Hugur í Þórsurum sem ræða við þjálfara Sindri Sverrisson skrifar 19. apríl 2020 09:30 Þórsarar eiga efnilega leikmenn í sínum röðum en þeir bíða nú nýs þjálfara. MYND/STÖÐ 2 SPORT John Júlíus Cariglia, stjórnarmaður í körfuknattleiksdeild Þórs Akureyri, segir mikinn hug í mönnum fyrir norðan og mikinn áhuga á körfubolta í bænum. Þórsarar eru nú í þjálfaraleit. Þórsarar voru nýliðar í Domino‘s-deild karla í vetur og þeir verða áfram í deildinni á næstu leiktíð. John viðurkennir að staðan hafi verið erfið fyrir tímabilið eins og fréttir bárust af. „Jú, það passar. Það var svokallaður krísufundur hérna síðasta haust en við vorum nokkrir sem komum þá inn í þetta og ákváðum að taka slaginn, að tilstuðlan gamla þjálfarans okkar, Gústa Guðmunds. Það myndaðist góður hópur þarna og þetta hefur gengið nokkuð vel,“ sagði John í Sportinu í dag. Tímabilið byrjaði mjög illa hjá Þórsurum en svo virtust hlutirnir smella og liðið átti möguleika á að bjarga sér frá falli þegar tímabilið var flautað af. Því hélt liðið sæti sínu. Það breytir því ekki að þjálfarinn Lárus Jónsson er hættur. „Lalli hætti óvænt núna um daginn og við að sjálfsögðu óskum honum velfarnaðar í nýju starfi. En það kemur maður í manns stað. Lalli var búinn að vinna flott starf í tvö ár en við erum í þjálfaraleit og erum að ræða við nokkra þjálfara, svo við erum bara peppaðir,“ sagði John. „Það er hugur í mönnum og við byggjum áfram á okkar ungu leikmönnum, þessum þekkta árgangi frá 2001. Fyrirliðinn okkar, Júlíus Orri Ágústsson, er þar í fararbroddi [eini leikmaðurinn fæddur á þessari öld sem var með 10 stig eða meira að meðaltali í leik í Domino‘s-deildinni í vetur] en við eigum líka fleiri. Það fengu nokkrir góða reynslu í vetur. Að sjálfsögðu verðum við svo með erlenda leikmenn líka. Við vorum með þrjá unga, erlenda leikmenn í vetur,“ sagði John, en nánar er rætt við hann hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Hugur í Þórsurum á Akureyri Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Sportið í dag Þór Akureyri Tengdar fréttir Lárus frá Þór til Þórs Þór Þ. er búinn að finna nýjan þjálfara fyrir karlalið félagsins í körfubolta. 15. apríl 2020 13:03 Lárus nýtti sér upp uppsagnarákvæði og er hættur með Þór Körfuboltaþjálfarinn Lárus Jónsson er hættur með Þór Akureyri sem leikur í Dominos-deild karla en þetta var tilkynnt á vef félagsins seint í gærkvöldi. 15. apríl 2020 07:26 Körfuboltatímabilið blásið af | Engir Íslandsmeistarar Ákveðið hefur verið að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta vegna kórónuveirufaraldursins. 18. mars 2020 14:02 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Sjá meira
John Júlíus Cariglia, stjórnarmaður í körfuknattleiksdeild Þórs Akureyri, segir mikinn hug í mönnum fyrir norðan og mikinn áhuga á körfubolta í bænum. Þórsarar eru nú í þjálfaraleit. Þórsarar voru nýliðar í Domino‘s-deild karla í vetur og þeir verða áfram í deildinni á næstu leiktíð. John viðurkennir að staðan hafi verið erfið fyrir tímabilið eins og fréttir bárust af. „Jú, það passar. Það var svokallaður krísufundur hérna síðasta haust en við vorum nokkrir sem komum þá inn í þetta og ákváðum að taka slaginn, að tilstuðlan gamla þjálfarans okkar, Gústa Guðmunds. Það myndaðist góður hópur þarna og þetta hefur gengið nokkuð vel,“ sagði John í Sportinu í dag. Tímabilið byrjaði mjög illa hjá Þórsurum en svo virtust hlutirnir smella og liðið átti möguleika á að bjarga sér frá falli þegar tímabilið var flautað af. Því hélt liðið sæti sínu. Það breytir því ekki að þjálfarinn Lárus Jónsson er hættur. „Lalli hætti óvænt núna um daginn og við að sjálfsögðu óskum honum velfarnaðar í nýju starfi. En það kemur maður í manns stað. Lalli var búinn að vinna flott starf í tvö ár en við erum í þjálfaraleit og erum að ræða við nokkra þjálfara, svo við erum bara peppaðir,“ sagði John. „Það er hugur í mönnum og við byggjum áfram á okkar ungu leikmönnum, þessum þekkta árgangi frá 2001. Fyrirliðinn okkar, Júlíus Orri Ágústsson, er þar í fararbroddi [eini leikmaðurinn fæddur á þessari öld sem var með 10 stig eða meira að meðaltali í leik í Domino‘s-deildinni í vetur] en við eigum líka fleiri. Það fengu nokkrir góða reynslu í vetur. Að sjálfsögðu verðum við svo með erlenda leikmenn líka. Við vorum með þrjá unga, erlenda leikmenn í vetur,“ sagði John, en nánar er rætt við hann hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Hugur í Þórsurum á Akureyri Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Sportið í dag Þór Akureyri Tengdar fréttir Lárus frá Þór til Þórs Þór Þ. er búinn að finna nýjan þjálfara fyrir karlalið félagsins í körfubolta. 15. apríl 2020 13:03 Lárus nýtti sér upp uppsagnarákvæði og er hættur með Þór Körfuboltaþjálfarinn Lárus Jónsson er hættur með Þór Akureyri sem leikur í Dominos-deild karla en þetta var tilkynnt á vef félagsins seint í gærkvöldi. 15. apríl 2020 07:26 Körfuboltatímabilið blásið af | Engir Íslandsmeistarar Ákveðið hefur verið að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta vegna kórónuveirufaraldursins. 18. mars 2020 14:02 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Sjá meira
Lárus frá Þór til Þórs Þór Þ. er búinn að finna nýjan þjálfara fyrir karlalið félagsins í körfubolta. 15. apríl 2020 13:03
Lárus nýtti sér upp uppsagnarákvæði og er hættur með Þór Körfuboltaþjálfarinn Lárus Jónsson er hættur með Þór Akureyri sem leikur í Dominos-deild karla en þetta var tilkynnt á vef félagsins seint í gærkvöldi. 15. apríl 2020 07:26
Körfuboltatímabilið blásið af | Engir Íslandsmeistarar Ákveðið hefur verið að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta vegna kórónuveirufaraldursins. 18. mars 2020 14:02