Fékk háa sekt fyrir að mæta á röngum bíl á æfingu Sindri Sverrisson skrifar 18. apríl 2020 11:30 Það skiptir máli hvaða bifreið Kingsley Coman lætur sjá sig á. INSTAGRAM/@KING_COMAN Kingsley Coman þurfti að biðjast afsökunar og greiða 50.000 evru sekt, tæplega 8 milljónir króna, fyrir að mæta á röngum bíl á æfingu Bayern München. Þýsk knattspyrnulið eru farin að æfa á nýjan leik eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins og samkvæmt AFP standa vonir til að hægt verði að byrja að spila á nýjan leik snemma í maí. Það yrði þó gert fyrir luktum dyrum þar sem að þýsk stjórnvöld hafa bannað fjöldasamkomur út ágúst. Coman, sem er 23 ára, mætti á æfingu Bayern á McLaren 570S Spider bifreið sinni en hefði betur sleppt því. Leikmenn Bayern eiga nefnilega reglum samkvæmt að mæta á Audi-bifreiðum. Audi á 8,33 prósenta hlut í Bayern München. Hasan Salihamidzic, íþróttastjóri Bayern, mun samkvæmt Bild hafa lesið yfir leikmannahópnum vegna brota á reglunni um að mæta á æfingar í Audi. Engu að síður hafa Philippe Coutinho, Niklas Sule og nú Coman brotið þessa reglu á árinu. Coman hefur beðist afsökunar á hegðun sinni: „Ég vil biðja félagið og Audi afsökunar á að hafa ekki komið á æfingu í bíl fyrirtækisins. Ástæðan var skemmdur hliðarspegill í Audi-bílnum mínum. Þetta voru samt mistök, auðvitað skil ég það. Til að bæta upp fyrir þetta mun ég mæta í Audi-verksmiðjuna í Ingolstadt og gefa eiginhandaráritanir í klukkutíma eins fljótt og hægt er og hjálpa þannig vinnuveitendum mínum að fá athygli,“ sagði Coman. Þýski boltinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Kingsley Coman þurfti að biðjast afsökunar og greiða 50.000 evru sekt, tæplega 8 milljónir króna, fyrir að mæta á röngum bíl á æfingu Bayern München. Þýsk knattspyrnulið eru farin að æfa á nýjan leik eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins og samkvæmt AFP standa vonir til að hægt verði að byrja að spila á nýjan leik snemma í maí. Það yrði þó gert fyrir luktum dyrum þar sem að þýsk stjórnvöld hafa bannað fjöldasamkomur út ágúst. Coman, sem er 23 ára, mætti á æfingu Bayern á McLaren 570S Spider bifreið sinni en hefði betur sleppt því. Leikmenn Bayern eiga nefnilega reglum samkvæmt að mæta á Audi-bifreiðum. Audi á 8,33 prósenta hlut í Bayern München. Hasan Salihamidzic, íþróttastjóri Bayern, mun samkvæmt Bild hafa lesið yfir leikmannahópnum vegna brota á reglunni um að mæta á æfingar í Audi. Engu að síður hafa Philippe Coutinho, Niklas Sule og nú Coman brotið þessa reglu á árinu. Coman hefur beðist afsökunar á hegðun sinni: „Ég vil biðja félagið og Audi afsökunar á að hafa ekki komið á æfingu í bíl fyrirtækisins. Ástæðan var skemmdur hliðarspegill í Audi-bílnum mínum. Þetta voru samt mistök, auðvitað skil ég það. Til að bæta upp fyrir þetta mun ég mæta í Audi-verksmiðjuna í Ingolstadt og gefa eiginhandaráritanir í klukkutíma eins fljótt og hægt er og hjálpa þannig vinnuveitendum mínum að fá athygli,“ sagði Coman.
Þýski boltinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira