Stærsti björgunarpakki sögunnar samþykktur á Bandaríkjaþingi Kjartan Kjartansson skrifar 26. mars 2020 09:09 Starfsmaður Bandaríkjaþings heldur á eintaki af björgunarpakkafrumvarpinu í öldungadeildinni í gær. Frumvarpið telur alls 880 blaðsíður. Vísir/EPA Björgunarpakki fyrir fyrirtæki, launafólk og heilbrigðisþjónustu vegna kórónuveirufaraldursins sem hljóðar upp á 2,2 biljónir dollara var samþykktur einróma í öldungadeild Bandaríkjaþings í nótt. Búist er við því að fulltrúadeildin, þar sem demókratar fara með meirihluta, afgreiði þennan stærsta björgunarpakka í sögunni á morgun. Í frumvarpinu er meðal annars kveðið á um beingreiðslur til um 150 milljóna bandarískra heimila, lánveitingar til fyrirtækja smárra sem stórra, milljarða dollara innspýtingu í atvinnuleysisbætur og stóraukin framlög til sjúkrahúsa, að sögn Washington Post. Það var samþykkt með 96 atkvæðum gegn engu mótatkvæði. Þingmennirnir fjórir sem voru fjarverandi voru ýmist í sóttkví eða smitaðir af kórónuveirunni. Markmið björgunarpakkans er að draga úr efnahagslegu höggi kórónuveiruheimsfaraldursins. Minnkandi umsvif og eftirspurn í hagkerfinu hefur þegar leitt til þess að fyrirtæki hafa sagt upp starfsfólki eða lækkað starfshlutfall þess og fjölgar þeim nú hratt sem sækja um atvinnuleysisbætur. Eingreiðsla til almennings hljóðar upp á 1.200 dollara á hvern fullorðinn einstakling, jafnvirði um 170.000 íslenskra króna, og 500 dollara á hvert barn, jafnvirði um 71 þúsund króna. Hálf biljón dollara fer í lánveitingar til fyrirtækja, borga og ríkja og 367 milljarða dollara í sjóð til að hjálpa minni fyrirtækjum að forðast að segja upp starfsfólki í kreppunni. Heildarkostnaður aðgerðanna upp á 2,2 biljónir dollara er sögð besta ágiskun Hvíta hússins. Það er um helmingur árlegra fjárlaga bandarísku alríkisstjórnarinnar, að sögn AP-fréttastofunnar. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, sagði bandaríska þjóð nú ganga í gegnum neyðarástand sem væri fordæmalaust í seinni tíð fyrir atkvæðagreiðsluna. Eftir að frumvarpið var samþykkt sendi hann þingmenn heim en sagðist tilbúinn að kalla þá aftur til starfa með skömmum fyrirvara.AP/Sjónvarpsrás öldungadeildarinnar Fyrirtæki Trump geta ekki sótt um ríkisaðstoð Flugfélög eru einn helsti bótaþeginn í frumvarpinu. Farþegaflugfélög eiga rétt á um 25 milljörðum dollara, jafnvirði um 3.500 milljörðum íslenskra króna, í lán og tryggingar og gætu fengið sömu upphæð til viðbótar í styrki frá skattgreiðendum. Skilyrði um að flugfélög yrðu að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til að fá ríkisaðstoð voru felld úr frumvarpinu áður en það var samþykkt. Washington Post segir að fyrirtæki sem Donald Trump forseti, embættismenn í Hvíta húsinu eða bandarískir þingmenn eiga geta ekki sótt um lán frá alríkisstjórninni. Það bendi til þess að hótel og klúbbar Trump forseta sem hafa þurft að loka vegna aðgerða til að hefta útbreiðslu faraldursins geti ekki fengið aðstoð skattgreiðenda. Steve Mnuchin, fjármálaráðherra, áætlar að björgunarpakkinn geti haldið hagkerfinu með höfuðið upp úr vatni í þrjá mánuði. „Vonandi þurfum við ekki á þessu að halda í þrjá mánuði,“ sagði hann. Þrátt fyrir að frumvarpið hafi verið samþykkt einróma voru ýmsar efasemdir á lofti innan beggja flokka. Þannig óttuðust hörðustu íhaldsmennirnir úr flokki repúblikana að frumvarpið gengi of langt en frjálslyndustu demókratar að það gengi of skammt. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York þar sem ástandið versnar dag frá degi, varaði við því að ríki hans fengi alltof lítið fjármagn til að glíma við faraldurinn með björgunarpakkanum. Leiðtogi demókrata í fulltrúadeildinni, Steny Hoyer, segir að björgunarpakkinn verði tekinn til atkvæðagreiðslu þar á föstudagsmorgun. Trump forseti hefur sagst ætla að staðfesta lögin um leið og þau koma inn á hans borð. Um 69.000 manns hafa greinst með kórónuveirusmit í Bandaríkjunum til þessa og fleiri en þúsund manns hafa látið lífið. „Heilbrigðiskerfið okkar er ekki tilbúið að annast þá veiku. Vinnuaflið okkar er atvinnulaust. Fyrirtækin okkar geta ekki stundað viðskipti. Verksmiðjurnar okkar standa tómar. Hjól bandaríska hagkerfisins hafa stöðvast,“ varaði Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, við í gær.Vísir/EPA Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ná samkomulagi um björgunarpakka Hvíta húsið í Washington og leiðtogar öldungadeildar Bandaríkjaþings komust í nótt að samkomulagi um björgunarpakka sem ætlað er að styðja við bandarískt efnahagslíf á tímum kórónuveirufaraldursins. 25. mars 2020 06:45 Ná samkomulagi um björgunarpakka Hvíta húsið í Washington og leiðtogar öldungadeildar Bandaríkjaþings komust í nótt að samkomulagi um björgunarpakka sem ætlað er að styðja við bandarískt efnahagslíf á tímum kórónuveirufaraldursins. 25. mars 2020 06:45 Tekist á um björgunarpakka á Bandaríkjaþingi Öldungadeild Bandaríkjaþings felldi margmilljarða dollara björgunarpakka sem á að hleypa lífi í hagkerfið í skugga kórónuveirufaraldursins í gær. Demókratar gagnrýna að frumvarpið hygli stórfyrirtækjum og komi ekki nægilega til móts við almenna borgara. Bandaríski seðlabankinn aflétti takmörkunum á uppkaupum á ríkisskuldabréfum í dag. 23. mars 2020 13:57 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Björgunarpakki fyrir fyrirtæki, launafólk og heilbrigðisþjónustu vegna kórónuveirufaraldursins sem hljóðar upp á 2,2 biljónir dollara var samþykktur einróma í öldungadeild Bandaríkjaþings í nótt. Búist er við því að fulltrúadeildin, þar sem demókratar fara með meirihluta, afgreiði þennan stærsta björgunarpakka í sögunni á morgun. Í frumvarpinu er meðal annars kveðið á um beingreiðslur til um 150 milljóna bandarískra heimila, lánveitingar til fyrirtækja smárra sem stórra, milljarða dollara innspýtingu í atvinnuleysisbætur og stóraukin framlög til sjúkrahúsa, að sögn Washington Post. Það var samþykkt með 96 atkvæðum gegn engu mótatkvæði. Þingmennirnir fjórir sem voru fjarverandi voru ýmist í sóttkví eða smitaðir af kórónuveirunni. Markmið björgunarpakkans er að draga úr efnahagslegu höggi kórónuveiruheimsfaraldursins. Minnkandi umsvif og eftirspurn í hagkerfinu hefur þegar leitt til þess að fyrirtæki hafa sagt upp starfsfólki eða lækkað starfshlutfall þess og fjölgar þeim nú hratt sem sækja um atvinnuleysisbætur. Eingreiðsla til almennings hljóðar upp á 1.200 dollara á hvern fullorðinn einstakling, jafnvirði um 170.000 íslenskra króna, og 500 dollara á hvert barn, jafnvirði um 71 þúsund króna. Hálf biljón dollara fer í lánveitingar til fyrirtækja, borga og ríkja og 367 milljarða dollara í sjóð til að hjálpa minni fyrirtækjum að forðast að segja upp starfsfólki í kreppunni. Heildarkostnaður aðgerðanna upp á 2,2 biljónir dollara er sögð besta ágiskun Hvíta hússins. Það er um helmingur árlegra fjárlaga bandarísku alríkisstjórnarinnar, að sögn AP-fréttastofunnar. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, sagði bandaríska þjóð nú ganga í gegnum neyðarástand sem væri fordæmalaust í seinni tíð fyrir atkvæðagreiðsluna. Eftir að frumvarpið var samþykkt sendi hann þingmenn heim en sagðist tilbúinn að kalla þá aftur til starfa með skömmum fyrirvara.AP/Sjónvarpsrás öldungadeildarinnar Fyrirtæki Trump geta ekki sótt um ríkisaðstoð Flugfélög eru einn helsti bótaþeginn í frumvarpinu. Farþegaflugfélög eiga rétt á um 25 milljörðum dollara, jafnvirði um 3.500 milljörðum íslenskra króna, í lán og tryggingar og gætu fengið sömu upphæð til viðbótar í styrki frá skattgreiðendum. Skilyrði um að flugfélög yrðu að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til að fá ríkisaðstoð voru felld úr frumvarpinu áður en það var samþykkt. Washington Post segir að fyrirtæki sem Donald Trump forseti, embættismenn í Hvíta húsinu eða bandarískir þingmenn eiga geta ekki sótt um lán frá alríkisstjórninni. Það bendi til þess að hótel og klúbbar Trump forseta sem hafa þurft að loka vegna aðgerða til að hefta útbreiðslu faraldursins geti ekki fengið aðstoð skattgreiðenda. Steve Mnuchin, fjármálaráðherra, áætlar að björgunarpakkinn geti haldið hagkerfinu með höfuðið upp úr vatni í þrjá mánuði. „Vonandi þurfum við ekki á þessu að halda í þrjá mánuði,“ sagði hann. Þrátt fyrir að frumvarpið hafi verið samþykkt einróma voru ýmsar efasemdir á lofti innan beggja flokka. Þannig óttuðust hörðustu íhaldsmennirnir úr flokki repúblikana að frumvarpið gengi of langt en frjálslyndustu demókratar að það gengi of skammt. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York þar sem ástandið versnar dag frá degi, varaði við því að ríki hans fengi alltof lítið fjármagn til að glíma við faraldurinn með björgunarpakkanum. Leiðtogi demókrata í fulltrúadeildinni, Steny Hoyer, segir að björgunarpakkinn verði tekinn til atkvæðagreiðslu þar á föstudagsmorgun. Trump forseti hefur sagst ætla að staðfesta lögin um leið og þau koma inn á hans borð. Um 69.000 manns hafa greinst með kórónuveirusmit í Bandaríkjunum til þessa og fleiri en þúsund manns hafa látið lífið. „Heilbrigðiskerfið okkar er ekki tilbúið að annast þá veiku. Vinnuaflið okkar er atvinnulaust. Fyrirtækin okkar geta ekki stundað viðskipti. Verksmiðjurnar okkar standa tómar. Hjól bandaríska hagkerfisins hafa stöðvast,“ varaði Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, við í gær.Vísir/EPA
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ná samkomulagi um björgunarpakka Hvíta húsið í Washington og leiðtogar öldungadeildar Bandaríkjaþings komust í nótt að samkomulagi um björgunarpakka sem ætlað er að styðja við bandarískt efnahagslíf á tímum kórónuveirufaraldursins. 25. mars 2020 06:45 Ná samkomulagi um björgunarpakka Hvíta húsið í Washington og leiðtogar öldungadeildar Bandaríkjaþings komust í nótt að samkomulagi um björgunarpakka sem ætlað er að styðja við bandarískt efnahagslíf á tímum kórónuveirufaraldursins. 25. mars 2020 06:45 Tekist á um björgunarpakka á Bandaríkjaþingi Öldungadeild Bandaríkjaþings felldi margmilljarða dollara björgunarpakka sem á að hleypa lífi í hagkerfið í skugga kórónuveirufaraldursins í gær. Demókratar gagnrýna að frumvarpið hygli stórfyrirtækjum og komi ekki nægilega til móts við almenna borgara. Bandaríski seðlabankinn aflétti takmörkunum á uppkaupum á ríkisskuldabréfum í dag. 23. mars 2020 13:57 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Ná samkomulagi um björgunarpakka Hvíta húsið í Washington og leiðtogar öldungadeildar Bandaríkjaþings komust í nótt að samkomulagi um björgunarpakka sem ætlað er að styðja við bandarískt efnahagslíf á tímum kórónuveirufaraldursins. 25. mars 2020 06:45
Ná samkomulagi um björgunarpakka Hvíta húsið í Washington og leiðtogar öldungadeildar Bandaríkjaþings komust í nótt að samkomulagi um björgunarpakka sem ætlað er að styðja við bandarískt efnahagslíf á tímum kórónuveirufaraldursins. 25. mars 2020 06:45
Tekist á um björgunarpakka á Bandaríkjaþingi Öldungadeild Bandaríkjaþings felldi margmilljarða dollara björgunarpakka sem á að hleypa lífi í hagkerfið í skugga kórónuveirufaraldursins í gær. Demókratar gagnrýna að frumvarpið hygli stórfyrirtækjum og komi ekki nægilega til móts við almenna borgara. Bandaríski seðlabankinn aflétti takmörkunum á uppkaupum á ríkisskuldabréfum í dag. 23. mars 2020 13:57