„Risastórt skref“ að fá rafíþróttir í sjónvarpi í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 20. mars 2020 07:00 Það er mikið lagt í útsendingar frá stærstu mótum heims í rafíþróttum. VÍSIR/GETTY „Það er risastórt skref að þetta vinsæla efni sé komið yfir í sjónvarp á Íslandi,“ segir Ólafur Hrafn Steinarsson, formaður Rafíþróttasamtaka Íslands, en útsendingar frá rafíþróttum á Stöð 2 eSport hefjast í dag. Útsendingarnar má sjá á Stöð 2 Sport 4 og þar verður í kvöld hægt að sjá fremstu lið landsins keppa í Counter-Strike og League of Legends. Hins vegar verður byrjað á að sýna frá HM í KARDS, íslenskum tölvuleik sem Ólafur Hrafn segir að komi úr smiðju reynslubolta í faginu; fyrrverandi starfsmanna CCP. „Þetta er sem sagt spilaleikur sem byggir á seinni heimsstyrjöldinni, þar sem menn safna spjöldum og búa til sinn stokk, óvinurinn býr til sinn stokk, og svo keppa þeir. Þessi leikur er ennþá í „early access“, eins og það er kallað, en fer í fulla útgáfu á næstu mánuðum. Það hefur gengið þokkalega vel með þennan leik og heildarfjöldi spilara fór yfir 100 þúsund þegar heimsmeistaramótið var í gangi, og leikurinn hefur vaxið slatta síðan þá,“ segir Ólafur Hrafn. Úrslitaleikirnir frá fyrstu leiktíðinni í íslensku rafíþróttadeildinni, sem nú ber heitið Vodafone-deildin, verða sýndir í kvöld en á miðvikudag verður fyrsta beina útsendingin frá nýrri leiktíð þegar Fylkir og Þór Akureyri keppa í Counter-Strike. Vonir standa jafnframt til þess að hægt verði að senda út frá leikjum landsliðs Íslands í Pro Evolution Soccer á mánudaginn. Tölvuleikir hafa lengi verið vinsæl afþreying og rafíþróttir eru mest vaxandi íþróttagrein í sjónvarpi í dag. „Þetta er í raun eins og áhorf á hvern annan hlut. Það er bara mjög gaman að sjá einhvern gera hlutina sem þú hefur áhuga á rosalega vel,“ segir Ólafur Hrafn og bætir við: „Það er auðvitað svolítið nýtt að færa þetta yfir í sjónvarpið, og það er risastórt skref að þetta vinsæla efni sé komið yfir í sjónvarp á Íslandi.“ Rafíþróttir Fjölmiðlar Tengdar fréttir Vodafone deildin hefst í næstu viku Deildin er keppni milli átta bestu liða landsins í League of Legends og Counter Strike: Global Offensive. 19. mars 2020 12:16 Ný sjónvarpsstöð fyrir rafíþróttir Í þessum mánuði fer í loftið ný sjónvarpsstöð, Stöð 2 ESPORT, sem sýna mun frá keppni í rafíþróttum á Íslandi. 18. mars 2020 06:00 „Það þarf að fara að líta á þetta sem alvöru íþrótt“ Fyrsti þátturinn af hlaðvarpinu Gagnaverið er kominn í loftið og er fjallað þar um rafíþróttir. 5. mars 2020 20:00 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Haukar - Fram | Rísa þær upp eftir risatap? Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Leeds sló eigið stigamet Sjá meira
„Það er risastórt skref að þetta vinsæla efni sé komið yfir í sjónvarp á Íslandi,“ segir Ólafur Hrafn Steinarsson, formaður Rafíþróttasamtaka Íslands, en útsendingar frá rafíþróttum á Stöð 2 eSport hefjast í dag. Útsendingarnar má sjá á Stöð 2 Sport 4 og þar verður í kvöld hægt að sjá fremstu lið landsins keppa í Counter-Strike og League of Legends. Hins vegar verður byrjað á að sýna frá HM í KARDS, íslenskum tölvuleik sem Ólafur Hrafn segir að komi úr smiðju reynslubolta í faginu; fyrrverandi starfsmanna CCP. „Þetta er sem sagt spilaleikur sem byggir á seinni heimsstyrjöldinni, þar sem menn safna spjöldum og búa til sinn stokk, óvinurinn býr til sinn stokk, og svo keppa þeir. Þessi leikur er ennþá í „early access“, eins og það er kallað, en fer í fulla útgáfu á næstu mánuðum. Það hefur gengið þokkalega vel með þennan leik og heildarfjöldi spilara fór yfir 100 þúsund þegar heimsmeistaramótið var í gangi, og leikurinn hefur vaxið slatta síðan þá,“ segir Ólafur Hrafn. Úrslitaleikirnir frá fyrstu leiktíðinni í íslensku rafíþróttadeildinni, sem nú ber heitið Vodafone-deildin, verða sýndir í kvöld en á miðvikudag verður fyrsta beina útsendingin frá nýrri leiktíð þegar Fylkir og Þór Akureyri keppa í Counter-Strike. Vonir standa jafnframt til þess að hægt verði að senda út frá leikjum landsliðs Íslands í Pro Evolution Soccer á mánudaginn. Tölvuleikir hafa lengi verið vinsæl afþreying og rafíþróttir eru mest vaxandi íþróttagrein í sjónvarpi í dag. „Þetta er í raun eins og áhorf á hvern annan hlut. Það er bara mjög gaman að sjá einhvern gera hlutina sem þú hefur áhuga á rosalega vel,“ segir Ólafur Hrafn og bætir við: „Það er auðvitað svolítið nýtt að færa þetta yfir í sjónvarpið, og það er risastórt skref að þetta vinsæla efni sé komið yfir í sjónvarp á Íslandi.“
Rafíþróttir Fjölmiðlar Tengdar fréttir Vodafone deildin hefst í næstu viku Deildin er keppni milli átta bestu liða landsins í League of Legends og Counter Strike: Global Offensive. 19. mars 2020 12:16 Ný sjónvarpsstöð fyrir rafíþróttir Í þessum mánuði fer í loftið ný sjónvarpsstöð, Stöð 2 ESPORT, sem sýna mun frá keppni í rafíþróttum á Íslandi. 18. mars 2020 06:00 „Það þarf að fara að líta á þetta sem alvöru íþrótt“ Fyrsti þátturinn af hlaðvarpinu Gagnaverið er kominn í loftið og er fjallað þar um rafíþróttir. 5. mars 2020 20:00 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Haukar - Fram | Rísa þær upp eftir risatap? Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Leeds sló eigið stigamet Sjá meira
Vodafone deildin hefst í næstu viku Deildin er keppni milli átta bestu liða landsins í League of Legends og Counter Strike: Global Offensive. 19. mars 2020 12:16
Ný sjónvarpsstöð fyrir rafíþróttir Í þessum mánuði fer í loftið ný sjónvarpsstöð, Stöð 2 ESPORT, sem sýna mun frá keppni í rafíþróttum á Íslandi. 18. mars 2020 06:00
„Það þarf að fara að líta á þetta sem alvöru íþrótt“ Fyrsti þátturinn af hlaðvarpinu Gagnaverið er kominn í loftið og er fjallað þar um rafíþróttir. 5. mars 2020 20:00