Neyðarsjúkrahús reist í Íran þar sem faraldurinn logar Þórir Guðmundsson skrifar 27. mars 2020 13:35 Starfsmaður í hlífðarbúnaði gengur um neyðarspítala hersins í Teheran, sem gerður er fyrir 2.000 sjúklinga, í stórri sýningarhöll í norðurhluta borgarinnar. Ebrahim Noroozi/AP Stjórnvöld í Íran sögðu í dag að 144 hefðu látið lífið úr Covid-19 sjúkdómnum síðastliðinn sólarhring. Alls hafa greinst 32.000 tilfelli kórónuveirunnar í landinu og næstum 2.400 manns hafa látið lífið úr sjúkdómnum sem veiran veldur. Yfirvöld halda því fram að þau hafi stjórn á faraldrinum en að sögn AP fréttastofunnar óttast margir að heilbrigðiskerfið í landinu muni ekki ráða við álagið mikið lengur. Íranski herinn er búinn að reisa tvö þúsund rúma neyðarspítala í höfuðborginni Teheran. Ríkissjónvarpið hafði eftir Ali Jahanshahi hershöfðingja í gærkvöldi að herinn væri búinn að afhenda heilbrigðiskerfinu sjúkrahúsið og að þar yrði hægt að taka við sjúklingum í næstu viku. Á myndum af spítalanum, sem er í risastórum sýningarsal í norðanverðri borginni, má sjá að ekki er gert ráð fyrir skilrúmum milli sjúklinga. Óljóst er hvaða lækningatæki verða notuð. Stjórnvöld í Íran hvetja fólk til að halda sig heima en hafa ekki sett útgöngubann líkt og önnur lönd á svæðinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Fyrr í þessari viku hafnaði Ali Khamenei æðsti leiðtogi Írans tilboði Bandaríkjastjórnar um aðstoð. Á síðustu dögum hafa hundruð Írana orðið veikir eða jafnvel látið lífið eftir að drekka metanól, sem margir halda að veiti vernd gegn kórónuveirunni. Margir íbúar landsins eru fullir grunsemda í garð stjórnvalda, sem reyndu að gera lítið úr faraldrinum í upphafi. Vantraust á hið opinbera hefur virkað sem olía á eld flökkusagna og kenninga um mátt meintra lækningameðala, þar á meðal metanóls. Íran Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Stjórnvöld í Íran sögðu í dag að 144 hefðu látið lífið úr Covid-19 sjúkdómnum síðastliðinn sólarhring. Alls hafa greinst 32.000 tilfelli kórónuveirunnar í landinu og næstum 2.400 manns hafa látið lífið úr sjúkdómnum sem veiran veldur. Yfirvöld halda því fram að þau hafi stjórn á faraldrinum en að sögn AP fréttastofunnar óttast margir að heilbrigðiskerfið í landinu muni ekki ráða við álagið mikið lengur. Íranski herinn er búinn að reisa tvö þúsund rúma neyðarspítala í höfuðborginni Teheran. Ríkissjónvarpið hafði eftir Ali Jahanshahi hershöfðingja í gærkvöldi að herinn væri búinn að afhenda heilbrigðiskerfinu sjúkrahúsið og að þar yrði hægt að taka við sjúklingum í næstu viku. Á myndum af spítalanum, sem er í risastórum sýningarsal í norðanverðri borginni, má sjá að ekki er gert ráð fyrir skilrúmum milli sjúklinga. Óljóst er hvaða lækningatæki verða notuð. Stjórnvöld í Íran hvetja fólk til að halda sig heima en hafa ekki sett útgöngubann líkt og önnur lönd á svæðinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Fyrr í þessari viku hafnaði Ali Khamenei æðsti leiðtogi Írans tilboði Bandaríkjastjórnar um aðstoð. Á síðustu dögum hafa hundruð Írana orðið veikir eða jafnvel látið lífið eftir að drekka metanól, sem margir halda að veiti vernd gegn kórónuveirunni. Margir íbúar landsins eru fullir grunsemda í garð stjórnvalda, sem reyndu að gera lítið úr faraldrinum í upphafi. Vantraust á hið opinbera hefur virkað sem olía á eld flökkusagna og kenninga um mátt meintra lækningameðala, þar á meðal metanóls.
Íran Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira