Valgerður dregur uppsögn sína til baka Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. apríl 2020 22:50 Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, hefur dregið uppsögn sína til baka. vísir/baldur Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins Vogs og framkvæmdastjóri lækninga hefur dregið uppsögn sína til baka. Þá hefur framkvæmdastjórn SÁÁ dregið til baka uppsagnir þeirra átta starfsmanna sem sagt var upp um síðustu mánaðamót. Þetta kemur fram á vef SÁÁ. „Þetta var góð niðurstaða hjá framkvæmdastjórn samtakanna,“ er haft eftir Valgerði í tilkynningu frá samtökunum. „Við hjá SÁÁ höfum mikið verk að vinna og það er hugur í starfsfólkinu sem stendur saman í þrengingunum sem eru fyrirséðar þetta árið.“ Formaður SÁÁ, Arnþór Jónsson, segist fagna ákvörðun Valgerðar. „Hún hefur nú óbundnar hendur við þær sparnaðaraðgerðir sem nauðsynlegar eru til að tryggja greiðsluhæfni félagsins,“ er haft eftir honum. Hann segist þá telja að með ákvörðuninni megi tryggja starfsfrið og áframhaldandi árangur af meðferðarstarfsemi SÁÁ. Sagði upp í kjölfar uppsagna án samráðs við hana Þann 26. mars sagði Valgerður upp störfum eftir að áðurnefndum átta starfsmönnum, flestum sálfræðingum, var sagt upp af stjórn SÁÁ án samráðs við hana eða aðra yfirmenn. Í kjölfarið skapaðist nokkur ólga innan samtakanna, sem leiddi meðal annars til þess að þrír meðlimir framkvæmdastjórnar SÁÁ sögðu sig úr stjórninni. Þá lýstu fjölmargir óánægju sinni með starfslok Valgerðar og höfðu gott eitt um hana að segja. Hér má svo nálgast allar fréttir Vísis af málinu, í tímaröð. Fréttin hefur verið uppfærð. Ólga innan SÁÁ Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins Vogs og framkvæmdastjóri lækninga hefur dregið uppsögn sína til baka. Þá hefur framkvæmdastjórn SÁÁ dregið til baka uppsagnir þeirra átta starfsmanna sem sagt var upp um síðustu mánaðamót. Þetta kemur fram á vef SÁÁ. „Þetta var góð niðurstaða hjá framkvæmdastjórn samtakanna,“ er haft eftir Valgerði í tilkynningu frá samtökunum. „Við hjá SÁÁ höfum mikið verk að vinna og það er hugur í starfsfólkinu sem stendur saman í þrengingunum sem eru fyrirséðar þetta árið.“ Formaður SÁÁ, Arnþór Jónsson, segist fagna ákvörðun Valgerðar. „Hún hefur nú óbundnar hendur við þær sparnaðaraðgerðir sem nauðsynlegar eru til að tryggja greiðsluhæfni félagsins,“ er haft eftir honum. Hann segist þá telja að með ákvörðuninni megi tryggja starfsfrið og áframhaldandi árangur af meðferðarstarfsemi SÁÁ. Sagði upp í kjölfar uppsagna án samráðs við hana Þann 26. mars sagði Valgerður upp störfum eftir að áðurnefndum átta starfsmönnum, flestum sálfræðingum, var sagt upp af stjórn SÁÁ án samráðs við hana eða aðra yfirmenn. Í kjölfarið skapaðist nokkur ólga innan samtakanna, sem leiddi meðal annars til þess að þrír meðlimir framkvæmdastjórnar SÁÁ sögðu sig úr stjórninni. Þá lýstu fjölmargir óánægju sinni með starfslok Valgerðar og höfðu gott eitt um hana að segja. Hér má svo nálgast allar fréttir Vísis af málinu, í tímaröð. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ólga innan SÁÁ Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira