Óðagot á Indlandi vegna útgöngubannsins Kjartan Kjartansson skrifar 25. mars 2020 12:47 Indverjar standa á merktum stöðum í röð eftir að kaupa nauðsynjar í matvöruverslun í Mumbai. Þriggja vikna útgöngubann tók gildi á miðnætti. AP/Rafiq Maqbool Lögreglumenn á Indlandi hafa barið fólk sem ætlaði að kaupa mat eftir að útgöngubanni var komið á til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í gærkvöldi. Skelfing greip um sig eftir ræðu Narendra Modi, forsætisráðherra, í gær þegar fólk óttaðist að það yrði matarlaust. Götur og lestarstöðvar sem væru alla jafna stappaðar af fólki voru auðar á Indlandi í dag eftir að Modi tilkynnti um þriggja vikna útgöngubann fyrir 1,3 milljarða Indverja með aðeins fjögurra klukkustunda fyrirvara í ræðu í gær. Bannið tók gildi á miðnætti að staðartíma. Modi lýsti banninu sem „algeru“ en yfirvöld skýrðu síðar að undanþágur yrðu fyrir heilbrigðisþjónustu, löggæslu, fjölmiðla, matvöruverslanir og þá sem selja aðrar nauðsynjar. Yfirlýsingar Modi um algert bann leiddu til þess margir landsmenn reyndu að kaupa nauðsynjar í óðagoti. Netverslanirnar Amazon og Big Basket byrjuðu að fella niður pantanir fólks. Margir fóru þá út til að komast í verslanir þrátt fyrir hættu á þeir gætu verið sektaðir eða beittir öðrum refsingum fyrir að brjóta útgöngubannið. Viðskiptavinir og verslunareigendur beittir ofbeldi Lögreglunni virðist heldur ekki hafa verið ljóst hvernig bannið virkaði. Í Kerala-ríki, Mumbai og Delí bárust fréttir af því að lögreglumenn hefðu barið fólk með kylfum sem ætlaði að reyna að kaupa inn þrátt fyrir að matvöruverslanir hefðu undanþágu frá banninu. Alok Barman sem vinnur sem heimilishjálp á heimilum vel stæðra fjölskyldna í Delí segist hafa verið beittur barsmíðum þegar hann yfirgaf heimili sitt. „Sum heimili sem ég vinn fyrir greiddu mér smá pening þannig að ég hugsaði að það væri best að ná í mat fyrir heimilið. Lögreglan réðist á okkur með kylfum og barði okkur. Nú höfum við ekkert að borða,“ sagði Barman við AP-fréttastofuna. Verslunareigendur hafa svipaða sögu að segja. Þannig braut lögreglumaður innanstokksmuni í kjötbúð í Delí með kylfu sinni. Eigandinn segir lögreglumenn hafa barið sig og sagt honum að hann hefði ekki átt að opna verslunina. „Dótir mín þarf að fá ofnæmislyf reglulega. Apótekin eru opin en hvernig eigum við að komast þangað. Hver villt hætta á að lenda í lögreglunni. Þeir eru að berja fólk,“ segir Yash Goswami í bænum Moradabad við Reuters-fréttastofuna. Talsmaður lögreglunnar í Nýju-Delí neitar því að lögregluþjónar berji fólk. Lögreglumenn kanna skilríki borgara á götum Jammu í dag. Borið hefur verið á því að lögreglan viti ekki hvernig útgöngubannið virkar.AP/Channi Anand Hafa ekki efni á að sitja heima launalaus Efasemdir eru um að landsmenn eigi eftir að virða útgöngubannið. Madhura Swaminathan, yfirmaður hagfræðigreiningar Hagstofu Indlands í Bengaluru, segir nauðsynlegt að biðja fólk um að halda sig heima til að hefta útbreiðslu faraldursins. „En meirihluti íbúanna hefur ekki efni á því að sitja heima án vinnu og launa,“ segir hann. Fram að þessu hafa 519 manns greinst með COVID-19 á Indlandi og níu látið lífið. Talið er að raunveruleg tala smitaðra sé mun hærri enda hafa hlutfallslega fáir verið skimaðir fyrir kórónuveirunni. Indland er talið illa í stakk búið að takast á við skæðan faraldur þar sem þar eru aðeins 0,5 sjúkrarúm fyrir hverja þúsund íbúa. Til samanburðar er þau 4,3 í Kína og 3,2 á Ítalíu. Indland er einn stærsti framleiðandi samheitalyfja í heiminum. Stjórnvöld bönnuðu útflutning á malaríulyfi sem notað hefur verið í tilraunaskyni gegn kórónuveirunni í dag í því skyni að tryggja framboð á því heima fyrir Þriggja vikna útgöngubann sett á rúmlega milljarð manna á Indlandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Indland Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Lögreglumenn á Indlandi hafa barið fólk sem ætlaði að kaupa mat eftir að útgöngubanni var komið á til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í gærkvöldi. Skelfing greip um sig eftir ræðu Narendra Modi, forsætisráðherra, í gær þegar fólk óttaðist að það yrði matarlaust. Götur og lestarstöðvar sem væru alla jafna stappaðar af fólki voru auðar á Indlandi í dag eftir að Modi tilkynnti um þriggja vikna útgöngubann fyrir 1,3 milljarða Indverja með aðeins fjögurra klukkustunda fyrirvara í ræðu í gær. Bannið tók gildi á miðnætti að staðartíma. Modi lýsti banninu sem „algeru“ en yfirvöld skýrðu síðar að undanþágur yrðu fyrir heilbrigðisþjónustu, löggæslu, fjölmiðla, matvöruverslanir og þá sem selja aðrar nauðsynjar. Yfirlýsingar Modi um algert bann leiddu til þess margir landsmenn reyndu að kaupa nauðsynjar í óðagoti. Netverslanirnar Amazon og Big Basket byrjuðu að fella niður pantanir fólks. Margir fóru þá út til að komast í verslanir þrátt fyrir hættu á þeir gætu verið sektaðir eða beittir öðrum refsingum fyrir að brjóta útgöngubannið. Viðskiptavinir og verslunareigendur beittir ofbeldi Lögreglunni virðist heldur ekki hafa verið ljóst hvernig bannið virkaði. Í Kerala-ríki, Mumbai og Delí bárust fréttir af því að lögreglumenn hefðu barið fólk með kylfum sem ætlaði að reyna að kaupa inn þrátt fyrir að matvöruverslanir hefðu undanþágu frá banninu. Alok Barman sem vinnur sem heimilishjálp á heimilum vel stæðra fjölskyldna í Delí segist hafa verið beittur barsmíðum þegar hann yfirgaf heimili sitt. „Sum heimili sem ég vinn fyrir greiddu mér smá pening þannig að ég hugsaði að það væri best að ná í mat fyrir heimilið. Lögreglan réðist á okkur með kylfum og barði okkur. Nú höfum við ekkert að borða,“ sagði Barman við AP-fréttastofuna. Verslunareigendur hafa svipaða sögu að segja. Þannig braut lögreglumaður innanstokksmuni í kjötbúð í Delí með kylfu sinni. Eigandinn segir lögreglumenn hafa barið sig og sagt honum að hann hefði ekki átt að opna verslunina. „Dótir mín þarf að fá ofnæmislyf reglulega. Apótekin eru opin en hvernig eigum við að komast þangað. Hver villt hætta á að lenda í lögreglunni. Þeir eru að berja fólk,“ segir Yash Goswami í bænum Moradabad við Reuters-fréttastofuna. Talsmaður lögreglunnar í Nýju-Delí neitar því að lögregluþjónar berji fólk. Lögreglumenn kanna skilríki borgara á götum Jammu í dag. Borið hefur verið á því að lögreglan viti ekki hvernig útgöngubannið virkar.AP/Channi Anand Hafa ekki efni á að sitja heima launalaus Efasemdir eru um að landsmenn eigi eftir að virða útgöngubannið. Madhura Swaminathan, yfirmaður hagfræðigreiningar Hagstofu Indlands í Bengaluru, segir nauðsynlegt að biðja fólk um að halda sig heima til að hefta útbreiðslu faraldursins. „En meirihluti íbúanna hefur ekki efni á því að sitja heima án vinnu og launa,“ segir hann. Fram að þessu hafa 519 manns greinst með COVID-19 á Indlandi og níu látið lífið. Talið er að raunveruleg tala smitaðra sé mun hærri enda hafa hlutfallslega fáir verið skimaðir fyrir kórónuveirunni. Indland er talið illa í stakk búið að takast á við skæðan faraldur þar sem þar eru aðeins 0,5 sjúkrarúm fyrir hverja þúsund íbúa. Til samanburðar er þau 4,3 í Kína og 3,2 á Ítalíu. Indland er einn stærsti framleiðandi samheitalyfja í heiminum. Stjórnvöld bönnuðu útflutning á malaríulyfi sem notað hefur verið í tilraunaskyni gegn kórónuveirunni í dag í því skyni að tryggja framboð á því heima fyrir Þriggja vikna útgöngubann sett á rúmlega milljarð manna á Indlandi
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Indland Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira