Miami Heat hætt að eltast við Harden Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2020 17:31 James Harden hefur verið stigakóngur NBA-deildarinnar undanfarin þrjú tímabil en hann skoraði 34,3 stig í leik á síðasta tímabili. Getty/Michael Reaves Það hefur fækkað um eitt lið í hópi liðanna sem koma til greina sem framtíðargriðarstaður fyrir NBA stórstjörnuna James Harden. Framtíð körfuboltamannsins James Harden er í uppnámi eftir að hann gerði það opinbert að hann vilji komast í burtu frá Houston Rockets. Harden tíminn í Houston virðist vera á enda. Hann safnaði að sér einstaklingsverðlaunum á síðustu árum en Rockets liðið náði ekki að komast bara einu sinni í úrslit Vesturdeildarinnar og aldrei í lokaúrslitin um NBA titilinn. I guess we're not gonna see a Jimmy Butler + James Harden duo soon pic.twitter.com/KaZRjQxLU0— Heat Nation (@HeatNationCP) December 21, 2020 NBA deildin hefst aftur í kvöld en það er hætt við því að hugsanleg skipti á Harden muni drottna yfir öllu hjá Rockets næstu vikur og mánuði takist félaginu ekki að finna lið sem vill gefa þeim nógu mikið fyrir hann. Harden átti að hafa sagt forráðamönnum Houston Rockets, til hvaða liða hann vildi fara, ef tækist að semja um leikmannaskipti. Eitt af þessum liðum átti að vera lið Miami Heat sem komast alla leið í lokaúrslitin á síðustu leiktíð. Miami Heat og Houston Rockets voru eitthvað búin að ræða saman um möguleika á slíkum skiptum en í Miami liðinu eru ungir og spennandi leikmenn eins og Tyler Herro, Duncan Robinson og Kendrick Nunn. Per source, Heat no longer are engaging Rockets when it comes to Harden. Was told conversation never was more than cursory, but that, of course, always is a matter of perspective. Heat made clear on eve of 2018-19 season they were out of Jimmy Butler talks for that season.— Ira Winderman (@IraHeatBeat) December 21, 2020 Miami Heat hafði aftur á móti ekki mikið að bjóða þegar kemur að framtíðarvalréttum í nýliðavalinu en það er eitthvað sem Houston Rockets sækist eftir til að geta sett saman nýtt lið í framtíðinni. Nýjustu heimildir ESPN herma hins vegar að Miami Heat hafi slitið þessum viðræðum endanlega og að félagið hafi ekki lengur áhuga á því að eltast við James Harden. Houston menn hafa einnig rætt við Brooklyn Nets, Philadelphia 76ers og Denver Nuggets um hugsanleg skipti. Harden sjálfur hefur neitað að ræða stöðu sína og framtíðina í síðustu viðtölum sínum við fjölmiðlamenn. James Harden was asked if he feels better about his situation with the Rockets now than he did before he arrived at camp. "Next question." pic.twitter.com/gm2zz7i199— SportsCenter (@SportsCenter) December 21, 2020 NBA Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Framtíð körfuboltamannsins James Harden er í uppnámi eftir að hann gerði það opinbert að hann vilji komast í burtu frá Houston Rockets. Harden tíminn í Houston virðist vera á enda. Hann safnaði að sér einstaklingsverðlaunum á síðustu árum en Rockets liðið náði ekki að komast bara einu sinni í úrslit Vesturdeildarinnar og aldrei í lokaúrslitin um NBA titilinn. I guess we're not gonna see a Jimmy Butler + James Harden duo soon pic.twitter.com/KaZRjQxLU0— Heat Nation (@HeatNationCP) December 21, 2020 NBA deildin hefst aftur í kvöld en það er hætt við því að hugsanleg skipti á Harden muni drottna yfir öllu hjá Rockets næstu vikur og mánuði takist félaginu ekki að finna lið sem vill gefa þeim nógu mikið fyrir hann. Harden átti að hafa sagt forráðamönnum Houston Rockets, til hvaða liða hann vildi fara, ef tækist að semja um leikmannaskipti. Eitt af þessum liðum átti að vera lið Miami Heat sem komast alla leið í lokaúrslitin á síðustu leiktíð. Miami Heat og Houston Rockets voru eitthvað búin að ræða saman um möguleika á slíkum skiptum en í Miami liðinu eru ungir og spennandi leikmenn eins og Tyler Herro, Duncan Robinson og Kendrick Nunn. Per source, Heat no longer are engaging Rockets when it comes to Harden. Was told conversation never was more than cursory, but that, of course, always is a matter of perspective. Heat made clear on eve of 2018-19 season they were out of Jimmy Butler talks for that season.— Ira Winderman (@IraHeatBeat) December 21, 2020 Miami Heat hafði aftur á móti ekki mikið að bjóða þegar kemur að framtíðarvalréttum í nýliðavalinu en það er eitthvað sem Houston Rockets sækist eftir til að geta sett saman nýtt lið í framtíðinni. Nýjustu heimildir ESPN herma hins vegar að Miami Heat hafi slitið þessum viðræðum endanlega og að félagið hafi ekki lengur áhuga á því að eltast við James Harden. Houston menn hafa einnig rætt við Brooklyn Nets, Philadelphia 76ers og Denver Nuggets um hugsanleg skipti. Harden sjálfur hefur neitað að ræða stöðu sína og framtíðina í síðustu viðtölum sínum við fjölmiðlamenn. James Harden was asked if he feels better about his situation with the Rockets now than he did before he arrived at camp. "Next question." pic.twitter.com/gm2zz7i199— SportsCenter (@SportsCenter) December 21, 2020
NBA Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins