Sara á leið til besta félagsliðs Evrópu Sindri Sverrisson skrifar 19. apríl 2020 11:15 Sara Björk Gunnarsdóttir hefur verið í lykilhlutverki hjá Wolfsburg. VÍSIR/GETTY Sara Björk Gunnarsdóttir er á leið til sigursælasta knattspyrnuliðs Evrópu og sennilega besta knattspyrnuliðs heims í dag, franska félagsins Lyon. Sara verður samningslaus í sumar eftir gjöful ár í Þýskalandi þar sem hún hefur orðið Þýskalandsmeistari og bikarmeistari þrjú ár í röð með Wolfsburg, og var á góðri leið með að ná því í fjórða sinn þegar hlé var gert vegna kórónuveirufaraldursins. Hún hefur verið í lykilhlutverki hjá liðinu öll þessi ár. Franski miðillinn RMC Sport greinir frá því að Sara og Lola Gallardo, markvörður Atlético Madrid, komi til Lyon í sumar. Þær eigi að fylla skarðið sem Dzsenifer Marozsan og Sarah Bouhaddi skilji eftir sig en þær eru á leið til Utah Royals í Bandaríkjunum, þar sem Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hefur verið á mála. Lyon hefur ekki staðfest fréttirnar en samkvæmt heimildum Vísis er fótur fyrir þeim. Sara, sem er 29 ára, hefur kynnst því á eigin skinni hve sterkt lið Lyon er en hún var í liði Wolfsburg sem tapaði úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Lyon árið 2018, og þegar Wolfsburg féll úr keppni gegn Lyon í 8-liða úrslitum keppninnar í fyrra. Lyon hefur unnið Meistaradeildina oftast allra liða eða sex sinnum, þar af fjögur síðustu ár. Lyon er, líkt og Wolfsburg, komið í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar í ár en hlé er á keppninni og óvíst hvort og þá hvenær hún verði kláruð, vegna kórónuveirunnar. Lyon er einnig sigursælasta lið í sögu frönsku 1. deildarinnar með 13 titla en liðið hefur orðið franskur meistari 13 sinnum í röð. Þá hefur Lyon unnið frönsku bikarkeppnina átta sinnum. Franski boltinn Þýski boltinn Tengdar fréttir Sara Björk hvetur unga iðkendur til að halda áfram að hreyfa sig Knattspyrnusamband Íslands vill gera sitt í að lyfta upp anda þjóðarinnar og hvetja hana til að halda áfram að hreyfa sig í samkomubanni. KSÍ fékk landsliðsfólkið til að taka þátt í þessu með sér. Ari Freyr Skúlason reið á vaðið í gær og í dag er það landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir sem tekur við keflinu. 21. mars 2020 14:15 Þjóðverjar fresta einnig Keppni í fimm sterkustu deildum Evrópu hefur verið frestar vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. mars 2020 15:41 Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir er á leið til sigursælasta knattspyrnuliðs Evrópu og sennilega besta knattspyrnuliðs heims í dag, franska félagsins Lyon. Sara verður samningslaus í sumar eftir gjöful ár í Þýskalandi þar sem hún hefur orðið Þýskalandsmeistari og bikarmeistari þrjú ár í röð með Wolfsburg, og var á góðri leið með að ná því í fjórða sinn þegar hlé var gert vegna kórónuveirufaraldursins. Hún hefur verið í lykilhlutverki hjá liðinu öll þessi ár. Franski miðillinn RMC Sport greinir frá því að Sara og Lola Gallardo, markvörður Atlético Madrid, komi til Lyon í sumar. Þær eigi að fylla skarðið sem Dzsenifer Marozsan og Sarah Bouhaddi skilji eftir sig en þær eru á leið til Utah Royals í Bandaríkjunum, þar sem Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hefur verið á mála. Lyon hefur ekki staðfest fréttirnar en samkvæmt heimildum Vísis er fótur fyrir þeim. Sara, sem er 29 ára, hefur kynnst því á eigin skinni hve sterkt lið Lyon er en hún var í liði Wolfsburg sem tapaði úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Lyon árið 2018, og þegar Wolfsburg féll úr keppni gegn Lyon í 8-liða úrslitum keppninnar í fyrra. Lyon hefur unnið Meistaradeildina oftast allra liða eða sex sinnum, þar af fjögur síðustu ár. Lyon er, líkt og Wolfsburg, komið í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar í ár en hlé er á keppninni og óvíst hvort og þá hvenær hún verði kláruð, vegna kórónuveirunnar. Lyon er einnig sigursælasta lið í sögu frönsku 1. deildarinnar með 13 titla en liðið hefur orðið franskur meistari 13 sinnum í röð. Þá hefur Lyon unnið frönsku bikarkeppnina átta sinnum.
Franski boltinn Þýski boltinn Tengdar fréttir Sara Björk hvetur unga iðkendur til að halda áfram að hreyfa sig Knattspyrnusamband Íslands vill gera sitt í að lyfta upp anda þjóðarinnar og hvetja hana til að halda áfram að hreyfa sig í samkomubanni. KSÍ fékk landsliðsfólkið til að taka þátt í þessu með sér. Ari Freyr Skúlason reið á vaðið í gær og í dag er það landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir sem tekur við keflinu. 21. mars 2020 14:15 Þjóðverjar fresta einnig Keppni í fimm sterkustu deildum Evrópu hefur verið frestar vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. mars 2020 15:41 Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira
Sara Björk hvetur unga iðkendur til að halda áfram að hreyfa sig Knattspyrnusamband Íslands vill gera sitt í að lyfta upp anda þjóðarinnar og hvetja hana til að halda áfram að hreyfa sig í samkomubanni. KSÍ fékk landsliðsfólkið til að taka þátt í þessu með sér. Ari Freyr Skúlason reið á vaðið í gær og í dag er það landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir sem tekur við keflinu. 21. mars 2020 14:15
Þjóðverjar fresta einnig Keppni í fimm sterkustu deildum Evrópu hefur verið frestar vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. mars 2020 15:41