Fluttu til Tene, fengu yfir sig sandstorm og kórónaveiru og eru nú á leiðinni heim Stefán Árni Pálsson skrifar 19. mars 2020 10:31 Árni og fjölskylda hafa unað sér vel úti á Tenerife en hugurinn leitar þó óhjákvæmilega heim. „Þetta er búið að vera mjög ljúft og gott hérna,“ segir Árni Már Valmundarson, fyrrverandi útvarpsmaður á FM957, sem flutti alla fjölskylduna til Los Cristianos á Tenerife um áramót. „Við höfum upplifað ótrúlegustu hluti hér úti. Fyrir það fyrsta ætluðum við bara að koma hingað út, komast í smá hita og njóta lífsins. Við erum með tvö börn með okkur hérna og fengum leyfi frá skólanum til að vera með heimakennslu. Allt gekk vel til að byrja með. Vorum fyrst á hóteli við amerísku ströndina og svo fórum við að skoða í kringum okkur og fundum alveg frábæra íbúð í Los Cristianos sem er svona í göngufæri við amerísku ströndina. Við fundum íbúð á efstu hæð í blokk og erum með stórar svalir, gott útsýni og bara draumurinn. Æðislegir dagar að baki en margt gerst. Við fengum yfir okkur þennan sandstorm,“ segir Árni Már og heldur áfram. „Ég er búinn að heyra í fólki að það hefði frekar viljað vera í miklum snjóstormi á Íslandi frekar en svona sandstormi. Þetta er bara eins og kanill sem fer út um allt. Það þurftu allir að hafa lokaða glugga og lokaðar hurðir og enginn mátti fara út. Það var gefið út í fréttunum að þessi staður var þarna mest mengandi staður á jörðinni, miklu meira en stærstu höfuðborgir sem eru að menga mikið. Þetta var svo hættulegt fyrir lungun. Útsýnið var hundrað metrar, ógeðslega heitt og þetta var algjör viðbjóður. Eftir það birti nú til og sólin kom aftur og allt varð æðislegt.“ Skrýtið að upplifa útgöngubann Hann segir að þau hafi þá haldið áfram með lífið eins og ekkert væri. „Svo kom Covid-19 og við þekkjum öll þá sögu og hér er búið að vera svolítið sérstakt ástanda líka. Þetta byrjaði bara rólega á einu hóteli sem var sett í sóttkví og okkur fannst eins og allir væru að taka í taumana hér. Það var gert hratt og vel en síðan er þetta eðlilega búið að aukast eins og allir áttu von á. Hér er mikill straumur af ferðafólki og þá kom til þetta útgöngubann sem er mjög skrýtið að upplifa. Frá og með á miðnætti á laugardaginn mátti enginn vera úti. Það má fara út í búð að kaupa sér mjólk og brauð. Það má fara út að labba með hundinn og kaupa sér sígarettur og í apótek.“ Hann segir að lögregluyfirvöld séu mjög hörð á því að enginn sé úti og draga lögreglumenn fólk inn ef það brýtur reglur. „Það koma tilkynningar úr lögreglubílum í svona vondu hljóðkerfi og það er bara einhvern veginn óþægilegt að heyra þetta. Þetta er gert í þeim eina tilgangi að ná tökum á þessu og það er það sem allir vilja, eðlilega.“ Árni segir að eftir töluverða umhugsun og ráðleggingar frá borgaraþjónustunni hér á landi hafi fjölskyldan ákveðið að koma sér aftur heim. „Við ætlum að taka á þessu hér heima og sjá síðan til hvað gerist,“ segir Árni Már en hér að neðan má heyra viðtalið sem tekið var í Brennslunni í morgun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira
„Þetta er búið að vera mjög ljúft og gott hérna,“ segir Árni Már Valmundarson, fyrrverandi útvarpsmaður á FM957, sem flutti alla fjölskylduna til Los Cristianos á Tenerife um áramót. „Við höfum upplifað ótrúlegustu hluti hér úti. Fyrir það fyrsta ætluðum við bara að koma hingað út, komast í smá hita og njóta lífsins. Við erum með tvö börn með okkur hérna og fengum leyfi frá skólanum til að vera með heimakennslu. Allt gekk vel til að byrja með. Vorum fyrst á hóteli við amerísku ströndina og svo fórum við að skoða í kringum okkur og fundum alveg frábæra íbúð í Los Cristianos sem er svona í göngufæri við amerísku ströndina. Við fundum íbúð á efstu hæð í blokk og erum með stórar svalir, gott útsýni og bara draumurinn. Æðislegir dagar að baki en margt gerst. Við fengum yfir okkur þennan sandstorm,“ segir Árni Már og heldur áfram. „Ég er búinn að heyra í fólki að það hefði frekar viljað vera í miklum snjóstormi á Íslandi frekar en svona sandstormi. Þetta er bara eins og kanill sem fer út um allt. Það þurftu allir að hafa lokaða glugga og lokaðar hurðir og enginn mátti fara út. Það var gefið út í fréttunum að þessi staður var þarna mest mengandi staður á jörðinni, miklu meira en stærstu höfuðborgir sem eru að menga mikið. Þetta var svo hættulegt fyrir lungun. Útsýnið var hundrað metrar, ógeðslega heitt og þetta var algjör viðbjóður. Eftir það birti nú til og sólin kom aftur og allt varð æðislegt.“ Skrýtið að upplifa útgöngubann Hann segir að þau hafi þá haldið áfram með lífið eins og ekkert væri. „Svo kom Covid-19 og við þekkjum öll þá sögu og hér er búið að vera svolítið sérstakt ástanda líka. Þetta byrjaði bara rólega á einu hóteli sem var sett í sóttkví og okkur fannst eins og allir væru að taka í taumana hér. Það var gert hratt og vel en síðan er þetta eðlilega búið að aukast eins og allir áttu von á. Hér er mikill straumur af ferðafólki og þá kom til þetta útgöngubann sem er mjög skrýtið að upplifa. Frá og með á miðnætti á laugardaginn mátti enginn vera úti. Það má fara út í búð að kaupa sér mjólk og brauð. Það má fara út að labba með hundinn og kaupa sér sígarettur og í apótek.“ Hann segir að lögregluyfirvöld séu mjög hörð á því að enginn sé úti og draga lögreglumenn fólk inn ef það brýtur reglur. „Það koma tilkynningar úr lögreglubílum í svona vondu hljóðkerfi og það er bara einhvern veginn óþægilegt að heyra þetta. Þetta er gert í þeim eina tilgangi að ná tökum á þessu og það er það sem allir vilja, eðlilega.“ Árni segir að eftir töluverða umhugsun og ráðleggingar frá borgaraþjónustunni hér á landi hafi fjölskyldan ákveðið að koma sér aftur heim. „Við ætlum að taka á þessu hér heima og sjá síðan til hvað gerist,“ segir Árni Már en hér að neðan má heyra viðtalið sem tekið var í Brennslunni í morgun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira