Hermann Hreiðars: Hentar okkur frábærlega af því að það vantar mikið þegar það vantar Jóa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2020 14:00 Jóhann Berg Guðmundsson í leik á móti heimsmeisturum Frakka. Hann er íslenska landsliðinu afar dýrmætur. Getty/ Jean Catuffe Hermann Hreiðarsson og Ólafur Kristjánsson voru gestir Guðmundar Benediktssonar í þættinum Sportið í kvöld á Stöð 2 Sport í gær og þar ræddu þeir meðal annars möguleika íslenska landsliðsins á móti Rúmeníu í baráttunni um sæti á EM og hvort að það hafi verið gott fyrir íslenska liðið að leiknum var frestað. Hinn mikilvægi leikur Íslands og Rúmeníu var færður frá 26. mars til 4. júní vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Ísland þarf að vinna Rúmeníu og úrslitaleik á móti Ungverjalandi eða Búlgaríu á útivelli til þess að tryggja sér farseðil á úrslitakeppni EM næsta sumar. Jóhann Berg Guðmundsson í leik með íslenska landsliðinu á HM í Rússlandi sumarið 2018Getty/Clive Mason „Var það gott fyrir okkur að þessum leik var frestað,“ spurði Guðmundur Benediktsson en íslenska liðið var með lykilmenn í meiðslum og sumir landsliðsmannanna voru heldur ekki að spila mikið með sínum liðum. „Var ekki ágætt að fresta þessu og þá fyrst og fremst upp á Jóhann Berg. Mér hefur hann fundist vera svolítill lykilmaður hjá okkur í síðustu leikjum og síðustu ár,“ sagði Hermann Hreiðarsson og bætti við: „Hann hefur eitthvað sem enginn annar hefur í liðinu. Hann er hrikalega öflugur að hlaupa með boltann og bera upp liðið. Hann er náttúrulega frábær knattspyrnumaður. Mér finnst vanta mikið þegar vantar Jóa og ég er því á því að þetta hafi hentað okkur frábærlega,“ sagði Hermann. Hermann Hreiðarsson og Ólafur Kristjánsson voru gestir Guðmundar Benediktssonar í þættinum Sportið í kvöld á Stöð 2 Sport.Skjámynd/S2 Sport Ólafur Kristjánsson minntist þá þess þegar Jóhann Berg Guðmundsson var að byrja ferilinn sinn hjá honum í Breiðabliki. „Ég glotti aðeins við tönn þegar þú varst að tala um Jóa. Ég man eftir honum þegar hann var að koma upp á sínum tíma. Að við sætum hérna tólf árum síðar og töluðum um það að það væri gott fyrir landsliðið að fá þessa frestum af því að hann væri með. Ekki það að hann hafi verið eitthvað slakur heldur bara að ég man eftir honum sem patta,“ sagði Ólafur Kristjánsson og hann er sammála Hermanni um að frestunin hjálpi íslenska liðinu frekar en því rúmenska. „Ef við hefðum verið með alla leikmennina okkar í toppstandi þá hefðum við átt góða möguleika á móti Rúmeníu í þessum leik og svo í framhaldinu. Þetta voru þjóðir sem eiga að henta okkur ágætlega,“ sagði Ólafur. Jóhann Berg Guðmundsson hefur lítið spilað í vetur vegna meiðsla en nýtir vonandi hléið á ensku úrvalsdeildinni til að ná sér góðum af meiðslunumGetty/Clive Brunskill „Eins og staðan var með lykilleikmenn okkar þá var ágætt að það kom frestun. Gefum okkur það að það verði spilað 4. júní þá fara allir meira á sama „level“. Ég held að það sem hefur verið einkenni íslenska landsliðsins undanfarin ár og verið styrkurinn er það að við höfum meiri mótstöðukraft en í fyrsta lagi Rúmenarnir til að spila leik 4. júní nokkuð óundirbúnir. Ef að verður þá eigum við flotta möguleika á móti þeim,“ sagði Ólafur Kristjánsson en það má sjá umræðum þeirra hér fyrir neðan. Klippa: Hemmi og Óli um Rúmeniuleik Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. EM 2020 í fótbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Hermann Hreiðarsson og Ólafur Kristjánsson voru gestir Guðmundar Benediktssonar í þættinum Sportið í kvöld á Stöð 2 Sport í gær og þar ræddu þeir meðal annars möguleika íslenska landsliðsins á móti Rúmeníu í baráttunni um sæti á EM og hvort að það hafi verið gott fyrir íslenska liðið að leiknum var frestað. Hinn mikilvægi leikur Íslands og Rúmeníu var færður frá 26. mars til 4. júní vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Ísland þarf að vinna Rúmeníu og úrslitaleik á móti Ungverjalandi eða Búlgaríu á útivelli til þess að tryggja sér farseðil á úrslitakeppni EM næsta sumar. Jóhann Berg Guðmundsson í leik með íslenska landsliðinu á HM í Rússlandi sumarið 2018Getty/Clive Mason „Var það gott fyrir okkur að þessum leik var frestað,“ spurði Guðmundur Benediktsson en íslenska liðið var með lykilmenn í meiðslum og sumir landsliðsmannanna voru heldur ekki að spila mikið með sínum liðum. „Var ekki ágætt að fresta þessu og þá fyrst og fremst upp á Jóhann Berg. Mér hefur hann fundist vera svolítill lykilmaður hjá okkur í síðustu leikjum og síðustu ár,“ sagði Hermann Hreiðarsson og bætti við: „Hann hefur eitthvað sem enginn annar hefur í liðinu. Hann er hrikalega öflugur að hlaupa með boltann og bera upp liðið. Hann er náttúrulega frábær knattspyrnumaður. Mér finnst vanta mikið þegar vantar Jóa og ég er því á því að þetta hafi hentað okkur frábærlega,“ sagði Hermann. Hermann Hreiðarsson og Ólafur Kristjánsson voru gestir Guðmundar Benediktssonar í þættinum Sportið í kvöld á Stöð 2 Sport.Skjámynd/S2 Sport Ólafur Kristjánsson minntist þá þess þegar Jóhann Berg Guðmundsson var að byrja ferilinn sinn hjá honum í Breiðabliki. „Ég glotti aðeins við tönn þegar þú varst að tala um Jóa. Ég man eftir honum þegar hann var að koma upp á sínum tíma. Að við sætum hérna tólf árum síðar og töluðum um það að það væri gott fyrir landsliðið að fá þessa frestum af því að hann væri með. Ekki það að hann hafi verið eitthvað slakur heldur bara að ég man eftir honum sem patta,“ sagði Ólafur Kristjánsson og hann er sammála Hermanni um að frestunin hjálpi íslenska liðinu frekar en því rúmenska. „Ef við hefðum verið með alla leikmennina okkar í toppstandi þá hefðum við átt góða möguleika á móti Rúmeníu í þessum leik og svo í framhaldinu. Þetta voru þjóðir sem eiga að henta okkur ágætlega,“ sagði Ólafur. Jóhann Berg Guðmundsson hefur lítið spilað í vetur vegna meiðsla en nýtir vonandi hléið á ensku úrvalsdeildinni til að ná sér góðum af meiðslunumGetty/Clive Brunskill „Eins og staðan var með lykilleikmenn okkar þá var ágætt að það kom frestun. Gefum okkur það að það verði spilað 4. júní þá fara allir meira á sama „level“. Ég held að það sem hefur verið einkenni íslenska landsliðsins undanfarin ár og verið styrkurinn er það að við höfum meiri mótstöðukraft en í fyrsta lagi Rúmenarnir til að spila leik 4. júní nokkuð óundirbúnir. Ef að verður þá eigum við flotta möguleika á móti þeim,“ sagði Ólafur Kristjánsson en það má sjá umræðum þeirra hér fyrir neðan. Klippa: Hemmi og Óli um Rúmeniuleik Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
EM 2020 í fótbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira