Stöðvum þessa veiru! Frosti Sigurjónsson skrifar 19. mars 2020 17:00 Opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands Reykjavík 19. mars 2020 Kæra Katrín, Nú er ljóst að vesturlönd eru að gera skelfileg mistök með þeirri stefnu að reyna að stýra útbreiðslu veirunnar. Þau freista þess að "fletja kúfinn” eða “teygja á faraldrinum” í þeirri von að hægt verði að hlífa öldruðum og viðkvæmum meðan hjarðónæmi byggist upp. Við erum að fylgja sömu stefnu. Þessi leið mun líklega taka 50-80 vikur og hafa lamandi áhrif á samfélagið og efnahagslífið þar með. Talið er að veiran muni breiðast út, þar til 60% landsmanna hafa tekið pestina (200.000). Reikna má með að minnst 5% (10.000) þeirra sem smitast veikist mjög illa og 1% (2.000) gætu dáið. Fái veiran að ganga hraðar yfir, sligast heilbrigðiskerfið og þá munu enn fleiri deyja, kannski 4% (8.000). Í Bretlandi telja sérfræðingar að þessi leið “að fletja kúfinn” muni taka 18 mánuði og samt muni hundruð þúsunda deyja þar. Allan þann tíma þurfa viðkvæmir hópar að vera í sjálfskipaðri sóttkví til að forðast veiruna. Ítalir, Spánverjar og fleiri þjóðir sem hafa fylgt þessari aðferð hafa misst tök á veirunni og þúsundir látnir. Nú verða leiðtogar að grípa inní áður en skaðinn verður óbætanlegur hér líka. Hér hefur smitrakningarteymið vart undan og fjöldi órakinna smita fer stöðugt vaxandi. Sóttvarnarlæknir talar í dag um að smitrakningu verði sjálfhætt, hafi teymið ekki undan. Hann virðist stýra undanhaldi fremur en sókn gegn veirunni. Lausnin liggur fyrir Asíuríkin hafa sýnt að það er hægt að stöðva útbreiðslu veirunnar á innan við sjö vikum með snörpu átaki. Rjúfa þarf allar smitleiðir veirunar, skima og einangra. Veiran deyr út fái hún ekki að smita nýtt fólk. Að átaki loknu er vitað hverjir eru með smit og árvekni viðhöfð þar til búið er að þróa bóluefni eða lyf sem milda sjúkdóminn. Þessi aðferðafræði er vel þekkt og ekkert sem hindrar okkur í að ná árangri verði þessi stefna sett í gang. (sjá fylgiskjöl frá WHO ofl) Í Kína, Singapore, Hong Kong, Taiwan og víðar hefur þessi leið skilað sigri og smitum snarfækkar. Efnahagslífið í þessum löndum er að rétta úr kútnum. Þau ákváðu að stöðva veiruna. Ríkisstjórnin ber ábyrgð Hér þarf stefnubreytingu strax og hún þarf að koma frá stjórnmálamönnum, leiðtogum okkar. Ég veit að þú hefur alla burði til greina stöðuna og grípa inní. Ég vil ekki gagnrýna sóttvarnarlækni, heldur þá stefnu sem hann hefur fylgt eftir en hún virðist vera sú sama og hjá flestum evrópuríkjum. Sóttvarnarlæknir hefur í viðtölum og síðast nú í dag(1), staðfest þá skoðun að það þurfi að fá smit út í samfélagið til að skapa ónæmi en verja þurfi viðkvæma og gæta þess að spítalar hafi undan. Ekki megi stöðva útbreiðsluna algerlega því þá gjósi veiran bara upp aftur síðar. Sóttvarnarlæknir telur þessa leið vera að skila góðum árangri, það rímar hins vegar ekki við þá stöðu að smitum fjölgar í samfélaginu og smitrakning hefur vart undan. Öll eigum við vini og ættingja í þeim hópi sem má ekki smitast af veirunni. Enn er ekki of seint að bjarga þeim frá þessari vá. Lausnin á ekki að felast í því að kaupa fleiri öndunarvélar fyrir fárveika, lausnin felst í að hindra veiruna í að smita landsmenn. Þú ert vonandi mjög hugsi, enda hvílir ábyrgðin nú á þínum herðum og ríkisstjórnarinnar. Það er ekki hægt að vísa ábyrgð á sóttvarnarlækni, nú þegar öllum má vera ljóst að aðferð hans er röng og getur leitt til stórtjóns. Önnur margfalt skjótvirkari og öruggari leið er í boði. Það þarf að taka ákvörðun strax Staðfest smit eru orðin 330 en samkvæmt skimun deCode er líklegt að í samfélaginu séu 0,7% (2.500) landsmanna smitaðir. Óafvitandi smita þeir nú börn, kennara, ástvini, gamalt fólk og veikt. Eftir viku verða smitaðir líklega orðnir 5.000 og hér eins og á Ítalíu munu 5-10% þeirra veikjast mjög illa. Það verða þá 250- 500 sem þurfa að leggjast inn, sumir á gjörgæslu. Er það bara ásættanlegt? Góður árangur? Hver dagur sem líður án stefnubreytingar fjölgar smitum um 5-20%. Læknar hafa tjáð mér að þeir séu mjög uggandi um sjúklinga sína verði ekki breytt um stefnu þegar í stað. Erlendir sérfræðingar, WHO, Bill Gates og fleiri leiðtogar hvetja stjórnvöld allra landa til að stöðva veiruna strax. Tækifæri Nú er Ísland komið á lista yfir hættuleg lönd og skiljanlega þar sem smit í samfélaginu nálgast 1%. Takist okkur að stöðva veiruna með samstilltu þjóðarátaki, yrði það ekki bara gott fyrir efnahagslífið og þjóðina, heldur einnig góð landkynning sem gæti laðað hingað ferðamenn í framtíðinni sem vilja heimsækja öruggt land. Þetta tækifæri mun líða hjá, ef stjórnvöld bíða of lengi með ákvörðun. Ég er reiðubúinn að aðstoða ef óskað er og tel víst að allir landsmenn séu tilbúnir að leggja sitt af mörkum í þjóðarátaki til að stöðva þessa veiru. Vonast til að heyra í þér sem allra fyrst. Stöðvum þessa veiru! Frosti Sigurjónsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Sjá meira
Opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands Reykjavík 19. mars 2020 Kæra Katrín, Nú er ljóst að vesturlönd eru að gera skelfileg mistök með þeirri stefnu að reyna að stýra útbreiðslu veirunnar. Þau freista þess að "fletja kúfinn” eða “teygja á faraldrinum” í þeirri von að hægt verði að hlífa öldruðum og viðkvæmum meðan hjarðónæmi byggist upp. Við erum að fylgja sömu stefnu. Þessi leið mun líklega taka 50-80 vikur og hafa lamandi áhrif á samfélagið og efnahagslífið þar með. Talið er að veiran muni breiðast út, þar til 60% landsmanna hafa tekið pestina (200.000). Reikna má með að minnst 5% (10.000) þeirra sem smitast veikist mjög illa og 1% (2.000) gætu dáið. Fái veiran að ganga hraðar yfir, sligast heilbrigðiskerfið og þá munu enn fleiri deyja, kannski 4% (8.000). Í Bretlandi telja sérfræðingar að þessi leið “að fletja kúfinn” muni taka 18 mánuði og samt muni hundruð þúsunda deyja þar. Allan þann tíma þurfa viðkvæmir hópar að vera í sjálfskipaðri sóttkví til að forðast veiruna. Ítalir, Spánverjar og fleiri þjóðir sem hafa fylgt þessari aðferð hafa misst tök á veirunni og þúsundir látnir. Nú verða leiðtogar að grípa inní áður en skaðinn verður óbætanlegur hér líka. Hér hefur smitrakningarteymið vart undan og fjöldi órakinna smita fer stöðugt vaxandi. Sóttvarnarlæknir talar í dag um að smitrakningu verði sjálfhætt, hafi teymið ekki undan. Hann virðist stýra undanhaldi fremur en sókn gegn veirunni. Lausnin liggur fyrir Asíuríkin hafa sýnt að það er hægt að stöðva útbreiðslu veirunnar á innan við sjö vikum með snörpu átaki. Rjúfa þarf allar smitleiðir veirunar, skima og einangra. Veiran deyr út fái hún ekki að smita nýtt fólk. Að átaki loknu er vitað hverjir eru með smit og árvekni viðhöfð þar til búið er að þróa bóluefni eða lyf sem milda sjúkdóminn. Þessi aðferðafræði er vel þekkt og ekkert sem hindrar okkur í að ná árangri verði þessi stefna sett í gang. (sjá fylgiskjöl frá WHO ofl) Í Kína, Singapore, Hong Kong, Taiwan og víðar hefur þessi leið skilað sigri og smitum snarfækkar. Efnahagslífið í þessum löndum er að rétta úr kútnum. Þau ákváðu að stöðva veiruna. Ríkisstjórnin ber ábyrgð Hér þarf stefnubreytingu strax og hún þarf að koma frá stjórnmálamönnum, leiðtogum okkar. Ég veit að þú hefur alla burði til greina stöðuna og grípa inní. Ég vil ekki gagnrýna sóttvarnarlækni, heldur þá stefnu sem hann hefur fylgt eftir en hún virðist vera sú sama og hjá flestum evrópuríkjum. Sóttvarnarlæknir hefur í viðtölum og síðast nú í dag(1), staðfest þá skoðun að það þurfi að fá smit út í samfélagið til að skapa ónæmi en verja þurfi viðkvæma og gæta þess að spítalar hafi undan. Ekki megi stöðva útbreiðsluna algerlega því þá gjósi veiran bara upp aftur síðar. Sóttvarnarlæknir telur þessa leið vera að skila góðum árangri, það rímar hins vegar ekki við þá stöðu að smitum fjölgar í samfélaginu og smitrakning hefur vart undan. Öll eigum við vini og ættingja í þeim hópi sem má ekki smitast af veirunni. Enn er ekki of seint að bjarga þeim frá þessari vá. Lausnin á ekki að felast í því að kaupa fleiri öndunarvélar fyrir fárveika, lausnin felst í að hindra veiruna í að smita landsmenn. Þú ert vonandi mjög hugsi, enda hvílir ábyrgðin nú á þínum herðum og ríkisstjórnarinnar. Það er ekki hægt að vísa ábyrgð á sóttvarnarlækni, nú þegar öllum má vera ljóst að aðferð hans er röng og getur leitt til stórtjóns. Önnur margfalt skjótvirkari og öruggari leið er í boði. Það þarf að taka ákvörðun strax Staðfest smit eru orðin 330 en samkvæmt skimun deCode er líklegt að í samfélaginu séu 0,7% (2.500) landsmanna smitaðir. Óafvitandi smita þeir nú börn, kennara, ástvini, gamalt fólk og veikt. Eftir viku verða smitaðir líklega orðnir 5.000 og hér eins og á Ítalíu munu 5-10% þeirra veikjast mjög illa. Það verða þá 250- 500 sem þurfa að leggjast inn, sumir á gjörgæslu. Er það bara ásættanlegt? Góður árangur? Hver dagur sem líður án stefnubreytingar fjölgar smitum um 5-20%. Læknar hafa tjáð mér að þeir séu mjög uggandi um sjúklinga sína verði ekki breytt um stefnu þegar í stað. Erlendir sérfræðingar, WHO, Bill Gates og fleiri leiðtogar hvetja stjórnvöld allra landa til að stöðva veiruna strax. Tækifæri Nú er Ísland komið á lista yfir hættuleg lönd og skiljanlega þar sem smit í samfélaginu nálgast 1%. Takist okkur að stöðva veiruna með samstilltu þjóðarátaki, yrði það ekki bara gott fyrir efnahagslífið og þjóðina, heldur einnig góð landkynning sem gæti laðað hingað ferðamenn í framtíðinni sem vilja heimsækja öruggt land. Þetta tækifæri mun líða hjá, ef stjórnvöld bíða of lengi með ákvörðun. Ég er reiðubúinn að aðstoða ef óskað er og tel víst að allir landsmenn séu tilbúnir að leggja sitt af mörkum í þjóðarátaki til að stöðva þessa veiru. Vonast til að heyra í þér sem allra fyrst. Stöðvum þessa veiru! Frosti Sigurjónsson
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar