Enska úrvalsdeildin er ekki með neitt plan B Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2020 08:01 Það er komið upp mikið óvissuástand í ensku úrvalsdeildinni eftir metfjölda smita að undanförnu. Getty/ Sebastian Frej Enska úrvalsdeildin er með enga varaáætlun í hendi fari svo að það þurfti að flauta mótið af áður en tekst að spila alla leikina. Það er komið upp mikið óvissuástand í Bretlandi eftir metfjölda kórónveirusmita þar í landi og á það bæði við almenning sem og leikmenn í ensku úrvalsdeildinni. ESPN hefur heimildir fyrir því að ekkert plan B sé til hjá ensku úrvalsdeildinni fari svo að það þurfi að stoppa eða flauta deildina af vegna faraldursins. Áhyggjur aukast með hverjum slæmum deginum á fætur öðrum og á síðustu dögum hafa komið upp hópsmit hjá bæði Newcastle og Manchester City sem hefur þýtt frestanir á leikjum þeirra liða. Nú síðast kom upp smit hjá Fulham og leikjun liðsins gæti líka verið frestað. Í viðbót við þessar frestanir í ensku úrvalsdeildinni hefur fjölda leikja í neðri deildunum verið frestað vegna smita innan liðanna í þeim. Sources: Prem has no COVID contingency plan https://t.co/rNOASP4Blh— Chambi Chachage (CC) (@Udadisi) December 29, 2020 Það er búist við harðari aðgerðum hjá enskum stjórnvöldum í dag í baráttunni við hraða útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu og menn gætu jafnvel farið svo langt að skella öllu í lás. The Telegraph fjallaði um möguleikann á tveggja vikna hléi á deildinni í janúar á meðan landið væri að reyna að ná einhverri stjórn á faraldrinum. Íslenska fótboltanum tókst ekki að klára tímabilið sitt en um mitt sumar var ákveðið hvað yrði gert ef aflýsa þyrfti tímabilinu. Það fór svo að karlalið Vals og kvennalið Breiðabliks voru krýnd Íslandsmeistarar án þess að spila alla leiki sína. ESPN slær því upp að ekkert hafi verið ákveðið hjá ensku úrvalsdeildinni um hvernig eigi að útkljá tímabilið fari svo að það þurfi að flauta það af. Sport and physical activity sector warns government of stark 'cliff-edge moment' ahead of new Covid-19 restrictions https://t.co/DTlfwuhsAn— Telegraph Sport (@TelegraphSport) December 30, 2020 Richard Masters, framkvæmdasjóri ensku úrvalsdeildarinnar, segir að það sé í algjörum forgangi að klára tímabilið en viðurkenndi að félögin hafi ekki komið sér saman um það hvað skuli gera ef mótið verður ekki klárað. Enska úrvalsdeildin kláraði síðasta tímabil í lok júlí þrátt fyrir hundrað daga hlé en þá var ekkert Evrópumót að flækjast fyrir mönnum um sumarið eftir að UEFA frestaði því um eitt ár. EM fer hins vegar fram í júní í sumar sem þrengir að allri tilfærslu mótsins. Fyrir þetta tímabil þá ræddu liðin tuttugu um hvað væri best að gera takist ekki að spila alla leikina. Þar komust menn ekki að neinu samkomulagi um hvort stig í leik myndu ráða eins og á Íslandi eða hvort að tímabilið yrði þá dæmt ómerkt. Einn heimildarmaður úr einu félaganna sagði ESPN að það væri áfellisdómur yfir öllum félögunum að ekki hafi tekist útbúa þessa varaáætlun fari allt á versta veg. Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Fleiri fréttir Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Sjá meira
Það er komið upp mikið óvissuástand í Bretlandi eftir metfjölda kórónveirusmita þar í landi og á það bæði við almenning sem og leikmenn í ensku úrvalsdeildinni. ESPN hefur heimildir fyrir því að ekkert plan B sé til hjá ensku úrvalsdeildinni fari svo að það þurfi að stoppa eða flauta deildina af vegna faraldursins. Áhyggjur aukast með hverjum slæmum deginum á fætur öðrum og á síðustu dögum hafa komið upp hópsmit hjá bæði Newcastle og Manchester City sem hefur þýtt frestanir á leikjum þeirra liða. Nú síðast kom upp smit hjá Fulham og leikjun liðsins gæti líka verið frestað. Í viðbót við þessar frestanir í ensku úrvalsdeildinni hefur fjölda leikja í neðri deildunum verið frestað vegna smita innan liðanna í þeim. Sources: Prem has no COVID contingency plan https://t.co/rNOASP4Blh— Chambi Chachage (CC) (@Udadisi) December 29, 2020 Það er búist við harðari aðgerðum hjá enskum stjórnvöldum í dag í baráttunni við hraða útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu og menn gætu jafnvel farið svo langt að skella öllu í lás. The Telegraph fjallaði um möguleikann á tveggja vikna hléi á deildinni í janúar á meðan landið væri að reyna að ná einhverri stjórn á faraldrinum. Íslenska fótboltanum tókst ekki að klára tímabilið sitt en um mitt sumar var ákveðið hvað yrði gert ef aflýsa þyrfti tímabilinu. Það fór svo að karlalið Vals og kvennalið Breiðabliks voru krýnd Íslandsmeistarar án þess að spila alla leiki sína. ESPN slær því upp að ekkert hafi verið ákveðið hjá ensku úrvalsdeildinni um hvernig eigi að útkljá tímabilið fari svo að það þurfi að flauta það af. Sport and physical activity sector warns government of stark 'cliff-edge moment' ahead of new Covid-19 restrictions https://t.co/DTlfwuhsAn— Telegraph Sport (@TelegraphSport) December 30, 2020 Richard Masters, framkvæmdasjóri ensku úrvalsdeildarinnar, segir að það sé í algjörum forgangi að klára tímabilið en viðurkenndi að félögin hafi ekki komið sér saman um það hvað skuli gera ef mótið verður ekki klárað. Enska úrvalsdeildin kláraði síðasta tímabil í lok júlí þrátt fyrir hundrað daga hlé en þá var ekkert Evrópumót að flækjast fyrir mönnum um sumarið eftir að UEFA frestaði því um eitt ár. EM fer hins vegar fram í júní í sumar sem þrengir að allri tilfærslu mótsins. Fyrir þetta tímabil þá ræddu liðin tuttugu um hvað væri best að gera takist ekki að spila alla leikina. Þar komust menn ekki að neinu samkomulagi um hvort stig í leik myndu ráða eins og á Íslandi eða hvort að tímabilið yrði þá dæmt ómerkt. Einn heimildarmaður úr einu félaganna sagði ESPN að það væri áfellisdómur yfir öllum félögunum að ekki hafi tekist útbúa þessa varaáætlun fari allt á versta veg.
Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Fleiri fréttir Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Sjá meira