Geta ekki og vilja ekki veita fámennum hóp meiri hækkanir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. mars 2020 18:48 Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. vísir/Baldur Framkvæmdastjóri Eflingar segir kaldranalegt ef sveitarfélög eru að nýta kórónuveiruna sem vopn í kjaraviðræðum og freista þess að fá aðgerðum frestað. Formaður landssambands sveitarfélaga segir ekki koma til greina að semja um meiri hækkanir en felast í lífskjarasamningnum. Samninganefndir Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga áttu í morgun fund hjá ríkissáttasemjara eftir fimm daga hlé á viðræðum. Framkvæmdastjóri Eflingar segir fundinn hafa gengið „afar illa". „Þar kom fram höfnun á því að gera sambærilegan samning eins og þann sem við hjá Eflingu erum búin að gera við Reykjavíkurborg og íslenska ríkið," segir Viðar Þorsteinsson. Hann segist ekki geta borið lakari samning, en nýgerða samninga við ríki og borg, undir félagsmenn sem starfi í sömu störfum og á svipuðu atvinnusvæði. Sérstök leiðretting á lægstu launum, líkt og felst í þeim, virðist ekki nú í boði. „Það sætir furðu að samband íslenskra sveitarfélaga, eitt þessara þriggja opinberru aðila sem við semjum við, skuli neita að gera þetta." Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar.vísir/Vilhelm Formaður sambands íslenskra sveitarfélaga segir einungis hækkanir samkvæmt lífskjarasamningi koma til greina. „Hjá sveitarfélögunum vinna þúsundir starfsmanna og við megum ekki, viljum ekki og getum ekki samið við fámenna hópa um eitthvað allt annað en heildin hefur þegar samið um," segir Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fjórir grunnskólar lokaðir Verkfallið hefur nú staðið yfir í viku og hefur mest áhrif í Kópavogi. Þar hefur fjórum grunnskólum hefur verið lokað þar sem skólarnir eru ekki þrifnir í verkfalli. Það eru Kársnesskóli, Kópavogsskóli, Álfhólsskóli og Salaskóli og í þeim eru um 2.100 nemendur. Þá eru þrír leikskólar lokaðir. Undanþágubeiðnum um þrif á grunnskólum með vísan til kórónuveirunnar hefur verið hafnað. „Enda teljum við að sveitarfélögin hafi það í hendi sér að loka þeim stofnunum," segir Viðar. Viðar spyr hvort sambandið sé að tefja viðræður í ljósi stöðunnar í þjóðfélaginu. „Mér fyndist það ansi kaldranalegt ef sveitafélögin eru mögulega að nýta sér þess stöðu sem nú er komin upp til að hlunnfara þetta fólk um eðlilegar kjarabætur," segir Viðar. Aldís hafnar þessu. „Þessi deila hefur verð í hnút í allt of langan tíma og það hefur ekkert með þessa stöðu að gera," segir hún. Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri Eflingar segir kaldranalegt ef sveitarfélög eru að nýta kórónuveiruna sem vopn í kjaraviðræðum og freista þess að fá aðgerðum frestað. Formaður landssambands sveitarfélaga segir ekki koma til greina að semja um meiri hækkanir en felast í lífskjarasamningnum. Samninganefndir Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga áttu í morgun fund hjá ríkissáttasemjara eftir fimm daga hlé á viðræðum. Framkvæmdastjóri Eflingar segir fundinn hafa gengið „afar illa". „Þar kom fram höfnun á því að gera sambærilegan samning eins og þann sem við hjá Eflingu erum búin að gera við Reykjavíkurborg og íslenska ríkið," segir Viðar Þorsteinsson. Hann segist ekki geta borið lakari samning, en nýgerða samninga við ríki og borg, undir félagsmenn sem starfi í sömu störfum og á svipuðu atvinnusvæði. Sérstök leiðretting á lægstu launum, líkt og felst í þeim, virðist ekki nú í boði. „Það sætir furðu að samband íslenskra sveitarfélaga, eitt þessara þriggja opinberru aðila sem við semjum við, skuli neita að gera þetta." Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar.vísir/Vilhelm Formaður sambands íslenskra sveitarfélaga segir einungis hækkanir samkvæmt lífskjarasamningi koma til greina. „Hjá sveitarfélögunum vinna þúsundir starfsmanna og við megum ekki, viljum ekki og getum ekki samið við fámenna hópa um eitthvað allt annað en heildin hefur þegar samið um," segir Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fjórir grunnskólar lokaðir Verkfallið hefur nú staðið yfir í viku og hefur mest áhrif í Kópavogi. Þar hefur fjórum grunnskólum hefur verið lokað þar sem skólarnir eru ekki þrifnir í verkfalli. Það eru Kársnesskóli, Kópavogsskóli, Álfhólsskóli og Salaskóli og í þeim eru um 2.100 nemendur. Þá eru þrír leikskólar lokaðir. Undanþágubeiðnum um þrif á grunnskólum með vísan til kórónuveirunnar hefur verið hafnað. „Enda teljum við að sveitarfélögin hafi það í hendi sér að loka þeim stofnunum," segir Viðar. Viðar spyr hvort sambandið sé að tefja viðræður í ljósi stöðunnar í þjóðfélaginu. „Mér fyndist það ansi kaldranalegt ef sveitafélögin eru mögulega að nýta sér þess stöðu sem nú er komin upp til að hlunnfara þetta fólk um eðlilegar kjarabætur," segir Viðar. Aldís hafnar þessu. „Þessi deila hefur verð í hnút í allt of langan tíma og það hefur ekkert með þessa stöðu að gera," segir hún.
Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira