Sendu inn óskalag: Streymistónleikar Sniglabandsins í Gamla Bíói Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 29. desember 2020 19:16 Sniglabandið er sífellt að prófa nýja hluti, það nýjasta eru tónleikar í beinu streymi þar sem hægt er að biðja um óskalög í gegnum Zoom. Í hlekknum neðar í greininni má skrá sig inn á Zoom fundinn. Streymistónleikar Sniglabandsins í Gamla bíói hefjast klukkan 20, hér neðar í fréttinni og á Stöð 2 Vísi í myndlyklum. Hljómsveitin hefur opnað á beiðnir um óskalög á Zoom. Óskaband þjóðarinnar, Sniglabandið, fagnar 35 ára afmæli sínu um þessar mundir. Þeir kumpánar eru sífellt að prófa nýja hluti og ætla að kveðja þetta frábæra ár með bombu í beinni í kvöld. Leikin verða óskalög fyrir áhorfendur í beinu streymi úr Gamla bíói og er öllum frjálst að biðja um sín uppáhaldslög gegnum Zoom. Til þess að biðja um óskalag þarftu að skrá þig inn á Zoom fundinn sem má nálgast með því að smella hér. Klippa: Sniglabandið í Gamla Bíói Sniglabandið var stofnað árið 1985 og hefur frá upphafi verið í hópi athyglisverðustu hljómsveita landsins, sífellt á höttunum eftir því nýja og óvænta. Flestir ættu að muna eftir útvarpsþáttum þeirra þar sem allt var látið flakka. Nú verður allt í mynd, bæði þeir félagarnir, þeir sem hringja inn og þær óvæntu uppákomur sem Sniglabandið er þekkt fyrir. Útsendingin hefst eins og áður segir klukkan 20 og verður öllum opin í streymi hér á Vísi og á Stöð 2 Vísi. Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Óskaband þjóðarinnar, Sniglabandið, fagnar 35 ára afmæli sínu um þessar mundir. Þeir kumpánar eru sífellt að prófa nýja hluti og ætla að kveðja þetta frábæra ár með bombu í beinni í kvöld. Leikin verða óskalög fyrir áhorfendur í beinu streymi úr Gamla bíói og er öllum frjálst að biðja um sín uppáhaldslög gegnum Zoom. Til þess að biðja um óskalag þarftu að skrá þig inn á Zoom fundinn sem má nálgast með því að smella hér. Klippa: Sniglabandið í Gamla Bíói Sniglabandið var stofnað árið 1985 og hefur frá upphafi verið í hópi athyglisverðustu hljómsveita landsins, sífellt á höttunum eftir því nýja og óvænta. Flestir ættu að muna eftir útvarpsþáttum þeirra þar sem allt var látið flakka. Nú verður allt í mynd, bæði þeir félagarnir, þeir sem hringja inn og þær óvæntu uppákomur sem Sniglabandið er þekkt fyrir. Útsendingin hefst eins og áður segir klukkan 20 og verður öllum opin í streymi hér á Vísi og á Stöð 2 Vísi.
Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira