Lokuðu ströndinni eftir að fjöldatakmarkanir voru ekki virtar Sylvía Hall skrifar 21. mars 2020 10:15 Frá Bondi Beach í gær. Mikill fjöldi fólks var samankominn á ströndinni þrátt fyrir tilmæli yfirvalda um takmarkanir á fjöldasamkomum. Vísir/Getty Lögreglan í Sydney þurfti að loka einni vinsælustu baðströnd borgarinnar, Bondi Beach, eftir að fjöldi fólks á ströndinni fór yfir leyfilegan fjölda samkvæmt samkomubanni. Heilbrigðisráðherra landsins hefur gagnrýnt hegðun fólksins og segir hana óásættanlega. Samkomubannið í Ástralíu nær til allra samkoma þar sem fimm hundruð eða fleiri koma saman utandyra og er hámarkið sett við hundrað manns innandyra. Fólk er hvatt til þess að halda eins og hálfs metra fjarlægð milli hvors annars og fari fólk gegn reglum samkomubannsins gæti lögregla verið kölluð til. Það varð raunin á Bondi Beach í gær þegar hundruð manna komu saman á ströndinni og ætluðu að nýta góða veðrið þann daginn. Ljóst var að fjöldinn fór yfir fimm hundruð og var því lögregla kölluð til og ströndinni lokað tímabundið. Bondi Beach empty, hill pretty packed #Bondi #bondibeach pic.twitter.com/TLIoDVnD7V— Kalifauna (@Kali_Austin) March 21, 2020 Greg Hunt, heilbrigðisráðherra landsins, sagði það bera vott um afneitun að sjá tugi fjölskyldna nota almenningssturtur og klósett á ströndinni þegar yfirvöld hefðu gefið það út að fólk ætti að forðast slíkar fjöldasamkomur. Hegðun þeirra væri óðásættanleg og kallaði hann eftir auknum aðgerðum af hálfu borgaryfirvalda á hverjum stað fyrir sig til þess að tryggja að fólk fylgdi fyrirmælum. Það væri lífsnauðsynlegt fyrir marga að fólk virti slík fyrirmæli. Forsætisráðherrann Scott Morrison kynnti frekari aðgerðir í gær til þess að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Yfir þúsund hafa smitast og sjö látist af völdum sjúkdómsins í landinu. Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Heilsan batnar með hverjum degi sem líður Hjónin Tom Hanks og Rita Wilson eru við góða heilsu og líður betur með degi hverjum. 19. mars 2020 23:35 Hafa enn ekki staðfest smit en grípa þó til aðgerða Yfirvöld Norður-Kóreu hafa meinað fólki sem ekki ber grímur að notast við almenningssamgöngur. 19. mars 2020 15:55 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Lögreglan í Sydney þurfti að loka einni vinsælustu baðströnd borgarinnar, Bondi Beach, eftir að fjöldi fólks á ströndinni fór yfir leyfilegan fjölda samkvæmt samkomubanni. Heilbrigðisráðherra landsins hefur gagnrýnt hegðun fólksins og segir hana óásættanlega. Samkomubannið í Ástralíu nær til allra samkoma þar sem fimm hundruð eða fleiri koma saman utandyra og er hámarkið sett við hundrað manns innandyra. Fólk er hvatt til þess að halda eins og hálfs metra fjarlægð milli hvors annars og fari fólk gegn reglum samkomubannsins gæti lögregla verið kölluð til. Það varð raunin á Bondi Beach í gær þegar hundruð manna komu saman á ströndinni og ætluðu að nýta góða veðrið þann daginn. Ljóst var að fjöldinn fór yfir fimm hundruð og var því lögregla kölluð til og ströndinni lokað tímabundið. Bondi Beach empty, hill pretty packed #Bondi #bondibeach pic.twitter.com/TLIoDVnD7V— Kalifauna (@Kali_Austin) March 21, 2020 Greg Hunt, heilbrigðisráðherra landsins, sagði það bera vott um afneitun að sjá tugi fjölskyldna nota almenningssturtur og klósett á ströndinni þegar yfirvöld hefðu gefið það út að fólk ætti að forðast slíkar fjöldasamkomur. Hegðun þeirra væri óðásættanleg og kallaði hann eftir auknum aðgerðum af hálfu borgaryfirvalda á hverjum stað fyrir sig til þess að tryggja að fólk fylgdi fyrirmælum. Það væri lífsnauðsynlegt fyrir marga að fólk virti slík fyrirmæli. Forsætisráðherrann Scott Morrison kynnti frekari aðgerðir í gær til þess að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Yfir þúsund hafa smitast og sjö látist af völdum sjúkdómsins í landinu.
Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Heilsan batnar með hverjum degi sem líður Hjónin Tom Hanks og Rita Wilson eru við góða heilsu og líður betur með degi hverjum. 19. mars 2020 23:35 Hafa enn ekki staðfest smit en grípa þó til aðgerða Yfirvöld Norður-Kóreu hafa meinað fólki sem ekki ber grímur að notast við almenningssamgöngur. 19. mars 2020 15:55 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Heilsan batnar með hverjum degi sem líður Hjónin Tom Hanks og Rita Wilson eru við góða heilsu og líður betur með degi hverjum. 19. mars 2020 23:35
Hafa enn ekki staðfest smit en grípa þó til aðgerða Yfirvöld Norður-Kóreu hafa meinað fólki sem ekki ber grímur að notast við almenningssamgöngur. 19. mars 2020 15:55