Sportið í dag: „Misgaman að vera fastur á Holtavörðuheiðinni klukkan eitt að nóttu en aldrei hugsað um að hætta“ Anton Ingi Leifsson skrifar 26. mars 2020 19:30 Rögnvaldur Hreiðarsson er einn reynslumesti dómari landsins. vísir/bára Rögnvaldur Hreiðarsson körfuboltadómari dæmdi á dögunum sinn 2000. leik. Rögnvaldur hefur verið einn farsælasti dómari landsins undanfarin ár en hann hefur dæmt á 25 körfuboltatímabilum í röð. Rögnvaldur var á Skype í Sportinu í dag en Kjartan Atli Kjartansson ræddi þar við hárskerann og dómarann sem nú situr auðum höndum heima hjá sér hálfslappur. „Það er góð spurning. Það þarf mikla þrautseigju og ástríðu. Ég elska körfubolta. Punktur. Ég held að það sé með flesta okkar sem eru fæddir í kringum 1968-1969 og svo er ég 1964 sem höfum verið samferða. Við elskum körfubolta,“ sagði Rögnvaldur. „Ég held að það sé grunnurinn. Ef maður er ekki að dæma þá er maður að horfa á körfubolta. Körfubolti er lífið sjálft. Þetta er það sem maður hugsar um daginn út og daginn inn.“ Rögnvaldur var á sínu 25. tímabili er það var blásið af. Hann segir að hann hafi aldrei fengið leið á körfuboltanum. „Maður er alltaf jafn til í þetta. Auðvitað er misgaman að vera fastur á Holtavörðuheiðinni klukkan eitt að nóttu eftir körfuboltaleik. Það gleður engan. Það hefur aldrei komið til sú hugsun að hætta þessu.“ Aðspurður hvort að áhorfendur séu rólegri nú en áður og láti dómaranna minna heyra það svaraði Rögnvaldur: „Þetta er rosa góð spurning. Almennt trúi ég á það að áhorfendur láti okkur heyra það þegar við gerum vitleysur. Það er ólíklegt ef að 700 áhorfendur garga á þig og þú hafðir rétt fyrir þér og þeir rangt.“ „Ég trúi því að við höfum bætt okkur og erum miklu betri en við vorum. Þriggja dómara reglan breytti miklu í því. Almennt held ég að áhorfendurnir séu meðvitaðir um gæði dómgæslunnar. Ég held að við höfum bætt okkur rosa mikið.“ Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í dag: Rögnvaldur búinn að dæma 2000 leiki Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Sjá meira
Rögnvaldur Hreiðarsson körfuboltadómari dæmdi á dögunum sinn 2000. leik. Rögnvaldur hefur verið einn farsælasti dómari landsins undanfarin ár en hann hefur dæmt á 25 körfuboltatímabilum í röð. Rögnvaldur var á Skype í Sportinu í dag en Kjartan Atli Kjartansson ræddi þar við hárskerann og dómarann sem nú situr auðum höndum heima hjá sér hálfslappur. „Það er góð spurning. Það þarf mikla þrautseigju og ástríðu. Ég elska körfubolta. Punktur. Ég held að það sé með flesta okkar sem eru fæddir í kringum 1968-1969 og svo er ég 1964 sem höfum verið samferða. Við elskum körfubolta,“ sagði Rögnvaldur. „Ég held að það sé grunnurinn. Ef maður er ekki að dæma þá er maður að horfa á körfubolta. Körfubolti er lífið sjálft. Þetta er það sem maður hugsar um daginn út og daginn inn.“ Rögnvaldur var á sínu 25. tímabili er það var blásið af. Hann segir að hann hafi aldrei fengið leið á körfuboltanum. „Maður er alltaf jafn til í þetta. Auðvitað er misgaman að vera fastur á Holtavörðuheiðinni klukkan eitt að nóttu eftir körfuboltaleik. Það gleður engan. Það hefur aldrei komið til sú hugsun að hætta þessu.“ Aðspurður hvort að áhorfendur séu rólegri nú en áður og láti dómaranna minna heyra það svaraði Rögnvaldur: „Þetta er rosa góð spurning. Almennt trúi ég á það að áhorfendur láti okkur heyra það þegar við gerum vitleysur. Það er ólíklegt ef að 700 áhorfendur garga á þig og þú hafðir rétt fyrir þér og þeir rangt.“ „Ég trúi því að við höfum bætt okkur og erum miklu betri en við vorum. Þriggja dómara reglan breytti miklu í því. Almennt held ég að áhorfendurnir séu meðvitaðir um gæði dómgæslunnar. Ég held að við höfum bætt okkur rosa mikið.“ Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í dag: Rögnvaldur búinn að dæma 2000 leiki Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Sjá meira