Vertu ber á hestinum „Við finnum knapa og Nös, þessa spretthörðu meri sem er svo æðisleg. Við fáum hana á keppnisbrautina sem er þarna fyrir ofan. Sama dag vorum við búin hreinsa út bíla og hjólhýsi þarna fyrir aftan. Ragnar var búinn að hlaupa eftir brautinni og við stilltum fókusinn inn nákvæmlega þar sem átti að smella af. Og svo kemur strákurinn. Hann heitir Jón Ólafsson frá Urriðavatni, held ég,“ segir Sigurgeir. Hann heldur að faðir knapans hafi átt hryssuna Nös. Og þegar hann skipti um bol fékk Sigurgeir hugmyndina að hafa knapann beran að ofan á hestbaki. „Þegar ég sé hvað hann er flottur segi ég: Vertu ber á hestinum. Hann skellir sér síðan á þennan sprett og myndin var tekin akkúrat á þessu augnabliki. Ég gat smellt þrisvar sinnum af. Þarna er enginn Auto focus og ég held að ég hafi ekki verið með mótor á vélinni. En svo kom þetta fína augnablik, en auðvitað hjálpar heppnin líka. Og myndin verður goðsagnakennd. Enginn myndi muna eftir þessum spretti nema út af myndinni.“ Myndin fræga af Nös.Sigurgeir Sigurjónsson Eins og amerískur indíáni Sigurgeir og Ragnar fóru í margar ferðir til þess að ná góðum hestamyndum. Myndin af Nös fékk þó misjafnar viðtökur til að byrja með, sumum fannst hún ekki endurspegla íslenskan hestaveruleika. „En hún hefur bara elst vel, menn eru að taka hana í sátt í dag. Menn voru á móti henni til að byrja með af því hún var svo af því hún var eins og Tonto, amerískur indíáni.“ Margar aðrar myndir Sigurgeirs lifa sem ómetanleg söguskoðun um horfna tíma, en hann hefur gefið út fjölda ljósmyndabóka um Ísland og Íslendinga. Bækur hans eins og Yfirsýn, Lost in Iceland og Made in Iceland. Einnig urðu til tvær bækur sérstaklega tileinkaðar íslenska hestinum. „Þegar ég byrjaði á seinni bókinni sá ég strax eftir því af því þetta var svo mikil vinna, það þarf að fara erlendis og það þarf að fylgjast með mótum erlendis. En þetta skilur eftir sig og þetta er heimild.“ Þáttinn í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan. Mannlífsþátturinn Hestalífið birtist á Vísi og Stöð 2 Maraþon aðra hverja viku en með umsjón þáttar fer Telma Lucinda Tómasson. Þættirnir eru unnir fyrir Vísi í samstarfi við BL, Slippfélagið, Lífland og framleiðslufyrirtækið Beit.
Þáttinn í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan. Mannlífsþátturinn Hestalífið birtist á Vísi og Stöð 2 Maraþon aðra hverja viku en með umsjón þáttar fer Telma Lucinda Tómasson. Þættirnir eru unnir fyrir Vísi í samstarfi við BL, Slippfélagið, Lífland og framleiðslufyrirtækið Beit.
Hestar Hestalífið Ljósmyndun Tengdar fréttir Einstakar hestamyndir Gígju enduðu á lúxushóteli og tískufatnaði Ljósmyndarinn Gígja Einarsdóttir hefur síðustu ár fagnað einstök augnablik af íslenska hestinum í sínu náttúrulega umhverfi. Myndir hennar hafa meðal annars birst á veggjum lúxushótela og fatnaði og vörum frá þekktum tískuvörumerkjum 25. mars 2020 11:00 Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
Einstakar hestamyndir Gígju enduðu á lúxushóteli og tískufatnaði Ljósmyndarinn Gígja Einarsdóttir hefur síðustu ár fagnað einstök augnablik af íslenska hestinum í sínu náttúrulega umhverfi. Myndir hennar hafa meðal annars birst á veggjum lúxushótela og fatnaði og vörum frá þekktum tískuvörumerkjum 25. mars 2020 11:00