Lukaku fékk reiðilestur frá Conte | „Hvað varstu að gera?“ Sindri Sverrisson skrifar 19. mars 2020 21:30 Romelu Lukaku hefur raðað inn mörkum fyrir Inter. vísir/getty Romelu Lukaku segir að minnstu hafi mátt muna að hann færi til Juventus í stað Inter Mílanó síðasta sumar. Hann segir Ole Gunnar Solskjær hafa viljað halda sér hjá Manchester United. Lukaku er í heimasóttkví eins og aðrir knattspyrnumenn á Ítalíu en áður en að kórónuveiran setti allt úr skorðum hafði hann skorað 17 mörk í 26 deildarleikjum fyrir Inter. Vistaskiptin til Ítalíu virðast því hafa gert honum gott og í viðtali á Youtube-rás gamla markahróksins Ian Wright kveðst hann ekki sjá eftir því að hafa yfirgefið United: „Ég vissi að það yrði gott. Það geta allir átt eitt slæmt tímabil á sínum ferli. Þú veist hvað var í gangi á bakvið tjöldin – þetta var bara búið spil. Þetta var erfið staða þar sem ég varð að taka ákvörðun og fara eitthvert þar sem ég myndi vinna með einhverjum sem vildi mig líka. Þeir vildu halda mér en ég sagði að þessu væri lokið. Ég sagði Manchester United að félagið væri á réttri leið, væri að fá rétta leikmenn og standa sig vel, og ég óska þeim alls hins besta. Það er barnalegt að vera með einhverja vanvirðingu gagnvart sínu gamla félagi,“ sagði Lukaku. Aðspurður um möguleikann á að hann færi til Juventus sagði Belginn: „Það munaði litlu, alveg sáralitlu, en ég horfði alltaf til Inter og þjálfarans hér. Þegar ég var stráklingur þá leit ég upp til Adriano, Ronaldo, Christian Vieri, svo að þegar Inter kom inn í myndina… og Conte hafði viljað fá mig til Chelsea og Juve sömuleiðis. Ég hugsaði með mér að nú væri tímabært að fara og sjá hvernig þetta væri. Mikilvægast var að komast í gott form. Þetta er öðruvísi, hérna er mikið lagt á mann maður. Guð minn góður, spurðu Ashley Young einhvern tímann út í þetta,“ sagði Lukaku. Hann kann vel að meta Antonio Conte sem sótti það fast að fá Lukaku til Inter, en stjórinn væntir mikils af sínum mönnum eins og Lukaku fékk að kynnast: „Við vinnum eftir ákveðnum kerfum svo að ef að maður klúðrar einhverju þá stoppar hann allt og spyr: „Hvað varstu að gera?“ Fyrir framan alla! Hann gerði það við mig þegar við spiluðum við Slavia Prag. Það var náungi þarna í vörninni sem vann návígi við mig og fagnaði því eins og marki. Stjórinn talaði um þetta í fimm mínútur — þrumaði yfir mér fyrir framan alla. Ég hefði getað sokkið ofan í jörðina. Þetta var í fyrsta sinn á mínum tíu ára ferli sem ég lenti í svona. Maður getur annað hvort sokkið niður eða brugðist við og það gerði ég,“ sagði Lukaku. Ítalski boltinn Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Sjá meira
Romelu Lukaku segir að minnstu hafi mátt muna að hann færi til Juventus í stað Inter Mílanó síðasta sumar. Hann segir Ole Gunnar Solskjær hafa viljað halda sér hjá Manchester United. Lukaku er í heimasóttkví eins og aðrir knattspyrnumenn á Ítalíu en áður en að kórónuveiran setti allt úr skorðum hafði hann skorað 17 mörk í 26 deildarleikjum fyrir Inter. Vistaskiptin til Ítalíu virðast því hafa gert honum gott og í viðtali á Youtube-rás gamla markahróksins Ian Wright kveðst hann ekki sjá eftir því að hafa yfirgefið United: „Ég vissi að það yrði gott. Það geta allir átt eitt slæmt tímabil á sínum ferli. Þú veist hvað var í gangi á bakvið tjöldin – þetta var bara búið spil. Þetta var erfið staða þar sem ég varð að taka ákvörðun og fara eitthvert þar sem ég myndi vinna með einhverjum sem vildi mig líka. Þeir vildu halda mér en ég sagði að þessu væri lokið. Ég sagði Manchester United að félagið væri á réttri leið, væri að fá rétta leikmenn og standa sig vel, og ég óska þeim alls hins besta. Það er barnalegt að vera með einhverja vanvirðingu gagnvart sínu gamla félagi,“ sagði Lukaku. Aðspurður um möguleikann á að hann færi til Juventus sagði Belginn: „Það munaði litlu, alveg sáralitlu, en ég horfði alltaf til Inter og þjálfarans hér. Þegar ég var stráklingur þá leit ég upp til Adriano, Ronaldo, Christian Vieri, svo að þegar Inter kom inn í myndina… og Conte hafði viljað fá mig til Chelsea og Juve sömuleiðis. Ég hugsaði með mér að nú væri tímabært að fara og sjá hvernig þetta væri. Mikilvægast var að komast í gott form. Þetta er öðruvísi, hérna er mikið lagt á mann maður. Guð minn góður, spurðu Ashley Young einhvern tímann út í þetta,“ sagði Lukaku. Hann kann vel að meta Antonio Conte sem sótti það fast að fá Lukaku til Inter, en stjórinn væntir mikils af sínum mönnum eins og Lukaku fékk að kynnast: „Við vinnum eftir ákveðnum kerfum svo að ef að maður klúðrar einhverju þá stoppar hann allt og spyr: „Hvað varstu að gera?“ Fyrir framan alla! Hann gerði það við mig þegar við spiluðum við Slavia Prag. Það var náungi þarna í vörninni sem vann návígi við mig og fagnaði því eins og marki. Stjórinn talaði um þetta í fimm mínútur — þrumaði yfir mér fyrir framan alla. Ég hefði getað sokkið ofan í jörðina. Þetta var í fyrsta sinn á mínum tíu ára ferli sem ég lenti í svona. Maður getur annað hvort sokkið niður eða brugðist við og það gerði ég,“ sagði Lukaku.
Ítalski boltinn Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Sjá meira