Sérfræðingar meta stöðuna í birtingu Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. desember 2020 09:06 Skriðan á föstudag skildi eftir sig mikla eyðileggingu á Seyðisfirði. Vísir/Egill Rýmingar eru enn í gildi á Seyðisfirði vegna hættu á aurskriðum og 276 íbúar bíða þess að snúa heim. Allt virðist hafa verið með kyrrum kjörum á svæðinu í nótt, að sögn ofanflóðasérfræðings, og úrkoma hefur verið lítil síðasta sólarhring. Staðan verður metin þegar líða tekur á daginn. Magni Hreinn Jónsson ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að staðan á Seyðisfirði sé, að því er hann best veit, óbreytt síðan í gær. Ofanflóðasérfræðingar haldi áfram vettvangsvinnu í birtingu. Jóhann K. Jóhannsson samskiptastjóri almannavarna segir í samtali við Vísi að fundað verði um stöðuna í dag. 581 íbúum Seyðisfjarðar var gert að yfirgefa heimili sín á föstudag eftir að stór skriða féll á bæinn síðdegis. 305 íbúar fengu að snúa aftur heim í gær. Jóhann segir að enn sé of snemmt að segja til um það hvort allir, eða hluti, þeirra 276 sem eftir eru fái að fara heim í dag. Ekki náðist í Kristján Ólaf Guðnason yfirlögregluþjón á Austurlandi við vinnslu fréttarinnar en hann segir í samtali við Ríkisútvarpið í morgun að þetta skýrist í dag. Þá sé hugsanlegt að fólk fái að fara inn á svæðið í fylgd björgunarsveita í dag. Fram kom í tilkynningu frá almannavörnum í gærkvöldi að enn væri hætta á skriðuföllum á ákveðnum svæðum og þau verði því áfram rýmd. Fljótlega verði opnuð þjónustumiðstöð almannavarna fyrir íbúa á Seyðisfirði. Þá áréttar aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi í tilkynningu í morgun að allir gæti að sóttvörnum í kringum þá umferð og vinnu sem stendur yfir á Seyðisfirði og á Egilsstöðum. Mikilvægt sé að allir noti grímu, gæti að fjarlægðarmörkum og handþvotti. Einnig er áréttuð sú krafa sóttvarnayfirvalda að enginn komi til aðstoðar á Seyðisfjörð án þess að hafa verið skimaður fyrir kórónuveirunni. Veður hefur verið milt á Seyðisfirði í nótt og í morgun, samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofunnar. Lítil sem engin úrkoma hefur mælst; engin í nótt en örlítil í morgun. Þá er spáð þurru veðri á Austfjörðum í dag en slyddu eða rigningu seint í nótt. Úrkomulítið síðdegis á morgun og vægt frost. Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Almannavarnir Tengdar fréttir Þjónustumiðstöð almannavarna verður opnuð á Seyðisfirði Almannavarnir munu fljótlega opna þjónustumiðstöð fyrir íbúa á Seyðisfirði. Verkefni slíkrar miðstöðvar felst meðal annars í upplýsingagjöf til almennings og þjónustu við þá aðila sem hafa orðið fyrir tjóni og þá sem hættan hefur haft önnur bein áhrif á. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. 20. desember 2020 20:52 Synti út úr skriðunni eftir að hafa bjargað manni úr björgunarsveitarbíl „Ég sé skriðuna fara af stað. Hún byrjar að renna niður. Ég horfi niður og þar sé ég björgunarsveitarbíl sem var við lokunarpóst, sem ég veit að mun lenda í skriðunni. Eftir það sé ég bara björgunarsveitarbílinn. Þó svo að hús hafi farið fram hjá á sama tíma þá sá ég aldrei húsið, ég sá bara björgunarsveitarbílinn því ég vissi að hann væri mannaður.“ 20. desember 2020 16:25 Ráðherrar heimsækja Seyðisfjörð á þriðjudag Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stefnir að því að fara til Seyðisfjarðar ásamt öðrum ráðherrum á þriðjudag til að meta aðstæður. Áður þurfa ráðherrar og fylgdarlið að fara í skimun fyrir kórónuveirunni. 20. desember 2020 14:55 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Veginum um Kjalarnes lokað vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Sjá meira
Magni Hreinn Jónsson ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að staðan á Seyðisfirði sé, að því er hann best veit, óbreytt síðan í gær. Ofanflóðasérfræðingar haldi áfram vettvangsvinnu í birtingu. Jóhann K. Jóhannsson samskiptastjóri almannavarna segir í samtali við Vísi að fundað verði um stöðuna í dag. 581 íbúum Seyðisfjarðar var gert að yfirgefa heimili sín á föstudag eftir að stór skriða féll á bæinn síðdegis. 305 íbúar fengu að snúa aftur heim í gær. Jóhann segir að enn sé of snemmt að segja til um það hvort allir, eða hluti, þeirra 276 sem eftir eru fái að fara heim í dag. Ekki náðist í Kristján Ólaf Guðnason yfirlögregluþjón á Austurlandi við vinnslu fréttarinnar en hann segir í samtali við Ríkisútvarpið í morgun að þetta skýrist í dag. Þá sé hugsanlegt að fólk fái að fara inn á svæðið í fylgd björgunarsveita í dag. Fram kom í tilkynningu frá almannavörnum í gærkvöldi að enn væri hætta á skriðuföllum á ákveðnum svæðum og þau verði því áfram rýmd. Fljótlega verði opnuð þjónustumiðstöð almannavarna fyrir íbúa á Seyðisfirði. Þá áréttar aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi í tilkynningu í morgun að allir gæti að sóttvörnum í kringum þá umferð og vinnu sem stendur yfir á Seyðisfirði og á Egilsstöðum. Mikilvægt sé að allir noti grímu, gæti að fjarlægðarmörkum og handþvotti. Einnig er áréttuð sú krafa sóttvarnayfirvalda að enginn komi til aðstoðar á Seyðisfjörð án þess að hafa verið skimaður fyrir kórónuveirunni. Veður hefur verið milt á Seyðisfirði í nótt og í morgun, samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofunnar. Lítil sem engin úrkoma hefur mælst; engin í nótt en örlítil í morgun. Þá er spáð þurru veðri á Austfjörðum í dag en slyddu eða rigningu seint í nótt. Úrkomulítið síðdegis á morgun og vægt frost.
Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Almannavarnir Tengdar fréttir Þjónustumiðstöð almannavarna verður opnuð á Seyðisfirði Almannavarnir munu fljótlega opna þjónustumiðstöð fyrir íbúa á Seyðisfirði. Verkefni slíkrar miðstöðvar felst meðal annars í upplýsingagjöf til almennings og þjónustu við þá aðila sem hafa orðið fyrir tjóni og þá sem hættan hefur haft önnur bein áhrif á. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. 20. desember 2020 20:52 Synti út úr skriðunni eftir að hafa bjargað manni úr björgunarsveitarbíl „Ég sé skriðuna fara af stað. Hún byrjar að renna niður. Ég horfi niður og þar sé ég björgunarsveitarbíl sem var við lokunarpóst, sem ég veit að mun lenda í skriðunni. Eftir það sé ég bara björgunarsveitarbílinn. Þó svo að hús hafi farið fram hjá á sama tíma þá sá ég aldrei húsið, ég sá bara björgunarsveitarbílinn því ég vissi að hann væri mannaður.“ 20. desember 2020 16:25 Ráðherrar heimsækja Seyðisfjörð á þriðjudag Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stefnir að því að fara til Seyðisfjarðar ásamt öðrum ráðherrum á þriðjudag til að meta aðstæður. Áður þurfa ráðherrar og fylgdarlið að fara í skimun fyrir kórónuveirunni. 20. desember 2020 14:55 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Veginum um Kjalarnes lokað vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Sjá meira
Þjónustumiðstöð almannavarna verður opnuð á Seyðisfirði Almannavarnir munu fljótlega opna þjónustumiðstöð fyrir íbúa á Seyðisfirði. Verkefni slíkrar miðstöðvar felst meðal annars í upplýsingagjöf til almennings og þjónustu við þá aðila sem hafa orðið fyrir tjóni og þá sem hættan hefur haft önnur bein áhrif á. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. 20. desember 2020 20:52
Synti út úr skriðunni eftir að hafa bjargað manni úr björgunarsveitarbíl „Ég sé skriðuna fara af stað. Hún byrjar að renna niður. Ég horfi niður og þar sé ég björgunarsveitarbíl sem var við lokunarpóst, sem ég veit að mun lenda í skriðunni. Eftir það sé ég bara björgunarsveitarbílinn. Þó svo að hús hafi farið fram hjá á sama tíma þá sá ég aldrei húsið, ég sá bara björgunarsveitarbílinn því ég vissi að hann væri mannaður.“ 20. desember 2020 16:25
Ráðherrar heimsækja Seyðisfjörð á þriðjudag Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stefnir að því að fara til Seyðisfjarðar ásamt öðrum ráðherrum á þriðjudag til að meta aðstæður. Áður þurfa ráðherrar og fylgdarlið að fara í skimun fyrir kórónuveirunni. 20. desember 2020 14:55