Kærkomin afmælisgjöf að fá að snúa heim Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. desember 2020 22:45 Jóhann Stefánsson segir það hafa verið kærkomna afmælisgjöf að fá að snúa aftur heim á Seyðisfjörð á sextíu ára afmælisdaginn. Jóhann Stefánsson, íbúi á Seyðisfirði segir það kærkomna afmælisgjöf að hafa fengið að snúa aftur heim í dag. Jóhann fagnar sextugsafmæli í dag, sama dag og fjörutíu fjölskyldur fengu að snúa aftur heim á Seyðisfjörð eftir að rýmingu var aflétt að hluta. „Það var bara ágætis afmælisgjöf,“ segir Jóhann í samtali við Vísi. Hann og eiginkona hans, Bára Mjöll Jónsdóttir, eru fegin að komast aftur heim en tíu dagar eru liðnir síðan bærinn var rýmdur vegna aurskriðanna sem þar ollu gríðarlegu tjóni dagana fyrir jól. „Við gátum eiginlega ekki beðið að komast heim. En við erum svolítið einangruð núna því að við erum ekki með neitt internetsamband, það fór í sundur einhversstaðar línan til okkar þannig að við erum hvorki með sjónvarp eða síma eða internet. Þannig að þetta er bara svolítið eins og í gamladaga. Við erum bara tvö hjónin hérna heima,“ segir Jóhann. Hann segir að það hafi farið ágætlega um hann og hans fólk á meðan þau gátu ekki verið heima. „Alveg ljómandi, við vorum fjögur saman í lítilli íbúð og það fór bara vel um okkur,“ segir Jóhann. „Við vorum fyrstu dagana uppi á Egilsstöðum en síðan vorum við með íbúð hérna á öruggu svæði, hérna í Seyðisfirði.“ Dældi vatni upp úr kjallaranum alla nóttina Heimili þeirra Jóhanns og Báru slapp að mestu leyti vel miðað við önnur hús í bænum sem urðu fyrir miklu tjóni þegar ósköpin gengu yfir. „Við vorum reyndar heima vegna þess að aðfaranótt föstudagsins þá flæddi vatn inn í kjallara hjá okkur og ég var bara alla nóttina eiginlega að dæla vatni. Alveg til sjö um morguninn þá var hætt að leka og við vorum bara hérna heima hjónin og vorum að hvíla okkur bara þegar að ósköpin dundu yfir,“ segir Jóhann. „Við teljum okkur vera nokkuð örugg hérna þar sem við erum en samt sem áður, skriðurnar sem að féllu fyrst og féllu aðfararnótt föstudagsins eru ekki nema innan við hundrað metra frá okkur. Þannig að þær eru bara hérna rétt utan við húsið.“ Ekki allir tilbúnir að snúa heim Hann segir andrúmsloftið vissulega vera nokkuð óvenjulegt í bænum en það sé misjafnt hvernig hamfarirnar koma við fólk. „Þetta hefur svo sem ekki komið neitt sérstaklega illa við okkur þannig lagað. Við hlökkuðum bara til að komast heim og komast í okkar húsnæði aftur,“ segir Jóhann. Þótt þau hjónin hafi ekki hikað við að snúa heim um leið og þau fengu grænt ljós, á það ekki við um alla. „Ég veit af vinafólki mínu sem getur ekki hugsað sér að snúa til baka. Þau áttu reyndar heima svolítið nær flóðasvæðinu heldur en við en kannski skiljanlega sem að það er einhver beigur í þeim,“ segir Jóhann. Þótt húsið þeirra Báru og Jóhanns hafi sloppið er ekki það sama hægt að segja um vinnustað Báru. „Konan mín hún missti sína starfsaðstöðu, hún fór í flóðinu,“ segir Jóhann, en hún vinnur hjá þýðingarmiðstöð utanríkisráðuneytisins sem er með starfsstöð á Seyðisfirði. „Það fór alveg og hún hefur ekkert getað unnið síðan fyrir jól,“ bætir hann við. Komust ekki í afmæliskaffi yfir ófæra heiðina Sjálfur hefur hann getað sinnt sinni vinnu áfram. „Við erum þrír saman sem rekum litla vélsmiðju hérna en hún er ekki á hættusvæði þannig að þetta hefur ekkert truflað okkur neitt þannig lagað,“ segir Jóhann. Þess má geta að það var afi hans sem stofnaði vélsmiðjuna á sínum tíma, sem nú er hluti af Tæknimynjasafninu. Þrátt fyrir óvenjulegar aðstæður segist Jóhann hafa átt notarlegan afmælisdag í faðmi fjölskyldunnar í tilefni af stórafmælinu. „Við fögnuðum honum bara í íbúðinni sem við vorum í og konan bakaði fyrir mig köku og nánasta fjölskyldan í kaffi, við vorum nú reyndar bara fjögur,“ segir Jóhann. Systir hans sem einnig er búsett á Seyðisfirði býr á hættusvæði og hefur hún því ekki ennþá fengið að snúa heim. Móðir Jóhanns, sem jafnan dvelur á hjúkrunarheimilinu á Seyðisfirði, þurfti að fara líka að yfirgefa bæinn þegar hann var rýmdur. „Þau komust ekkert yfir heiðina í dag, það var ófært. Það var ekki fært yfir heiðina í dag og var ófært um tíma í gær líka þannig að við erum svolítið innilokuð hérna núna eins og er,“ segir Jóhann. Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Náttúruhamfarir Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
„Það var bara ágætis afmælisgjöf,“ segir Jóhann í samtali við Vísi. Hann og eiginkona hans, Bára Mjöll Jónsdóttir, eru fegin að komast aftur heim en tíu dagar eru liðnir síðan bærinn var rýmdur vegna aurskriðanna sem þar ollu gríðarlegu tjóni dagana fyrir jól. „Við gátum eiginlega ekki beðið að komast heim. En við erum svolítið einangruð núna því að við erum ekki með neitt internetsamband, það fór í sundur einhversstaðar línan til okkar þannig að við erum hvorki með sjónvarp eða síma eða internet. Þannig að þetta er bara svolítið eins og í gamladaga. Við erum bara tvö hjónin hérna heima,“ segir Jóhann. Hann segir að það hafi farið ágætlega um hann og hans fólk á meðan þau gátu ekki verið heima. „Alveg ljómandi, við vorum fjögur saman í lítilli íbúð og það fór bara vel um okkur,“ segir Jóhann. „Við vorum fyrstu dagana uppi á Egilsstöðum en síðan vorum við með íbúð hérna á öruggu svæði, hérna í Seyðisfirði.“ Dældi vatni upp úr kjallaranum alla nóttina Heimili þeirra Jóhanns og Báru slapp að mestu leyti vel miðað við önnur hús í bænum sem urðu fyrir miklu tjóni þegar ósköpin gengu yfir. „Við vorum reyndar heima vegna þess að aðfaranótt föstudagsins þá flæddi vatn inn í kjallara hjá okkur og ég var bara alla nóttina eiginlega að dæla vatni. Alveg til sjö um morguninn þá var hætt að leka og við vorum bara hérna heima hjónin og vorum að hvíla okkur bara þegar að ósköpin dundu yfir,“ segir Jóhann. „Við teljum okkur vera nokkuð örugg hérna þar sem við erum en samt sem áður, skriðurnar sem að féllu fyrst og féllu aðfararnótt föstudagsins eru ekki nema innan við hundrað metra frá okkur. Þannig að þær eru bara hérna rétt utan við húsið.“ Ekki allir tilbúnir að snúa heim Hann segir andrúmsloftið vissulega vera nokkuð óvenjulegt í bænum en það sé misjafnt hvernig hamfarirnar koma við fólk. „Þetta hefur svo sem ekki komið neitt sérstaklega illa við okkur þannig lagað. Við hlökkuðum bara til að komast heim og komast í okkar húsnæði aftur,“ segir Jóhann. Þótt þau hjónin hafi ekki hikað við að snúa heim um leið og þau fengu grænt ljós, á það ekki við um alla. „Ég veit af vinafólki mínu sem getur ekki hugsað sér að snúa til baka. Þau áttu reyndar heima svolítið nær flóðasvæðinu heldur en við en kannski skiljanlega sem að það er einhver beigur í þeim,“ segir Jóhann. Þótt húsið þeirra Báru og Jóhanns hafi sloppið er ekki það sama hægt að segja um vinnustað Báru. „Konan mín hún missti sína starfsaðstöðu, hún fór í flóðinu,“ segir Jóhann, en hún vinnur hjá þýðingarmiðstöð utanríkisráðuneytisins sem er með starfsstöð á Seyðisfirði. „Það fór alveg og hún hefur ekkert getað unnið síðan fyrir jól,“ bætir hann við. Komust ekki í afmæliskaffi yfir ófæra heiðina Sjálfur hefur hann getað sinnt sinni vinnu áfram. „Við erum þrír saman sem rekum litla vélsmiðju hérna en hún er ekki á hættusvæði þannig að þetta hefur ekkert truflað okkur neitt þannig lagað,“ segir Jóhann. Þess má geta að það var afi hans sem stofnaði vélsmiðjuna á sínum tíma, sem nú er hluti af Tæknimynjasafninu. Þrátt fyrir óvenjulegar aðstæður segist Jóhann hafa átt notarlegan afmælisdag í faðmi fjölskyldunnar í tilefni af stórafmælinu. „Við fögnuðum honum bara í íbúðinni sem við vorum í og konan bakaði fyrir mig köku og nánasta fjölskyldan í kaffi, við vorum nú reyndar bara fjögur,“ segir Jóhann. Systir hans sem einnig er búsett á Seyðisfirði býr á hættusvæði og hefur hún því ekki ennþá fengið að snúa heim. Móðir Jóhanns, sem jafnan dvelur á hjúkrunarheimilinu á Seyðisfirði, þurfti að fara líka að yfirgefa bæinn þegar hann var rýmdur. „Þau komust ekkert yfir heiðina í dag, það var ófært. Það var ekki fært yfir heiðina í dag og var ófært um tíma í gær líka þannig að við erum svolítið innilokuð hérna núna eins og er,“ segir Jóhann.
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Náttúruhamfarir Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira