Jürgen Klopp fór að gráta þegar hann heyrði sönginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2020 15:00 Fyrirliðinn Jordan Henderson með knattspyrnustjóranum Jürgen Klopp eftir sigur Liverpool í Meistaradeildinni í júní í fyrra. Getty/Robbie Jay Barratt Það eru margir að velta því fyrir sér hvort Liverpool, sem er með 25 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, fái meistaratitilinn eða ekki. Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp segir að það skipti litlu máli eins og staðan er í dag þar sem fólk berst fyrir lífi sínu út um allan heim. Tárin runnu hjá Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, þegar hann heyrði heilbrigðisstarfsfólk syngja „You’ll Never Walk Alone“ og hann segist vonast til þess að kórónuveirufaraldurinn búi til meiri samstöðu í heiminum. Í fyrsta viðtali sínu frá því að leikjum í ensku úrvalsdeildinni var frestað 13. mars síðastliðinn þá sagði þýski stjórinn að hans vandamál, eins og hvenær fótboltinn byrjar aftur eða hvort Liverpool vinni titilinn, séu vandræðaleg í samanburði við öll vandamál heimsins. Jürgen Klopp says he cried when NHS staff sang You'll Never Walk Alone @AHunterGuardian https://t.co/YUxjY8ql2Q— Guardian sport (@guardian_sport) March 27, 2020 Klopp lofaði heilbrigðis starfsmenn í fremstu víglínu sem setja sig sjálfa í hættu við að sinna þeim veiku. Margir þeirra hafa síðan sungið Liverpool sönginn á vaktinni og það hafði mikil áhrif á þýska stjórann. „Þetta var ótrúlegt. Ég fékk sent myndband í gær þar sem fólk var rétt fyrir utan gjörgæsluna á sjúkrahúsi og byrjaði að syngja „You’ll Never Walk Alone“ og ég fór strax að gráta. Þetta er svo ótrúlegt. Þetta sýnir líka allt. Þetta fólk er ekki aðeins að vinna heldur er það að gera það með uppbyggjandi hætti,“ sagði Jürgen Klopp. Jurgen Klopp got emotional over the real heroes pic.twitter.com/0sT3tc4c82— B/R Football (@brfootball) March 27, 2020 „Þau eru vön því að hjálpa öðru fólki. Við þurfum að venjast því þar sem við erum vanalega að hugsa um okkar eigin vandamál. Þetta er þeirra starf og þau sinna því á hverjum degi. Þau setja sjálfa sig í hættu, því þau eru að hjálpa þeim veiku. Ég gæti ekki borið meiri viðringu fyrir þeim eða metið starf þeirra meira,“ sagði Jürgen Klopp. Klopp segir að leikmenn sínir og starfsmenn Liverpool liðsins haldi uppi góðum anda á þessum erfiðu tímum. „Í framtíðinni, eftir 10, 20, 30 eða 40 ár, þá horfum við til baka og vonandi verður niðurstaða okkar þá að þetta hafi verið tími þar sem heimurinn sýndi mestan samhug, mestu ástina, mestu vináttuna því það væri frábært,“ sagði Klopp. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Það eru margir að velta því fyrir sér hvort Liverpool, sem er með 25 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, fái meistaratitilinn eða ekki. Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp segir að það skipti litlu máli eins og staðan er í dag þar sem fólk berst fyrir lífi sínu út um allan heim. Tárin runnu hjá Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, þegar hann heyrði heilbrigðisstarfsfólk syngja „You’ll Never Walk Alone“ og hann segist vonast til þess að kórónuveirufaraldurinn búi til meiri samstöðu í heiminum. Í fyrsta viðtali sínu frá því að leikjum í ensku úrvalsdeildinni var frestað 13. mars síðastliðinn þá sagði þýski stjórinn að hans vandamál, eins og hvenær fótboltinn byrjar aftur eða hvort Liverpool vinni titilinn, séu vandræðaleg í samanburði við öll vandamál heimsins. Jürgen Klopp says he cried when NHS staff sang You'll Never Walk Alone @AHunterGuardian https://t.co/YUxjY8ql2Q— Guardian sport (@guardian_sport) March 27, 2020 Klopp lofaði heilbrigðis starfsmenn í fremstu víglínu sem setja sig sjálfa í hættu við að sinna þeim veiku. Margir þeirra hafa síðan sungið Liverpool sönginn á vaktinni og það hafði mikil áhrif á þýska stjórann. „Þetta var ótrúlegt. Ég fékk sent myndband í gær þar sem fólk var rétt fyrir utan gjörgæsluna á sjúkrahúsi og byrjaði að syngja „You’ll Never Walk Alone“ og ég fór strax að gráta. Þetta er svo ótrúlegt. Þetta sýnir líka allt. Þetta fólk er ekki aðeins að vinna heldur er það að gera það með uppbyggjandi hætti,“ sagði Jürgen Klopp. Jurgen Klopp got emotional over the real heroes pic.twitter.com/0sT3tc4c82— B/R Football (@brfootball) March 27, 2020 „Þau eru vön því að hjálpa öðru fólki. Við þurfum að venjast því þar sem við erum vanalega að hugsa um okkar eigin vandamál. Þetta er þeirra starf og þau sinna því á hverjum degi. Þau setja sjálfa sig í hættu, því þau eru að hjálpa þeim veiku. Ég gæti ekki borið meiri viðringu fyrir þeim eða metið starf þeirra meira,“ sagði Jürgen Klopp. Klopp segir að leikmenn sínir og starfsmenn Liverpool liðsins haldi uppi góðum anda á þessum erfiðu tímum. „Í framtíðinni, eftir 10, 20, 30 eða 40 ár, þá horfum við til baka og vonandi verður niðurstaða okkar þá að þetta hafi verið tími þar sem heimurinn sýndi mestan samhug, mestu ástina, mestu vináttuna því það væri frábært,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira